Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 5

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 5
Æ G I R 59 Gunnar Rollefsen: Er síldveiáitímabilið viá Noreg aá enda? Siðustu fregnir frá Noregi herma, að ástæða sé til að æ.tla, að sildar- aflinn i ár við Noregsstrendnr verði um S milljónir hektolitra og verðmæti />essa fengs muni nema um 250 millj. norskar krónnr. Er J)etta síldarmagn rösklega 40% nmfram j>að, sem veiðzt hcfnr i meðalaflaári. Fyrirsögnin á þessari grcin mun ]>vi þykja stinga nokkuð í stúf við það, sem átt hcfur sér stað í síldveiðum Norðmanna i vetur. En hún birtist eigi að siður ný- lega i blaðinu „Fiskaren“ og er eftir Gunnar Rollefsen fiskifræðing, þann manninn, sem veitir norskum hafrannsóknum forstöðu. Dálitlum kafla framan af greininni er sleppt hér, þvi að þar er fjallað um sama efni og er i grein þeirn eftir dr. Kr. „Hvað er hægt að segja um norsku síld- veiðitímabilin? Yið vitum, að norska sildin er ekki síður duttlungafull en sú sænska og að síldveiðin hjá okkur einkennist af sérstökum tímabilum eins og hjá Svíum. Engin gögn höfum við i höndum til að greina síldveiðitimabilin svo langt aftur i timann eins og Svíar geta. Við vitum þó, að aflatímabili lauk um 1570 og annað hófst nálægt 1600. Það stóð yfir í hér um l)il hálfa öld. Næsta tímabil hófst um 1700 og slóð til 1784, síðan kom tímabil, sem varði frá 1808—1875 og það aflatimabil, sem enn stendur vfir, byrjaði um 1885. Berum við saman mismun norsku og sænsku timabilanna sjáum við, að þau norsku standa yfir 50—80 ár, en þau sænsku eru styttri, eða 20—60 ár. Tímabilin hjá báðum þjóðunum eru það löng, að verksmiðjur og heil þorp geta ris- •ð upp og grundvallast á síldveiðum, afi, faðir og sonur geta sem sagt stundað veið- ar á sama tímabilinu. Það er því ekki nema eðlilegt að fólk ætli, að síldveiðin haldist óbreytt um alla framtíð úr því að lnin hefur gert það í 30—60 ár. Þrjár kynslóðir, hver fram af annarri, geta lifað óttalaust í þessari trú, en fjórða kynslóðin vaknar einn góðan veðurdag við Andersen, sem birtist i siðasta tbl. Ægis. það, að aflatímabilinu er lokið og við blasir óvissa um afkomuna í náinni framtið. Ef við treystum okkur nú til þess að spyrja: Er núverandi síldveiðitímabili við Noreg að ljúka?, velcur sú spurn áreiðanlega ógeðþekkar hugsanir, sem margir munu vilja leiða hjá sér með þeirri skýringu, að hér sé um þrugl eða heilaspuna að ræða. En þrátt fyrir það ætla ég, að það sé mjög nauðsynlegt að ræða þessa spurningu. Sé athugað, hvernig norsku og sænsku síldveiðitímabilin hafa verið, kemur í ljós, að sænsku tímabilin hafa ætíð verið á milli þeirra norsku. Sænsku timabilin virðasl jafnan bafa byrjað, þá er þau norsku hafa verið að fjara út, og þau virðast ætíð hafa endað áður en síldveiðin við norsku strönd- ina hófst að nýju. Hvað er það, sem réttlætir að spurt sé, hvort núverandi síldveiðitimabili við Noreg sé að verða lokið? 1 fyrsta lagi vituin við það, að gömlu norsku síldveiðitimabilin hafa staðið yfir í 50—80 ár og það tímabil, sem nú stendur yfir, hefur vai'að 60—70 ár. I öðru lagi er nú byrjuð mikil síldveiði við Buhuslán, en síldargöngur þangað liafa alltaf áður reynzl viðvörun um það, að norsku síldveiðitíma- bili væri að ljúka.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.