Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1948, Qupperneq 23

Ægir - 01.03.1948, Qupperneq 23
Æ G I R 77 Engvald Balderheim: Skýrsla til dr. Johans Hjorts um „Held er"-útgerðina við Græn land Niðurlng. Hvað viðvíkur straumura við Vestur- Grænland, þá hefur það lengi verið alkunn- ugt, að grein úr Golfstraumnum rennur til norðurs í hinu dýpra sævarlagi í Suður- hotninum, meðfram vesturveggjum grunn- anna, þar sem þeim hallar út að hafdýpinu. Hraði Atlantshafsstraumsins er hér um bil ein sjómíla á klukkustund. Með flóði, er sjór Atlantshafsins sogast norður hafsbotn- inn, getur hraði strauinsins vaxið upp í 2 sjómílur á klukkustund (eða jafnvel upp i 3 sjómilur í stórstraumsflóði með sunn- anvindi). Þegar út tekur að falla, dregur tilsvarandi úr hraða straumsins, en jafnvel cinnig þá rennur straumurinn alltaf til norðurs á vesturhöllum grunnanna út að hafdýpinu. Þessum heita straumi mætir við suður- odda Grænlands Austur-Grænlandsstraum- urinn, sem rennur suður með austurströnd Grænlands, og þessi kaldi hafstraumur, sem líklega er með ósaltari og því léttari sjó, er drifinn af hinum heitari, sallari, og þvi þyngri, Golfstraumi norður meðfram vest- urströnd Grænlands. Hann hefur yfirhönd á suðurgrunnunum út af Júlíuönuvonarhér- uði, en lengra norðurfrá, einkanlega frá Rangafjarðargrunni og norður, missir hann máttinn fvrir hinum sterku áhrifum hinnar aðurnefndu greinar . úr Golfstraumnum, sem hér ryðst inn yfir hina grynnri hluta grunnanna — sem er einkanlega greinilegt 11 „Heldars“grunni og suðurhluta Stóra- lúðugrunns. Út frá töflum hitamælinganna gæti ég látið mér detta það í hug, að Golf- straumssjórinn myndi að haustinu vera nægilega sterkur til þess að renna yfir grunnin í grennd við Júliuönuvon og fylla firðina þar með heitum sjó frá Atlants- hafinu. Þriðji þáttur straumanna er hið kalda vatn, sein kemur frá hinum mikla fjölda fjarða á Vestur-Grænlandi, og má ef til vill lita á það sem viðbót við hinn kalda Aust- ur-Grænlandsstraum, sem beygir til norð- urs frá Suðurodda Grænlands. Hinn mikli sægur af fjörðum á Vestur- Grænlandi og lögun grunnanna veldur í ná- munda við ströndina vissum truflunum á aðalstraumunum til norðurs. Á stöðum eins og út af Rangafirði og Straumfirði eru þannig greinilega víxlstraumar til vesturs og austurs, eftir sjávarföllum. Þó eru þeir aðeins greinilegir í ákveðinni fjarlægð frá landi, eftir sjávarföllum og lögum grunn- anna, sem aðeins hefur verið reynt að gera tilraun til að afmarka á hinum fáanlegu kortum. Hiti sjávarins er augljóslega háður hin- um áðurnefndu strauinum. Fiskileitarskip- ið, sem sigldi stöðugt nörður og suður yfir grunnin, gerði fiskitilraunir og tók hita sjávarins bæði á yfirborðinu og við botn- inn, hvar sem það fór, gat fengið mynd af hitaástandi sjávarins, sem liægt er að draga þannig saman. í byrjun júní: Rangafjarðargrunn (Fyl- las Bank) V20 C. við botn og við yfirborð sjávar. Litla lúðugrunn V2° við botn og við yfirborð. Heldersgrunn V2—1° við yfirborð, 2° við botn. Suðurbrún Stóra lúðugrunns 2° við yfirborð og 3° við botn. í júnílok: Rangafjarðargrunn V2° við yfirborð, 2° við botn. Litla lúðugrunn 2° við yfirborð, 2^2° við botn. Heldersgrunn 2° við yfirborð, 3° við boln. Suðurbrún

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.