Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 9
Æ G I R
63
Goðafoss
kemur til lan ds
Þriðjudaginn 23. marz kom hið nýja skip
Eimskipafélagsins, Goðafoss, til Reykja-
víluir. Veður var hið ákjósanlegasta og var
skipinu heilsað með miklum fögnuði af þús-
undum bæjarbúa. Meðan skipið beið á yti i
höfninni var Pétur Björnsson skipstjóri
sæmdur stórriddarakrossi fálkaorðunnar,
en hann er nú elzti starfandi skipstjóri á
skipum félagsins. — Lýsing á Goðafossi
hefur áður birzt í blaðinu og verður þvi
ekki birt hér. — Þá er skipið hafði lagzt við
landfestar, fluttu þeir Guðmundur Vil-
hjáhnsson framkvæmdarstjóri félagsins og
Emil Jónsson siglingamálaráðherra ræður.
Eer ræða Guðmundar hér á eftir:
Til þess að sýna í stuttu máli, hvernig
þróunin hefur orðið í skipabyggingum Eim-
skipafélagsins, þykir mér rétt að gera nokk-
urn samanburð á þessum samnefndu
„Fossum“.
Háttvirtu áheyrendur!
Hér við hafnarbakkann í Reykjavík ligg-
ur nú, nýjasta stærsta, hraðskreiðasta, og
að því er ég hygg, vandaðasta kaupskip,
sem nokkurn tíma hefur verið byggt fyrir
Islendinga. Skip þetta er eign Eimskipafé-
lags íslands. Hefur því verið gefið nafnið
„Goðafoss“ og er þetta þriðja skipið, sem
félagið hefur gefið þetta nafn.
,,Goðafossarnir“ þrír.
Fyrsti Goðafoss var byggður 1915. Annar
fossinn með því nafni 1921 og hinn þriðji
á árunum 1946—1948. Lengd fyrsta Goða-
foss var 225 fet, annars 235 fet, en þetta
skip er 290 feta langt. Breidd tveggja fyrri
fossannna var 35 fet, en þessi er 46 fet á
breidd. Fyrsti Goðafoss var 1375 smálestir
brúttó, annar Goðafoss 1541 smál., en þetta
lirylli við að horfa á hina miklu rnergð
ungviðis af öllum tegundum, sem kemur
upp i hverju togi og tortímist, það sé mörg-
um sinnum meira að tölunni en það sem
þeir geta notfært og kallast afli. Ekki bætir
það upp viðkomuna.
Hinn góði afli hér við land og annars
staðar eftir stríðið síðasta mun stafa af þvi,
hve mikið af fiski hefur fengið að hrygna
i friði á fyrstu stríðsárunuin.
Einn af togaraútgerðarmönnunum kvað
svo að orði, að ef liægt væri að frjóvga
hrogn um borð í togurunum, þá væri sjálf-
sagt að hafa menn um borð, sem ekki gerðu
annað en að sinna þessu starfi, þann eina
mánuð, sem hrognin eru klakhæf.1)
Ól. Þórðarson.
1) Höf. þessarar greinar ritaði grein i Morgun-
blaðið 9. sept. 1947, er hann nefndi: „Má klelija út
milljörðum af þorski í Faxaflóa?" Þar rekur hann
m. a. efni greinar, er hirtist í 1. árg. Ægis um sama
viðfangsefni.