Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 3
Æ G I R
MANAÐARRIT FISKIFELAGS ISLANDS
41. árg.
Reykjavík
marz 1948
Nr. 3
Friðun Faxaflóa.
Eins og knnnugt er hafa sjómenn og úl-
gerðarmenn liaft mikinn áhuga fyrir því,
að Faxaflói verði friðaður fyrir botnvörpu
og dragnót. Áhugi þessi er fyrst og fremst
sprottinn af þeirri reynslu, sem fékkst af
veiðinni i flóanum á millistríðsárunum,
en þá kom i ljós, að hiin minnkaði stöðugt.
Þannig var dagsafli togara i Faxaflóa af ýsu
-2 vættir 1919, en aðeins 5 vættir 1937. Jafn-
framt liefur því verið haldið fram og færð-
ar sönnur á það, að í Faxaflóa væru svo
merkilegar og mikilvægar uppeldisstöðvar
fyrír suma helztu nytjafiskana, að þeirra
hluta vegna væri nauðsynlegt að fá úr því
skorið, hvort friðunin gæti liaft veruleg á-
hrif fyrir aukningu og viðhaldi fiskastofn-
ana við landið.
Áhugi manna fyrir því að friðunin geti
orðið sem fyrst að veruleika er enn hinn
sami og fyrir styrjöldina og ekki hefur úr
honum dregið í vetur, þegar sýnt er orðið,
að komið er í sama horf með örtröð botn-
vörpuskipanna og var á millistríðsárunum.
Því er það, að margur liefur spurt upp \
siðkastið, hvað Faxaflóamálinu liði.
Ég fór því til Árna Friðrikssonar fiski-
fræðings núna á dögunum og innti hann
eftir, hvað hann gæti sagt*mér um þetta
mál.
Faxaflóamálinu var fyrst hreyft erlendis
á fundi í London órið 1937, en á þeim fundi
mætti Sveinn Björnsson fyrir íslands liönd.
Þar var samþykkt að vísa málinu til al-
þjóðahafrannsóknarráðsins. Síðan liðu 9
ár, því að sumarið 1946 samþykkti ráðið
fyrst á fundi sínum í Stokkliólmi að mæla
með friðuninni. 1 marzmánuði 1947 var rík-
isstjórninni síðan sent málið til frekari að-
gerða. Síðan liefur það verið til athugunar
hjá ríkisstjórninni og jafnframt hefur verið
unnið að því að prenta skýrslu Faxaflóa-
nefndar með öllum hennar fylgiskjölum.
Heyrzt hefur, að ríkisstjórnin sé nú í und-
irbúningi með að taka málið upp að nýju,
með það fyrir augum að fá það til lykta
leitt sem fyrst.
Um skýrslu Faxaflóanefndar er það að
segja, að hún kemur mjög bráðlega út í
aðaltímariti alþjóða hafrannsóknaráðsins
og á þess kostnað. Skýrsla þessi er löng,
og auk þess fylgja henni 26 fylgiskjöl,
stærri og minni ritgerðir eftir 11 höfunda,
4 Islendinga, 5 Dani og 2 Breta.
Þegar ritnefnd Faxaflóamálsins var að
Ijúka störfum i Lovestoft í maí 1946, kom
fram tillaga um það frá enska fulltrúanum,
að þeim aðilum, sem yrðu af veiði sökum
lokunar flóans fyrir botnvörpu og dragnót,
vrðu greiddar skaðabætur. Til þess að
stöðva ekki rnálið, var þessi tillaga látin
fljóta með til alþjóða hafrannsóknaráðsins,
en þar var hún felld á þeirri forsendu, að
það væri fyrir utan verkahring ráðsins að
gera tillögur um fjárhagsmál í sambandi
við friðun Faxaflóa. Árni Friðriksson held-
ur, að framkvæmd á skaðabótagreiðslum í
þessu sambandi yrði mjög erfið, því að örð-
ugt sé að gera sér grein fyrir á hvern hátt