Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1948, Qupperneq 14

Ægir - 01.03.1948, Qupperneq 14
68 Æ G I R Síldveiði og hvalastöávar. „Svend“, skipi prófastsins í Görðum, byrjar sjómannsævi lians. Minnir frásögn hans af ýmsu, sem hann sá og kynntist á því skipi, á suma beztu skútukafla Sigurðar irá Balasharði. — Matthías lýkur prófi i Stýrimannaskólanum, fer utan og kemur heim og er skipstjóri á ýmsum skipum. lrm tíma er hann búsettur á Seyðisfirði og hregður upp skemmtilegri mynd af lífinu í kaupstaðnum, atvinnuháttum þar og ýms- um mönnum, sem helzt komu þar við sögu. Þá voru fæðingarhríðir togaraaldarinnar að liefjast, og er ekki ómerkilegt að kynn- ast því, sem þá gerðist á Seyðisfirði í þvi sambandi. Siðan starfar Matthías í 10 ár sem leiðsöguinaður á dönskum mælinga- og landgæzluskipum við ísland. Á þeim árum her margt fyrir augu hans og eyru, sem er frásagnarvert, og leiðir hann les- andann í kynni við margt af því. — Hann undirbýr vélbátaútgerð í Sandgerði, stjórn- ar henni fyrst fyrir útlendinga, en eignast síðan verstöðina sjálfur og hefur mikið um- leikis. Veit ég -ekki til, að annars staðar sé að fá meiri vitneskju um upphaf Sand- gerðis sem vélbátaútgerðarstöðvar en í end- urminningum Matthíasar, enda er hann þar nákomnari til frásagnar en nokkur annar. Lýsing hans á Akranesi fyrir rúmlega liálfri öld er einnig fróðleg. Síðast en ekki sizt nefni ég þætti þá, er hann ritar um ýmsa þá menn, sem um þetta leyti komu helzt við sögu í ísl. sjávar- útvegi. Má af þeim nefna Trjrggva Gunn- arsson, Geir Zoéga, Thor Jensen, Jón Ólafs- son og Magnús Magnússon. Bregður hann upp vel gerðum inyndum af þessum inönn- um öllum, auðugum af lífi og tilbrigðum, svo að flestir kynnast þeim nánar og betur en áður. Sjálfur hafði Matthías mikil per- sónuleg kynni af þessum mönnum og þarf því ekki að fara í smiðju til annarra til að lýsa þeim. Mikill fjöldi mynda prýðir ritið. Ég hef. með þessum línum viljað vekja athygli á endurminningum Matthíasar frá Móum. Þær verðskulda það að verða mikið keyptar og lesnar. Einkum vil ég benda sjó- Nokkur hlaðaskrif hafa orðið um það, livort sildveiði spillist í nánd við livala- slöðvar. Upphaf þessara umræðna var grein i Morgunblaðinu eftir Matthías Þórðarson fyrrv. ritstjóra, þar sem hann henti á, að vegna áhrifa frá hvalastöðinni í Hvalfirði gæti svo farið að veiði spilltist í firðinum. Hafa ýmsir látið í ljós sömu skoðun og Matthías, en aðrir verið á öndverðum meið og talið ástæðulaust að óttast það, að á- hrifa frá stöðinni myndi gæta að nokkru í sambandi við síldargöngur eða síldveiði i firðinum. — Það er í senn fróðlegt og gagnlegt í þessu máli að kynnast sjónar- miðum sem flestra og þá ekki sízt þeirra, sem af eigin reynslu geta um það rætt.Ný- iega átti ég þess kost að tala við aldraðan Vestfirðing, sem dvaldi fjölmörg ár í nánd við tvær hvalastöðvarnar á fjörðunum og stundaði síldveiði á þeim slóðum í nær þrjá áratugi. — Þessi maður er Ásgeir I. Ás- geirsson frá Kleifum í Seyðisfirði við ísa- fjarðardjúp. Ásgeir er fæddur á Kleifum árið 1879, en fluttist ungur með föður sínum, Ásgeiri hreppstjóra, að Svarthamri í Álflafirði, en í þeim firði voru tvær hvalveioistöðvar, önnur á Langeyri, en liin á Dvergasteini. Langeyrarstöðin var eldri og var byrjuð. starfrækslu fyrir nokkrum árum, þá er Ás- geir fluttist i Álftafjörð. Lengi vel veiddu ekki nema einn og tveir bátar fyrir Lang- eyrarstöðina og flestir urðu þeir þrir. mönnum á að láta bók þessa ekki fram lijá sér fara. Hafi Malthías þökk fyrir þau tvö bindi, sem komin eru. L. K. j

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.