Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 21
Æ G I R 75 Stcypireyður er stœrsta skepna heimsins. Hún getur ucgið eins mikið og allir ibúar i tvö þús. manna bœ. Hvað vitum við um hvalinn? Sandefjord er, eins og margir vita, aðalmiðstöð norska hvalveiðiflotans. A samkomu, sem nýlega var haldin þar, flutti dr. phil. Arne Odd John- sen erindi um lwalinn. Það vakti allmikla athijgli og hafa ýmiss norsk blöð flutt útdrátt úr þvi. Hér fer á eftir útdráttnr sá, sem birtist i Norges Handcls og Sjöfartstidende. Fyrirlesarinn byrjaði á því að gefa stutt sögulegt yfirlit yfir hvalveiðarnar og greina frá því, hvað valdið hafi, að menn hafi lagt sfund á að veiða þessar skepnur í margar aldir. Þá greindi hann frá lifnaðarháttum hvalsins og sagði í því sambandi m. a. frá þvi, að í maga á steypireyði hefði fundist inn ein smálest af smádýrum líkum rækj- um. Ferðalög hvalsins þekkja menn enn ekki til hlítar, en þó er vitað í höfuð- dráttum um hvaða slóðir hann fer. Hvalir úr norðurhöfum fara t. d. aldrei til suður- hafa né gagnstætt. En þrátt fyrir það eru það engar smávegalengdir, sem hvalirnir hxra árlega úr köldum sjó i heitan og svip- aða leið til baka. En erindi hvalsins í heita sjóinn er að ala kálfana þar. Margt bendir lil þess, að hvalirnir fari sömu leiðirnar ar eftir ár og vitað er um sumar hvalateg- undir, að þær fara þessar ferðir mjög i'eglulega. Gerðar hafa verið tilraunir með að merkja hvalinn með þeim liætti að skjóta i hann siná málmörvum. Menn vænta þess, að merkingarnar gefi fyllri vitneskju um ferðalag hvalsins og jafnframt fáist þá nánari vitneskja um viðkomu hans og um áhrif veiðinnar á stofninn. Hvalurinn á kálf í mesta lagi þriðja hvert ár, eða svo er því háttað um langreyðina og steypireyðina, en hnúfubakur á tvo kálfa á þriggja ári fresti. Af þessu er Ijóst, að viðkoma hvalsins er mjög takmörkuð. Menn vita ekki gjörla, hve gamall hvalurinn verð- ur, en ætlað er, að meðalaldur lians sé 20 -30 ár. Þessi meðalaldur hefur þó tvímæla- laust lækkað seinni árin sökum hinnar miklu veiði. Menn hafa reynt að gera sér grein fyrir hvalafjöldanum í sjónum og eru komnir á þá skoðun, að hann hafi naumast <>rðið meira en ein miljón. A árunum 1869—1919 voru drepnir 236 þús. hvalir, um 200 þús. hvalir á timabil- inu 1920—1929 og um 386 500 hvalir á ár- unum 1930—1939, eða alls um 800 þús. livalir á þessum 70 árum. Það er 38 600 hvalir að meðaltali á ári. Um það er ekki að villast, að slík veiði gengur of nærri stofninum. Og skýrslur sýna, að veiði óþroskaðra hvala fer stöðugt í vöxt. Afli Iivers hvalbáts minnkaði stöðugt á árunum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.