Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 35

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 35
Æ G I R 209 ábyrgð og tekið í eimi lagi, svo að kostn- aður við það yrði nær enginn, gætu bank- arnir sér að skaðlausu veitt það fyrir sömu vexti og' þeir fá af innstæðum sínum í erlendum bönkum. Auk þess mundu þeir bafa óbeinan hagnað af þessu, þar sem iánið yrði yfirleilt til þess að bæta fjárhag þeirra eigin skuldunauta. Þá vexti, sem bankarnir þyrftu að fá, telur nefndin rétt, að ríkissjóður greiði. Það mundi ekki verða tilfinnanleg upphæð. Ef lánið yrði 4 millj- ónir króna, endurgreiddist á 5 árum með jöfnum afborgunum og vextir væru 1% p. a. yrðu vaxtagreiðslur ríkissjóðs sem hér segir: í lok 1. árs 40 þiis. kr. -----2. — 32 — — -----3. — 24 — — -----4. — 16 — — .-----5. — 8 — — Samtals 120 þús. kr. Um tilhögun lánveitinganna vill nefndin leggja þetta til: 1. Lánin verði veitt eftir umsóknum út- gerðarmanna. 2. Fiskifélag íslands verði falið að taka a móti umsóknúm og gera tillögur um lánin til atvinnumálaráðuneytisins, en það taki endanlegar ákvarðanir um þau. 3. Að öðru leyti verði stjórn Fiskiveiða- sjóðs falið að sjá um afgreiðslu lán- anna og innheimtu afborgana. Nefndin leggur til, að eftirfarandi skil- yrði verði sett fyrir lánveitingu: 1. Þeir einir koma til greina sem lánþegar, er gerðu út islenzk skip á síldveiðar s. 1. sumar, og hafa tapað svo miklu á út- gerðinni, að það valdi þeim verulegum erfiðleikum um áframhaldandi rekstur. 2. Lánsupphæð fyrir hvert skip má aldrei nema meiru en sem svarar beinu tapi viðkomandi skips á síldarvertíðinni 1945. • 3. Lánstíminn má ekki vera vfir 5 ár. 4. Lánið skal tryggt með þeim veðum sem lánþegi getur látið og lánveitandi met- ur gild. 5. Lánið endurgreiðist með árlegum af- borgunum eftir því sein um semst í hverju tilfelli, sbr. þó það sem segir í 3. lið. G. Lánið er vaxtalaust. En sé. ekki staðið í skilum með tilskildar afborganir má krefjast 2% vaxta frá gjalddaga til greiðsludags. 7. í sambandi við lán þetta verður við- komandi að láta lánveitanda eða um- boðsmanni hans í té öll þau skilríki og upplýsingar, er hann kann að óska i sambandi við reksturinn í sumar, og framtíðarfyrirkomulag, svo og um efna- hag sinn og afkomu. 8. Lánveitandi skal ganga úr skugga um, hvort kaup áhafnar skipsins sé greitt, og ef svo er ekki, ber honum að sjá um, að láninu sé fyrst og fremst varið til greiðslu á því. 9. Þeir, sem lán fá samkvæmt framan- sögðu, eru skyldir til að láta reikninga- skrifstofu sjávarútvegsins í té reikn- inga yfir rekstur skipsins í því formi, sem reikningaskrifstofan ákveður. Samið um smíði dieseitogara. Ýmsir hafa orðið til þess, að láta undrun sina í ljós (þólt litið liafi borið á því opin- berlega) yfir því, að ekki skyldu vera die- selvélar i togurum þeim, sem samið hefur verið um smíði á í Englandi. Því hefur ver- ið svarað til í þessu efni, að leitað liafi ver- ið álits reyndra og sérfróðra manna um þessa hluti, og bafi þeir talið óráðlegt að hafa dieselvélar í skipunum, þá liefur einnig verið bent á það, að aðrar þjóðir, sem eru að láta smíða togara í Bretlandi, hafi ekki dieselvélar í skipum þessum. Nú hefur orðið að ráða að fá tvo dieseltogara til íeynslu og hefur verið samið um smíði á þeiin í Englandi. Togarar þessir éiga að vera tilbúnir á árinu 1948.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.