Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 17
Æ G I R 71 Fjölmennasta námskeiá Siðari hluta nóvembermánaðar mátti jafnan um nónleytið sjá fjölmennan hóp karla halda upp Ingólfsstræti. Einu sinni sem oftar mætti ég þessum hóp og þá vék sér að mér maður og innti mig eftir því, hvaða menn þetta væru, hvort þeir sætu hér á einhverju þingi. Ég upplvsti manninn um það, að þessi hópur hefði i hendi sér, hvernig færi um mikinn hluta af fram- leiðslu okkar, eiginlega væri hvorki meira né minna en 60—70 milljónir í þeirra vörzl- um. Og menn þessir sætu hér á þingi, mjög merkilegu þingi, en ég lét þó allan saman- hurð við önnur þing liggja á milli hluta. Eg þóttist merkja þau veðrabrigði i svip mannsins, að hann héldi inig lygara og ég gæti leikið á aðra en sig. Hann sagði þó beinlínis ekki neitt, sem gæfi mér tilefni til að ætla þetta. En undarlegur var hann, þeg- ar ég sagði honum, að þessir menn geymdu lykla að hirzlu, sem í væri 60—70 millj. A aðfangadag var 140 aðkomusjómönn- um —- flestum íslenzkum — veittur ókeyp- is kvöldverður i matstofu frú Helgu Mar- teinsdóttur. Sátu gestirnir við góðar veit- ingar og jólasöngva fram undir miðnætti. Listamannaskálinn var leigður lianda sjó- mönnum frá jóladegi til nýársdags og fengu sjómenn 2 af dögunum ókeypis veit- ingar og jólaböggla. Þar var á kvöldin ým- ist flutt erindi og kvikmyndir sýndar eða sungið og gengið í kringum stórt jólatré, sem Danir gáfu. Gestir hafa sýnt sérstakan vinarhug og velvilja og kurteislega framkomu og þar með stuðlað að þvi, að Sjómannastofan sé raunverulegur griðarstaður og þeirra annað heimili. Leitast hefur verið við að hafa alla fram- koinu og þjónustu sem hlýlegasta frá hendi starfsfólksins og reynt með því að laða sjómenn í hlý húsakynni, þar sem ríkir ör- yggi og friður. fiskiánaáarmanna. króna. En þegar ég hafði sagt honum, að þetta væru matsmenn og verkstjórar hrað- frystihúsanna, sem væru hér í skóla um skeið, skildist honum, hvað ég hafði verið að fara. Og áður en hann vék frá mér, því að um eiginlega kveðju var ekki að ræða, lét hann falla orð um það, að mikilvægi þessara manna i þjóðfélaginu væri áreiðan- lega meira en almenningur gerði sér grein fyrir. Þannig réði tilviljunin þvi, að einhver maður i Ingólfsstræti fór að velta fyrir sér mikilvægi þess starfs, sem matsmenn og verkstjórar hraðfrystihúsanna inna áf höndum fyrir þjóðfélagið. Um mitt síðastl. suinar var hafinn undir- búningur að því að halda um haustið nám- skeið i Reykjavik fyrir verkstjóra og mats- menn hraðfrystihúsanna. Það hófst 15. nóv„ en var lokið 3. desember. Freðfiskmats- stjóri sá um framkvæmd námskeiðsins fyr- ir hönd atvinnumálaráðuneytisins, en Iðn- aðardeild háskólans, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Samband ísl. samvinnu- félaga lögðu til aðstoð við kennslu, undir- húning o. fl. — Kennsluna önnuðust Gísli Þorkelsson forstjóri iðnaðardeildar at- vinnudeildar háskólans, Magnús K. Magn- ússon ráðunautur S. H., Arnlaugur Sigur- jónsson ráðunautur S. í .S„ Bergsteinn Á. Bergsteinsson freðfiskmatsstjóri og freð- fisksyfirmatsmennirnir Finnbogi Árnason og Ólafur Árnason. Námskeið þetta sóttu rösklega 70 menn, er allir höfðu starfað sem matsmenn og verkstjórar í þessari iðngrein og höfðu því lalsverða reynslu. Fyrri hluta dags fór fram verkleg kennsla og var þar kennd öll meðférð fisksins frá því að hann kemur úr bát og þar til hann er flutlur úr Iandi sem fullunnin vara. Sér- stök áherzla var lögð á að kenna mönnum öll grundvallaratriði, sem rétt og vönduð freðfiskframleiðsla byggist á og jafnframt að kenna mönnum að vinna verkin rétt,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.