Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1948, Page 25

Ægir - 01.03.1948, Page 25
Æ G I R 79 bætt því vnð, að við höfum fengið ujiplýst, að veiði þessara ára var sem hér segir: Árið 1926 voru notaðar 24 vélar-doríur. Er þær voru að fiska, reyndu þær ætíð að forðast þá staði, þar sem þorskur reyndist 'era fyrir, þar sem ætlun þeirra var að veiða lúðu. f>að veiddust 1300 smál. af lúðu. Af þorski voru flött og söltuð 300 smál. Það er liklegt, að hinn verkaði fiskur hefði numið mörgum sinnum 1300 smál., ef bátarnir hefðu verið að veiða þorsk. Árið 1927 veiddu þær 40 doríur, sem notaðar voru, 3000 smál. af lúðu. Auk þess var mjög mörgum smál. kastað daglega vegna þess, að fiskurinn var of grófur eða ónóthæfur af öðrum ástæðum. Enginn þorskur var hirtur, þótt kynstur af þessari fisktegund væri fyrir hendi eins og 1926. Árið 1928 voru um það hil 60 doríur, og um það bil 56 af þeim voru notaðar við veiðina. Veiðin varð um 4000 smál. af lúðu og um 300 smál. var kastað. Allt var gert, sem hægt var, til að komast bjá því að veiða þorsk, en þrátt fyrir það varð að kasta heilmiklu af honum. Um það bil 800 -—900 smál. af söltuðum þorski voru flutt heini frá miðunum. Á fyrsta og öðru árinu hélt lúðan sig mest efst uppi á grunnunum, en síðasta árið var hún aðallega í höllunum á 80—100 faðma dýpi. Meðalþungi hverrar lúðu, er veiddist þessi þrjú ár, var 18—20 kg; ef til vill örlitið lægri síðasta árið."1) Eg er ekki á því, að heiti Golfstraums- sjórinn brjótist inn yfir grunnin út af Eystribyggð og fylli firðina þar með heit- 11 ni Golfstraumssæ. Þar á móti er líklegt, að sjórinn blandist eitthvað, fjTst og fremst vegna strauma flóðs og fjöru o. fl. En það er gefið mál, að þegar íslaust er orðið út af Eystribyggð, hlýtur sólarhitinn að áorka miklu til að hita upp hin efri lög sjávarins svo langt í suðri. En annað mál er það, 1) IJýtt úr Conseil permanent international pour 1 exploration de la mer, Rapports et Procés-ver- l>aux des réunions, volunie LVI. að flestir firðirnir í Júliönuvonarhéraði eru svo djúpir allt út að hafdjúpinu, að Golf- straumssjórinn flýtur inn í þá undir Aust- ur-Grænlandsstraumnum, og eru þeir því með volgum sjó er komið er niður á 200 metra dýpi. Þessar löngu greinar úr heita sjónum hljóta að verka í þá átt, að hita Austur-Grænlandsstrauminn að neðan og blanda honum Golfstraumsvatni. Þannig mun standa á því, að þorskveiði er i Júlí- önuvonarhéraði stunduð allt árið. En fyrst þorskur heldur sig í volga botnsstraumn- um í Júlíönuvonarhéraði og út af því, hví skyldi hann þá ekki gera hið sama í álun- um milli grunnanna norðar og í vesturhöll- um þeirra þar? Það er algild regla, að hvar sem lífsmöguleikar eru á þessari jörð og hægt er að komast að því nota þá, þar eru þeir notaðir. í áðurnefndum „Rapports et proeés-verbaux des réunions“, vol LXXII (1931) segja þeir Adolf S. Jensen og Paul M. Hansen, að þorskmergðin sé nú orðin svo mikil „að þorsktorfanna hafi einnig orðið vart í hinum djúpa sæ fjarðanna og hinum löngu álum fram úr þeim, og hann gengi upp að ströndinni þegar í marz og apríl og hleypti af stað fiskveiðum og at- vinnu“. Á Öðrum stað í sömu ritgerð segja Jiessir síðastnefndu höfundar: „Það er vel kunnugt, að þorskurinn gengur heldur seint upp á grunnin í Suðurbotni, Jietta frá byrj- un júní til loka þess mánaðar eða byrjun júlí. Að hann hlýtur að koma fyrr að næsta nágrenni við grunnin er augljóst af þeirri slaðreynd, að í rannsóknarför „Dönu“ í júní 1925 fundu þeir hrogn, augljóslega nýgotin, yfir og rétt fyrir utan grunnin, en enginn þorskur fannst á grunnunum. Samt veiddust nokkrir Jiorskar á suðurbrún Litla lúðug'runns, sem höfðu í maganum d júpsævarfisk (scopelidis) og höfðu þannig augljóslega gengið úr miklu dýpi upp á Iirúji grunnsins. Enn frem- ur mætti vísa í fiskitilraun vélbáts á Rangafjarðargrunni 11. júní 1927 er ekki varð var við fisk á 50 föðmum og grynnra, en á .sama tíma fékk „íslands Falk“ mikinn afla á ca. 90 faðma dýpi“,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.