Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 6
60 Æ G I R Ég held, að undan því verði ekki komist að líta á þessar einföldu staðreyndir. El' svo reyndist, að um undantekningu væri að ræða frá þeirri 10 alda fyrirmynd, sem við höfum, myndu allir fagna því, en sækli í sama horf og áður, þætti mér ekki undar- legt, þótt ýmsir litu döprum augum til framtíðarinnar, ekki sízt, ef við gerðurn ekkert til þess að búa okkur undir breyt- inguna. Það er því ekki að ófyrirsynju að fjallað sé um þetta mál. Það hefur nokkra þýðingu fyrir þessar umræður að rekja stuttlega þær breytingar í norskum síldveiðum, sem orðið hafa á öldinni sem leið og það sem af er þessari. Síðasta síldveiðitímabilið hófst nálægt 1808. Veiðin bar öll einkenni venjulegrar vorsíld- arveiði og var nær eingöngu í syðri vor- síldarhéruðunum, þ. e. a. s. í Norður-Hörða- landi, Suður-Hörðalandi, Rogalandi og á Vestur-Ögðum. Um 1850 byrjaði einnig vor- síldarveiði i syðri vorsíldarhéruðunum, þ. e. a. s. i Sogni, Fjörðum og á Sunmnæri. Smánr saman dró úr þessari veiði og urn 1870 var henni lokið. Um líkt leyti og tók að draga úr vorsíldarveiðinni, eða um 1860, varð vart mikillar stórsíldargöngu upp að ströndum Norður-Noregs. Þessi síld var veidd á tímabilinu september til janiiar. Fullvíst er, að þessi síld hvarf frá strönd- inni án þess að hrygna. En þessari veiði lauk skjótlega. Á árunum 1875—1885 sást ekki sild við strendur Noregs, en hins vegar er sagt, að menn liafi orðið varir við síld langt á hafi úti. Vorsíldarveiðin byrjaði aftur á árunum 1885—1890 og hefur æ siðan haft mikla þýðingu fyrir sjávarútveg Norðmanna. Stór- síldarveiðin, sem byrjaði í Sogni og Fjörð- um samtímis vorsildarveiðinni, færðist smárn saman norður með ströndinni og þar var hún mest stunduð fram undir 1920, en þá dró úr henni þar, en hins vegar jókst liún aftur sunnar, í Sogni, Fjörðum og fyrir Norður-Hörðalandi, og þar hefur aðalstór- sildarveiðin verið síðan. Þetta stutta yfirlit sýnir, að þótt síldin hafi komið árlega upp að norsku strönd- inni síðan 1885, hefur hún þó verið mjög hreytileg að því er snertir tima, stað og teg- und. Með þetta í huga er rétt að gera sér grein fyrir hugtakinu vorsíld og stórsild. Merking sú, sem menn leggja í þessi hug- tök, er misjöfn, en reyndin er sú, að hvorki fiskimenn né vísindamenn vita með vissu, hvort stórsíldin og vorsíldin er sama teg- undin. Tengslin milli vor- og stórsíldar má að vissu leyti skilgreina þannig: Stórsíldin kemur úr norðlægari átt upp að ströndinni en vorsíldin, og hún kemur síðla árs og er þá ekki komin að því að hrygna. Hún hverfur frá ströndinni án þess að hrygna og ósennilegt er ekki, að hrygningastöðvar hennar séu á Víkingbankanum og á Tampen. Vorsíldin kemur upp að ströndinni úr suðlægari átt en stórsíldin, hún er síðar á ferð og hrygningastöðvar liennar eru við ströndina. Sennilega er ekki ótvíræður skils- munur á vor- og stórsíldinni. Vel getur ver- ið, að stórsíldin dvelji lengur við ströndina en ýmsir ætla, blandist vorsíldinni og hrygni við ströndina eins og hún. Greinarmunurinn á stór- og vorsíldinni cr svo lítill og tvíræður, að hér eftir í þess- ari grein verður hvort tveggja flokkað und- ir eitt, til síldar, sem tilheyrir hinum stóra norska síldarstofni, er leggur leið sína úr Norska hafinu og nálægum höfum upp að ströndinni til að hrygna. En hver er orsökin til hinna miklu um- skipta í síldveiðinni? Við vitum, að stundum er fisksæld á mið- unum, en í annan tíma veiðist lítið eða eltk- ert. Því spyrja menn: Hvar heldur síldin sig, þegar hún kemur ekki á hin vanalegu mið ? Það er hægt að benda á tvær ástæður. Annað hvort hefur síldin farið á einhverjar nýjar slóðir eða hún er ekki til i jafn rík- um mæli og áður. Stofninn hefur minnkað einhverra liluta vegna og er ekki lengur nema brot af fyrri stærð sinni. Fullvist er það, að síldin kom ekki upp að ströndinni árin 1875—1885, og sagt er, að síldartorfur sæjust þá langt á hafi úti. /

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.