Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 24

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 24
78 Æ G I R Kort þetta sýnir fiskimið þau við Grœnland, sem minnst cr á i greininni. Stóra lúðugrunns 2%° við yfirborð og 3°— 3%° við botn. í júlílok: Rangafjarðargrunn við yfir- borð 2V2°, við botn 3°. Litla lúðugrunn við yfirborð og botn 3—3%°. Heldersgrunn 3%° við botn og yfirborð. Suðurbrún Stóra lúðugrunns 3y20—-4° við botn og yfirborð. í ágúst lielzt hér um bil sanii sjávarhiti og í júlílok. Lúða virðist forðast sjó, sem er kaldari en. + 3° C. I lok ágúst og í september bvrjar hiti sjavarins aftur að lækka. Þessi bitastig eru meðaltöl, svo að þau geta breytzt í mismunandi árum. Þar sem heiti sjórinn ryður sér á sumr- in braut yfir grunnin í átt til strandarinn- ar, gengur fiskurinn sömuleiðis nær landi, en það er ómögulegt að segja með neinni vissu, hvort fiskurinn gengur frá hafdjúp- inu í átt til strandarinnar eða hvort hann samtímis gengur til norðurs á fyrri hluta sumarsíns. Við vitum heldur ekki, hvort fiskurinn gengur inn í firðina i stórum stíl. \’ið getum heldur alls ekki sagt, hvort fisk- urinn gengur af grunnunum við Vestur- Grænland að vetrinum eða ekki. Vist er, að hann gengur af hinum grynnri svæðum grunnanna, en ég' er sjálfur þeirrar skoð- unar, að það sé fiskur allt árið á vestur- brúnum grunnanna. Og ég held t. d., að lúðan, sem veiðist út af Holsteinsborg, fari ekki langt, heldur vestur á við út á meira dýpi, þar sem er nægilega heitt fyrir hana, og sé þar að vetrinum eins og flestar lif- andi skepnur sjávarins gera (aðrir fiskar og krabbadýr). Það er ástæða til að halda, að ásigkomu- lag líkt því, sem greint hefur verið frá á þessum grunnum, hæfi einnig á grunnin lengra í suðri, allt suður að suðurodda Grænlands, með þeim mismun, að hinn kaldi Austur-Grænlandsstraumur er öflugri þar, og nær lengra niður því lengra sem i suður dregur. Meðal fiska þeirra, sem við veiddum á línu var lúða (flyðra og grálúða), þorskur, skata, steinbítur (skjöldóttur og svartur), ýsa og grænl. hákarl. Innihald maganna benti á nærveru mikillar mergðar af sand- koía, rækjum, ýmsum tegundum af kröbb- um, litlum kolkrabba, Ammodytes og Nal- Jotus, auk þess ýmsar tegundir af margs- kyns skelfiski. í sambandi við þessar upplýsingar, sem herra Baldersheim hefur gefið, gelum við

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.