Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Síða 15

Ægir - 01.03.1948, Síða 15
Æ G I R 69 Dvergasteinsstöðin var stærri og veiddu ætíð fleiri bátar fyrir liana. Nú skal vikið að því, hvernig staðhættir eru, þar sem ytri hvalastöðin stóð. Lang- eyrin skagar fram í miðjan fjörðinn og er mjög aðdjúpt við hana. Eftir miðri eyrinni liggur hár hryggur og veilir hann skjól fyr- ir vindinum, sem stendur inn fjörðinn. Þótt mikill sjógangur sé utan við eyrina, er oftast lygnt sem á heiðartjörn innan við hana, sérstaklega þegar vindur er utanstæð- ur. Sólfar er þarna mikið á sumrum og brennandi hiti, sérstaklega á eyrinni innan- verðri, því að utankulið nær ekki til að draga úr honum. En bræðsluhúsin stóðu á miðri innanverðri eyrinni í skjóli af malar- bryggnum. Brvggjurnar voru niður af hús- unum, þá var þar einnig plan, sem hvalur- inn var skorinn á. Ekkert var hirt af hvalnum nema spikið, rengið og undanfláttan, en það er kjötið af hálfum kvið hvalsins. Hinu var öllu fleygt í fjöruna eða sjóinn. Þó höfðu hvalveiða- menn þann liátt, að skera kjötið af beinun- um og þessar þjósur voru að flækjast um allar fjörur þarna í nánd. Oft voru hval- irnir orðnir gamlir, þegar þeir voru skornir, böfðu stundum legið döguin saman þarna i fjörunni í brennandi sólarhita. Einkum agerðist það eftir að hvalurinn veiddist ekki lengur í námunda við firðina, því að þá var tekið upp það fyrirkomulag að láta gufuskip draga hvalina til lands og kom það þá oft með marga í einu, og var þá stundum langt um liðið frá því að þeir fyrstu liöfðu verið skotnir. Þegar hvalur- inn var skorinn i sólarhitanum, rann mikið af lýsi úr honum í sjóinn og varð að flot- skjöldum, sem ráku um allan fjörð. Blóð- ýldan strevmdi í sjóinn og litaði fjörðinn innan við eyrina. Allur sá úrgangur, sem íéll til við hvalskurðinn myndaði stæka Pest og ýldu í innanverðum firðinum, en þó langmest í námunda við hvalastöðvarnar. Botninn var allur litaður af grút og hélzt svo í mörg ár eftir að hvalveiðarnar hættu. Bugurinn fyrir framan Langeyrarverksmiðj- una var hrannaður af rifbeinum. Meðan livalþjósunum var fleygt í sjóinn var ekki ótítt, að kindur dræp.ust af eitrun, sem staf- aði af hvalkjötsáti. Eitt sumarið missti fað- ir Ásgeirs 48 af 50 kvíaám úr slíkri pest.. Eftir það var bannað að fleygja kjötinu í sjóinn og var því þá safnað í stauragirð- ingar í fjörunni og siðar komið fyrir i geysimiklum gryfjum uppi á eyrinni. Lítil- lega var unnið af mjöli úr kjötinu í báð- um verksmiðjunum, en þó voru það að- eins smámunir, sem fóru til þeirrar fram- leiðslu, miðað við þau gevpikynstur, sem til féllu. Frá því Ásgeir man fyrst eftir sér var síldveiði stunduð í Álftafirði, reyndar ekki í stórum stíl framan af, því að ekkert var bægt að gera við síldina nema nota liana lil beilu jöfnum höndum og bún veiddist. Þegar íshúsin komu, varð á þessu brej’t- ing, því að þá fóru ýmsir að gera það að atvinnu að stunda síldveiðar. Síld var jafn- aðarlegast í Álftafirði frá því snemma á vorin og fram á haust, og var það aðallega vorsíldin, sem veidd var og baustsíldin einnig nokkuð. Á vorin veiddist tóm smá- síld, en á sumrin gekk millisíld og stórsíld á haustin. Nú liefði mátt ælla, ef sú kenning er rétt, að síldin fældist pestina og grútinn frá hvalastöðvum, sem er nú orðið hverf- andi miðað við það sem áður var, að þá hefði lítil sem engin sild gengið í fjörðinn og sízt af öllu komið nálægl hvalveiðistöðv- unum. En reyndin var nokkur önnur. Síld- in í Álftafirði var um allan fjörðinn, en þó misjafnlega mikil eftir því hvar var í firðinum. Langmest var hún þó ætíð i nánd við hvalastöðina á Langevri og það þau árin, sem stöðin starfaði, einmitt þegar nið- urburðurinn var sem mestur, ýldan og ó- þrifnaðurinn. Á vorin var aðallega veitt í lagnet og var öðrum endanum fest í bryggjurnar, en stjóri og dufl baft á hinum. Eitt sumarið sendi Ásgeirsverzlun menn inn á Langeyri til þess að stunda síldveiði með þessum hætti og höfðust mennirnir við í tjöldum á eyrinni. Stundum hélt síldin sig helzt

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.