Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 32

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 32
86 Æ G I R nýjar freygátur og 4 gamlir tundurspillar. Skip- in voru mönnuð mjög vel æfðum skipshöfnum og útbúin nýjustu tækjuni til árása á kafbáta. Skip þessi áttu að vinna óháð skipalestunum. Óbundnar öðrum störfum áttu þessar nýju sveitir að elta uppi og eyða kafbátahópum á hættulegustu siglingaleiðunum. Brátt varð mikil samvinna milli þeirra og flugvélanna, sem höfðu sömu störfum að gegna á svipuðum slóð- um. bað bar nær daglega við, að flugvélarnar bentu þessum skipum á staði, þar sem kafbátar höfðu verið neyddir til að fara í kaf, svo að þau gætu haldið áfram leitinni að kafbátunum með hlustunartækjum sínum. í fyrstu ferð sinni fengu skipin afarslæmt veður og skömmu siðar varð að taka þau til annarra starfa, til aðstoðar við landgöngu bandamanna i Norður-Afriku. í september þetta ár fór líka i fyrsta sinn lítið flugvélaskip með einni af skipalestunum til Rússlands, enda tókst flugvélunum að lialda njósnarflugvéluin Þjóðverja í burtu. Eftir þetta voru venjulegast eitt eða tvö flugvélaskip látin veita skipalestunum til Rússlands flugvéla- vernd. Október reymlist áfallasamur livað skipstapa snerti, þvi að þá misstu bandamenn 93 skip, samtals um (500 þús. rúmlestir. Meðal þeirra Punktarnir túkna kaup- skip þau, er sökkt var frá því i ágúst 19í2 og þangað til i maí 19i3. Krossarnir tákna kaf- báia, sem sökkt var á sama timabili. voru ö stór hafskip, sem gátu gengið 15—21 sjó- miiu á klukkustund. Öll liöfðu skip þessi siglt einsömul fram til þess tiina og svo var litið á, að þau væru nokkurn veginn örugg fyrir kaf- hátaárásum. Öll fylgdarskip, sem með nokkru móti mátti missa úr skipaverndinni yfir Atlantshaf, höfðu verið send til aðstoðar við lendinguna í Norður-Afriku. Tveir hópar stórra kafbáta voru i víking við Góðra- vonarhöfða og einnig voru gerðar skæðar kaf- bátarásir nálægt Trinidad og undan ströndum Nýfundnalands. Langfleygar flugvélar frá fs- landi gátu ekki enu þá haft eftirlit við Ný- fundnaland og flugvellir kanadiska flughers- ins voru mjög oft ónothæfir vegna þoku. En þó bandamenn yrðu fyrir miklu tjóni siðari hluta árs 1942 gekk þó ekki allt á móti þeim, þvi að i septemher eyðilögðu þeir 12 kafbáta og 16 i október.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.