Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 40

Ægir - 01.09.1945, Blaðsíða 40
214 Æ G I R Gnnnar Pálsson. Aflakóngar á Vestfjöráum 1944. Guðm. Guðmundsson. Fyrr i blaðinu er greint frá aflahlutum í flestum verstöðvum á Vestfjörðum árið 1944. Bátar, þeir sem mestan höfðu aflann, eru aðeins um 15 rúml. að stærð, en það voru m/b Sædís og m/b Bryndis. Skipstjóri á Sædísi var Gunnar Pálsson, en Guðmundur Guðmundsson á Bryndísi. Báðir eru menn þessir ungir -— á léttasta skeiði —- dugn- aðarmenn og aflaklær miklar. Hásetahlut- urinn hjá þeim yfir árið náði ekki 18 þús- und kr„ og eru það þó hæstu hásetahlutir u Vestfjörðum. Sýnir þetta vel, hve illa er húið að hlutarsjómanninum hjá smáháta- útgerðinni, og jafnframt hvað smábátaút- gerðin hefur verið hart leikin. Það er vitað mál, að smábátaútgerðin hefði ekki getað klofið það að greiða mönn- um fast kaup að sama skapi og greill hefur ^erið í landi. Þótt telja megi, að fiskverðið hafi verið sæmilega hátt, hefur framleiðslukostnaður- inn verið svo hár og alltaf farið hækkandi, að smábátaútgerðin hefur yfirleitt ekki get- að bætt hag sinn svo sem nauðsynlegt hefði verið. Vegna þessa háa framleiðslukostn- aðar hafa tekjur hlutasjómanna orðið rýr- ari en hjá öðrum stéttum. Fyrir þinginu liggur þingsályktun um að skora á ríkisstjórnina, að láta reikna út, hvað útgerðarkostnáðurinn hjá smáútgerð- inni hefur hækkað á styrjaldarárunum og Iivað fiskverðið þurfi að vera og hel'ði þurft að vera til þess að þeir menn, er atvinnu hafa á þessum skipum, beri sama eða álíka úr bítum og aðrar starfsgreinar þjóðfélags- ins. Þessari þingsályktun var svo fálega tekið í fyrra, að hún náði ekki samþykki þingsins, en vonandi fer á aðra leið nú, ]>vi liér er um mesta nauðsynjamál að ræða, ]>að sýna meðal annars árstekjur hlutar- sjómanna á Vestfjörðum 1944, og svipað mun víða annars staðar. Bann gegn dragnótaveiði. 1. gr. Enginn má nola neina tegund dragnóta til l'iskveiða í Hamarsfirði í Suður-Múla- sýslu innan línu, er hugsast dregin frá Hró- mundarey í Ketilsfles og þaðan i beina stefnu við suðuródda Sandeyjar í Búlands- nes, á tímabilinu frá 1. júní til 30. nóvem- ber ár hvert. Bann þetta nær jafnt til allra skipa og háta, sem slík veiðarfæri nota. 2. gr. Lögreglustjóra og skipum þeim, er hat'a á hendi landhelgisgæzlu, ber að annast um að bannákvæðum reglugerðar þessarar sé hlýtt. 3. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða sektum og viðurlögum, sem ákveðin eru í lögum nr. 45 13. júní 1937: Reglugerð þessi öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirhreytni öllum, sem hlut eiga að máli.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.