Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1948, Qupperneq 7

Ægir - 01.03.1948, Qupperneq 7
Æ G I R 61 Þetta bendir til þess, að síldin hafi haldið á aðrar slóðir en venjulega, en milli þess og stærðar síldarstofnsins getur verið sam- hengi. Sildareggin sökkva til botns eftir hrygn- ingu og límast föst, þar sem þau ná festu. Sé um mjög mikla hrygningu að ræða á einhverju hrygningarsvæði mynda eggin þykkt lag i botninum. Það hefur sýnt sig, að aðeins þau efstu klekjast út, hin, sem undir liggja, kremjast og deyja. Því stærra sem hrygningarsvæði síldarinnar er þvi dreifðari verða eggin og séu botn- og dýpt- arskilyrðin hagstæð fyrir klakið hækkar hundraðstala þeirra eggja, sem ná að klekj- ast út. Ef síldargöngurnar, sem að jafnaði leita upp að Noregsströnd eða nálægum svæðum til að hrygna, taka aðra stefnu, lenda þær á öðrum svæðum, þar sem skil- yrði fyrir klakið geta verið óhagstæð. Hrygningasvæðin geta verið svo litil, að að- eins lítill hluti af eggjunum klekjist út. Rotnlagið og dýpið getur verið óhagstætt. Og þegar að því kemur, að ungviðið fer að berast með straumunum, getur svo farið, að það lendi, þar sem skortur er á fæðu. Ef slik breyting á leið hrygningarsíldar- innar dregur úr þroskamöguleikum eggj- anna og ungviðsins, hlýtur það að hafa á- hrif á stofninn. Viðkoman verður minni og smám saman lagar stofninn sig eftir hinum nýju heimkynnum og vöxtur hans eða stærð verður i samræmi við þau. Margt bendir til þess, að það sé einmitt þetta, sem skeð liafi á árunum 1875—1885, þá er síldin hvarf frá norsku ströndinni. Þegar síldin birtist þar aflur, voru það mjög óverulegar göngur til að byrja með. Helzt er svo að sjá, að það hafi tckið stofn- mn 10—15 ár að ná sér að nýju. En svo skeði það, sem hóf síldarstofninn til þess vegs, sem áður var. Árið 1904 kom til sög- unnar sterkasti árgangur, sem menn liafa spurnir af, siðan rannsóknir hófust. Síðan 1910 hefur hans eða afkomenda hans gætt 1 veiðinni, og frá þeim tíma hefur norski síldarstofninn haldið i horfinu. En nú spvrja menn, hvort svo muni verða framvegis. Eins og áður er sagt hefur það reynzt eins konar viðvörun um að norsku síld- veiðitímabili væri að ljúka, að síld byrjar að ganga upp að ströndinni við Bohuslán. En reglan hefur verið sú, að sænska síld- veiðin byrjaði nokkru áður en henni lýkur við Noreg. Ekki ber að líta á þetta fyrir- brigði þannig, að norska síldin sæki í aukn- um mæli að strönd Sviþjóðar. Enginn skyl i- leiki virðist vera með síldinni við Noreg og síldinni við Bohuslán og þær aðstæður, sem virðast óhentugar norsku síldinni, reynast hentugar sænsku Norðursjávarsildinni. Norski síldarstofninn hverfur ekki allt í einu. Einn árgangur verður ríkjandi i stofn- inum í mörg ár, en þegar viðkoman minnk- ar, deyja gömlu árgangarnir smám saman út. Þeir endurnýjast ekki af nýjum árgöng- um og stofninn minnkar því stöðugt. Svipað fyrirbrigði og við höfum hér rælt um í sambandi við síldina á sér einnig stað í sambandi við þorskinn. En hvað hann áhrærir virðast tímabilin vera styttri og að- dragandinn að aflaleysinu lengri. Ég ætla, að það muni þykja hjákátlegt að bera þá spurn í munn sér, hvort síldar- og þorskstofninn sé að bresta, á sama tíma og aflafengurinn sýnir, að um metveiði er að ræða. En ekki væri heldur rétt að þegja um þau fyrirbrigði, sem rætt liefur verið um hér að framan, þvi að þau geta, þólt þau verði ekki að veruleika nema að nokkru leyti, haft geigvænlega þýðingu fyr- ir fiskveiðar okkar. Það er til uppörvunar fyrir okkur að lesa ályktanir G. O. Sars prófessors, sem hann gerði 1873, þá er hann var krafinn skýringa á þvi, hvernig því viki við, að sildin hyrfi. Fiskirannsóknir voru þá á byrjunarstigi, og Sars varð að benda til lausnar framtið- arinnar á þessari ráðgátu. En hann benti einnig með dæmafárri getspeki á ýmiss at- riði, sem menn vita nú, að hafa mikla þýð- ingu fyrir aukinn skilning á því stórkost- lega fyrirbæri, sem síldveiðitímabilin eru.“

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.