Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 26
80 Æ G I R Síldarmerkingar. Árni Friðriksson fiskifræðingur álti fyrir nokkru tal við blaðamenn, en hann og Sig- urleifur Vagnsson voru þá nýkomnir frá Noregi, þar sem þeir unnu að því að merkja síld i samvinnu við norska fiskifræðinga. Um starf þetta og síldarmerkingar í fram- tíðinni fórust Árna orð á þessa leið: Merkingar á ýmsum nytjafiskum hafa verið framkvæmdar siðan um aldamót, en og svo vísa þeir í reynsiu Engvalds Balders- heims, er prentuð er hér á undan. Islendingar ættu að gera sér það vel ijóst, að þótt fiskið við Grænland sé nú einvörðungu stundað vor og sumar (nema í Eystribyggð allt árið), munu djúpmiðin við Vestur-Grænland verða oss dýrmætust sem vetrarmið fram að vertiðinni hér við land. Og þeir ættu einnig að gera sér það ljóst, að ganga þorsksins upp á grunnin við Grænland er háð einhverju hitastigi í sjón- um við botn, svo nauðsynlegt er fyrir fiski- skipin að mæla hita sjávarins við hotninn og í yfirborði sjávar um ieið og rennt er færi. Einhverjir íslendingar munu hafa verið í „Helder“ leiðangrinum. Þar var með vissu Tryggvi Ófeigsson og fór orð af því, hve vel hann gekk fram. Þar var að likindum einnig Jónas Jónsson skipstjóri, en hann mun oftar eða oft hafa verið við Græn- land, einnig á frönskum botnvörpungum, og hann mun hafa verið viða annars staðar á mjög fjarlægum miðum. Enn miklu fleiri Islendingar mnnu hafa verið á Grænlands- miðum á vegum Heldersleiðangursins, með Færeyingum eða öðrum. Er reijnsla þess- ara manna þjóö vorri mjög dýrmæt og gulli bctri. Ættu þeir, er gera vilja út við Græn- land, að hafa leiðsögu slíkra manna, en álpast ekki i þekkingarleysi og blindni út i hálfgert ómennskuflan. . J. D. það eru aðeins 10 ár síðan byrjað var á að merkja síld og' sardínu. Sardínur hafa verið merktar við Kaliforniu, en síld við Alaska. í Atlantshafi hefur síld ekki verið merkt lyrr en í vetur. Erfiðleikarnir á að merkja síldina eru fólgnir í því, að sildin þolir illa hvers konar ineðferð. Þess vegna var fundið upp á því að merkja síldina með merkjum, sem seglum verksmiðjanna er ætlað að draga úr mjölinu og skila á ný. Merki þau, sem notuð voru við Noreg í vetur, voru keypt í Bandaríkjunum 1944. Merkin eru 19 mm. á lengd, 4 min. á breidd, 2 nnn. á þykkt og vega % gr. Merkjunum er komið lyrir á þann hátt, að þeim er stungið inn í kviðarholið á síldinni. í ísl. síldarbræðslunum eru seglar, sem eiga að geta dregið merkin úr mjölinu. í norsku verksmiðjunum hafa aftur á móti verið notaðir blásarar í stað segla, til þess að blása í burtu möl og öðru sliku úr nijöl- inu. En Norðmenn eru nú að setja segla í sínar verksmiðjur. Reynt er að finna upp nýjar aðferðir til þess að ná merkjunum úr mjölinu. Um göngur hinnar duttlungafullu sildar er lítt kunnugt og byggist nauðsyn merk- inganna fyrst og fremst á því. Því að ef vel lekst til með þær, ætti með þeim að skapasl skilyrði til að fylgjast með göngum sildar- innar, hvort heldur er með ströndum fram eða landa á milli. Jafnframt gerum við okk- ur vonir uin, þegar merktir liafa verið tug- ir þúsunda af síld, að geta farið nærri um það að vita hvað síldarstofnarnir eru stórir, þar sem gera verður ráð fyrir, að hlutfalls- lega veiðist eins mikið af merktri síld og ómerktri. Það er skoðun norskra fiskifræð- inga, að aðeins séu veidd 1—2% af síldar- stofninum, sem heldur sig við Noreg. Með merkingunum viljumvið fáörug'ga vitneskju um þetla, þvi það hefur mikla þýðingu að vita, hvað síldarstofninn þolir mikla veiði. Sildin er sá af fiskum Evrópu, sem siðast mun bogna undan veiðinni, en hve mikla veiði stofninn þolir er ekki liægt að segja um, við því eiga merkingarnar að geta gef- ið eitthvert svar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.