Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 8
182 Æ G 1 R Vinnusaliir í verksmiðjunni. Allar þessar fisktegundir voru nú teknar til vinnslu: Karfann tókum við fyrst. Hann var fyrst vandlega afhreistraður, þar næst öll innýfli tekin burtu, siðan var hann skorinn í smástykki, sem gengu gegnum ]>vottavél og inn í saltpækilskörin. Þar voru slykkin látin liggja dálítinn tíma. Eftir það laka suðukonurnar smástykkin upp á smá- götóttar plötur, sem eru settar inn í suðu- körin. Karfastykkin eru soðin í salt- og ediksvatni. Eftir suðuna eru beinin tekin burtu og stykkin lögð á virnetsramma og sett inn í reykofna, þar sem reykurinn leikur um þau þar lil þau verða dálílið brún á lit. Eftir reykinguna eru stykkin lögð niður í dósir og olíu hellt í þær og þeim því næst lokað. Síðan eru þær soðn- ar. Þessi karfi, sem var orðinn lö—18 daga gamall, var seldur sem fyrsta flokks fram- ieiðsla tii Suður-Evrópuríkjanna og þótii hinn ljúffengasti malur. Upsinn var flattur eða flakaður undir eins, og saltaður niður í stór kör. Þar var hann látinn bíða þar lil tími vannst til að vinna úr honum. Hann iá oft vikum og mánuðum saman í salti. Þegar tími var til kominn að vinna úr honum, var hann af- vatnaður og litaður lil að fá sama lil og er á laxi. Þá var liann hengdur inn í reykofnana, þar sem hann var kaldreyktur í þrjá til fjóra daga. Því næst var hann skorinn í sneiðar og lagður niður í dósir, sein í var hellt matarolíu. Eftir þessa með- liöndlun á stóruin upsa er bann nefndur sjólax og seldur víðs vegar um lönd og jafnvel hingað heim lil íslands. Hinar fisktegundirnar, hlýrinn, ýsan, keilan og langan voru einnig hreinsaðar, settar í saltpækil, og látnar liggja þar og síðan soðnar í salt- og ediksvatni. Síðan var fiskurinn lagður niður í dósir, sein í var hellt ýmsum sósum, en einkum þó lilaupi. Það tókst að gera úr öllum þessum fisk- tegundum ágætan mat, þrátt fyrir að fisk- urinn væri margra daga gamall, veiddur á Halamiðum og fluttur með skipum og járn- braut langar Ieiðir, þar til hann komst á vinnslustaðinn aus'tur í Pillau. Þrátt fyrir báa tolla og skatta, sem iögðust á hráefnið þessa löngu leið, var hin fullunna vara vci seljanleg, þótt dýr væri. Þetta dæmi er hollt lil atbugunar fyrir okkur íslendinga, sem höfum hin auðugu fiskimið rétt við bæjardyrnar og getum því tekið hráefnin glæný og fersk til vinnslu. Við ættum þvi sizt að verða eftirbátar annarra þjóða i þessari grein ef vel verður á haldið. í Eystrasaltinu er aðallega veidd síld, lax og á 11, enn fremur rauðspetta og' nokkrar aðrar tegundir, sem hér þekkjast ekki. Þorskur er einnig veiddur allan ársins hring. Hann er allur af nokkuð jafnri stærð eða eins og meðalstærð af þorski, sem veiðist liér heima. Þessi þorskur var mest soðinn niður í matarhlaup, en þegar mikið veiðist þá er hann reyktur líka. Sá, sem var soðinn, var líka lagður niður í sinnep og tómatsósu, en þó aðallega í hlaup. Þeg- ar húið var að leggja niður í dósirnar, var ]>eim raðað á borð, sem slóðu lijá lokunar- vélunum og látnar standa þar yfir nóttina til þess að lögurinn hlypi saman. Um morg- uninn hefur sigið í dósunum vegna hlaups- ins og verður því að hæta hlaupefni ofan á dósirnar til þess áð þær séu lofttómar, er þeim er lokað. Einnig fengum við óhemju af smásíld úr Eystrásaltinu, sem að mestu leyti var soð- in niður í dósir. Þá var einnig mikið af síld meðhöndlað á þann liátt, að fyrst var hún steikt og síð- an lögð í dósir og vínsósu hellt yfir ásamt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.