Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 10
64 Æ G I R skip er 2905 smálestir brúttó, „deadweight“. Smálestatala fyrsta Goðafoss var 1475 smál., annars um 2000 smál., og hins þriðja 2700 smál. Rúmmál lestarrúmsins var 67 500 ten- ingsfet í fyrsta Goðafossi, en 77 þúsund teningsfet í öðrum Goðafossi, lestarrúm þessa nýja Goðafoss er hins vegar um 150 þúsund teningsfet. Vélin í fyrsta Goðafossi var um 750 hestöfl, í öðrum Goðafossi var hún urn 1000 hestöfl, en í þessu skipi, sem er mótorskip, er hún 3700 hestöfl. Gang- Jtraði fyrsta Goðafoss var 10 mílur, annar Goðafoss gekk 11 mílur, en hinn nýi Goða- foss mun ganga 15 mílur. Pyrsta mótorskipið. Hingað til hafa öll þau skip, sem Eim- skipafélagið hefur átt, verið gufuskip, en nú hefur orðið sú breyting á, að Goðafoss og þau önnur skip, sem samið hefur verið um byggingu á, auk hins nýkeypta „Trölla- foss“, eru mótorskip. Mótorskipin hafa í seinni tíð injög rutt sér til rúms, enda eru þau að ýmsu leyti lientugri heldur en gufu- skipin. Skipaeign Eimskips. í stríðsbyrjun átti Eimskipafélagið 6 skip, samtals 9400 D. W. smálestir. í stríðinu inissti félagið 3 skip (Gullfoss, Goðafoss og Dettifoss), en kevpti 2 skip (Fjallfoss og Reykjafoss). Áður en nýju skipin bættust í liópinn, var skipaeign félagsins 5 skip, samtals 8270 D. W. smál. Á þessu og næsta ári er gert ráð fyrir að flotanum bætist 5 skip, samtals 14950 D. W. smál. Aukning kaupskipaflota félagsins nemur því um 160%, ef miðað er við skipaeign félagsins eins og hún var fyrir stríð, en um 180% eins og hún var 1947. Naumast verður því með sanngirni sagt, að Eimskipafélagið liafi haldið að sér höndum eftir stríðið og ekkert aðhafsl. Búið öllum nýtízku tækjum. Eg sé ekki ástæðu til að þreyta háttvirta áheyrendur á að lesa hér upp nákvæma lýs- ingu af Goðafossi. Hún hefur þegar birzt í blöðum og útvarpi og nú hafa fréttamenn útvarps og blaða átt kost á að skoða skipið og vænti ég þess, að þeim finnist ástæða lil að skýra þjóðinn frá hvernig þeim kem- ur skipið fyrir sjónir. Ég vil þó aðeins geta þess, að skipið er búið öllum hinum nýjustu og beztu sigl- ingatækjum, lil aukins öryggis á siglingu, svo sem réttvisandi „Gyro“-áttavita, botn- loggi, miðunarstöð o. s. frv. Þá mun verða sett Radartæki í skipið, þegar kostur er á. Loks vil ég geta þess, að sérstakur sjúkra- klefi er í Goðafossi. Undanfarin ár hefur skipakostur Eim- skipafélagsins revnst allsendis ónógur til þess að fullnægja flntningaþörf þjóðarinn- ar. Af þessum ástæðum hefur félagið orðið að taka alhnörg skip á leigu, en oft liefur reynst erfitt að fá henlug skip og i mörgum tilfellum hafa skipaeigendur algerlega neit- að að gefa samþykki til að skipin kæmu nema á beztu aðalhafnir á landinu. Hefur þetta oft valdið tilfinnanlegum erfiðleikum. Ég vil taka það fram hér, að það er ein- lægur vilji stjórnenda Eimskipafélagsins að takast megi í framtíðinni að fullnægja sanngjörnum kröfum landsmanna um hent- ugar og góðar samgöngur á sjó, bæði að þvi er snertir millilandasiglingar og strandsigl- ingar. Ég vil benda á, að hin nýju skip fé- lagsins, auk Brúarfoss, geta árlega flutt til útlanda um 70 þúsund smálestir af hrað- frystum fiski, auk þess kjöts, sem líkur eru til að flutt verði lil útlanda. Eftir að nýju skipin hefja siglingar ætti skipastóll félags- ins að nægja til flutnings á öllum aðkeypt- uin erlendum varningi, að undanskildum kolum, salti, sementi og timbri. Stærð Goðafoss, lestarrúm, ganghraði og farþegarúm var ákveðin samkvæmt tillög- um framkvæmdastjóra félagsins. Teikning- ar skipsins voru gerðar af Burmeister & Wain, en nokkrar breytingar voru gerðar á upphaflegu teikningunum, aðallega eftir tillögum formanns félagsins Eggerts Classen -og Sigurðar Péturssonar, skipstjóra, sem báðir hafa lagt feikna vinnu í að gagnrýnn og bæta teikninguna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.