Ægir - 01.03.1948, Page 4
58
Æ G I R
Insulin unniá úr hval.
ætti að mynda sjóð til að standa straum af
greiðslunum og eftir hvaða reglum þeim
skyldi skipt. Gefi friðunin þá raun, sem
menn vona, ættu þær erlendar þjóðir, sem
telja sig eiga tilkall til skaðabóta, að fá liall-
ann bættan að einhverju leyti í aukinni veiði
á öðrum fiskislóðum við landið.
Viðvíkjandi framkvæmd á friðun flóans
og þeim samningum, sem gerðir yrðu, telur
Árni að tvö ár þurfi að líða frá því samn-
ingar hafa verið staðfeslir og þangað til
friðunin hefst. Þessi tími er óhjákvæmileg-
ur til þess að þeir menn, sem byggt hafa
útgerð sína á botnvörpu og dragnótaveið-
um í flóanum, geti komið sér fyrir með út-
gerð sína á annan hátt og til þess að geta
gert nákvæmar rannsóknir í flóanum til
samanburðar á því sem verður, þegar frið-
unin er komin á. Tvö gæzluskip þurfa að
vera í flóanum meðan á friðuninni stendur,
annað ísl. en hitt erlent, og mætti hugsa sér,
að erlenda skipið væri til skiptis frá þeim
þjóðum, er einkum hafa veitt í flóanum.
Nokkrar hljóð- og ljósbaujur þyrfti að setja
i beinni línu frá Garðskaga í Malarrif, en
af þeirri línu takmarkast friðunarsvæðið.
Að friðun lokinni þarf að vera hægt að
sýna greinilega liver árangurinn hefur orð-
ið, hvort sem hann kann að reynast jákvæð-
ur eða neikvæður. Þungamiðja rannsókn-
anna yrðu tilraunir með botnvörpu á nokkr-
um völdum stöðum í flóanum og einnig
utan hans. A þennan liátt yrði fylgst með
fiskmergðinni í flóanum og í öðru lagi
vaxtarhraða nytjafiska, sem þar yxu upp.
í sambandi við þær rannsóknir yrðu gerðar
reglulegar rannsóknir á botndýralífinu til
þess að ganga úr skugga um, livort stofn-
arnir yrðu of þéttir, sem myndi birtast í
minnkuðu botndýralífi og lækkuðum árs-
vexti. Merkingar yrði að gera í stórum stíl
á ýmsum tegundum fiska, fyrst og fremst
í Faxaflóa sjálfum, en auk þess á ýmsum
öðrum völdum stöðum hringinn í kringum
lancþð, til samanburðar. Svifrannsólínir
yrði einnig að framkvæma svo og að fylgj-
ast með því aflamagni frá ári til árs, sem
fengist í net og á lóð í flóanum.
Síðastl. vetur starfaði yfirlæknirinn H.
C. Hagedorn um borð í hvalaverksmiðj-
unni „Thorshavet“, en það var í Suðuris-
hafinu. Erindi læknisins var að rannsaka,
hvort takast myndi að vinna insulin úr
kirtlum, sem eru í búk hvalsins. Sérstök-
um áhöldum var komið fyrir í skipinu til
þess að hægt væri að framkvæma þessar
rannsóknir. Enn hefur ekki frétzt um á-
rangurinn.
Aðalkostnaðurinn við friðun flóans yrði,
ef komist verður lijá skaðabótagreiðslunni,
i sambandi við gæzluskipin og rannsókn-
irnar, og væri sjálfsagt, að um það væri á-
kvæði í fyrirhuguðum samningum. Til þess
að vinna úr rannsóknargögnunum þyrfti
margt fólk og er sú leið hugsanleg, að skipta
rannsóknarefnunum niður á fiskrannsókn-
arstofnanir í Evrópu, þannig að hver sér-
l’ræðingur fengi verkefni i samræmi við
sína sérgrein.
Hvort sem framkvæmd friðunarinnar
yrði sem hér greinir eða með öðruin liætti,
er nauðsynlegt að fá þessu máli ráðið til
lykta sem fyrst. Hér er um mjög merkilega
tilraun að ræða, sem hvergi liefur verið
reynd annars staðar í heiminum og gæti
hún vel orðið til þess, að friðuð yrðu mörg
fleiri svæði, ekki eingöngu hér við land
lieldur víða um heim. Að lokum skal þess
getið, að friðunaríminn er ætlaður 10 ár og
síðan 5 reynsluár, til þess að ganga frá nið-
urstöðum rannsóknanna. Komi þá í ljós,
að árangurinn liafi orðið jákvæður, kemur
til athugunar að friða flóann fyrir fullt og
allt fj'rir botnveiðarfærum.
* L. K.