Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 27

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 27
Æ G I R 81 Það er nú orðið Ijóst, að síldin þolir vel þá merkingaraðferð, sem notuð er. í upp- hafi merkinganna við Noreg söfnuðum við í lás 800 merktum síldum og geymdum þær nokkurn tíma. Þegar ég vissi síðast, sagði Arni, höfðu aðeins 8 þeirra dáið, eða 1%. Þessi árangur kom okkur mjög á óvart, því að reynslan í Kyrrahafinu var sú, að 40% af sardinunni dó að merkingu lokinni. Til þess að ná þeim árangri, sem fyrr hefur verið minnst á, þarf að framkvæma merkingarnar þrotlaust, ef lil vill í áratugi og í mjög stórum stíl. Við megum ekki gleyma því, að hver sú síld, sem ekki fer í verksmiðju skilar ekki merkinu sínu, og það er víst, að endurheimt merkjanna úr verksmiðjunum verður áhótavant, því að gildrurnar eru margar, sem þau geta lent í. Slíkar merkingar, sem hér er rætt um, eru ólmgsanlegar nema í heztu samvinnu við síldarútgerðina og síldariðnaðinn. Merk- ingarnar kosta mikið fé, þar sein til þeirra þarf skip með áhöfn, sem engu öðru má sinna meðan á merkingunum stendur. Og það mun kosta verksmiðjurnar nokkurt fé að búa svo um hnúta, að merkin komi fram. Ég vil, segir Arni, flytja norskum vís- indamönnum og útgerðarmönnum þakklæti mitt, því að þeir létu ekkert ógert til þess að úr framkvæmd merkinganna gæti orðið. Þegar Árni hvarf heim, höfðu verið merktar 3086 síldar, en gert var ráð fyrir að merkja alls 7—8 þúsund. í sumar koma norskir visindamenn ti! íslands og framkvæma síldarmerkingar iyrir Norðurlandi í samvinnu við ísl. fiski- lræðinga, en síðan er ætlast til, að við höld- um áfram merkingunum sin í hvoru lagi, segir Árni að lokum. Utgerá og aflabrögð í marzmánuði. Sunnlendingafjórðungur. Vestmannaeyjar. Þar voru mjög miklar ógæftir sem og annars staðar í fjórðungn- um, en sæmilegur afli á línu, þegar á sjó var komist. Undir lok mánaðarins var ó- venjulega mikill afli austur með söndum, einkum í dragnót og á handfæri, einnig fiskaðist vel í net. Sem dæmi um það, hve óður fiskurinn var, er þess getið, að á bát einum, sem var á handfæraveiðum, voru dregnir 3 fiskar á hverjum tveim mínútum. Fiskihrota þessi stóð örfáa daga, aðeins meðan loðnan var að ganga austur með landinu. Afli í botnvörpu hefur til þessa verið sáralítill. Stokkseyri. Heita mátti, að þaðan væri elcki um útgerð að ræða í marzsmánuði sökum ógæfta. Aðeins voru farnir þrir ióðrar í lok mánaðarins og var afli frem- ■ur tregur. Grindavik. Þar voru mest farnir 6 róðrar í marzmánuði og var afli yfirleitt góður. Mestur afli í róðri var 17% smálest. Sandgerði Tveir bátar fóru 12 róðra i mánuðinum, en hinir 11. Afli var með af- brigðum góður, miklu betri en í marzmán- uði í fyrra. Nokkrir bátar fengu um 50 skpd. í róðri, þegar bezt lét. Þess voru dæmi, að bátur fengi 1700 lítra af lifur í róðri. Keflavík. Almennt voru farnir 9—10 róðrar, mest 11. Afli var ágætur. Þegar bezt lét, fengu flestir bátanna 30—40 skpd. í róðri, en mestur dagafli á bát var 48 skpd. Allmikið síli var í fiskinum síðari hluta mánaðarins. Óhemjuafli var á hand- læri í Garðsjó. Þess voru dæmi, að bátur með 4 mönnum á fengi 8 skpd. á 3—4 tímum. Línuveiði stunduðu 18 bátar, tog-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.