Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1949, Side 3

Ægir - 01.06.1949, Side 3
Æ G I R MANAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 42. árg. I Reykjavík — júní—júlí 1949 I Nr. 6—7 Samtök útvegsmanna. Útvegsmenn kunna ekki að vinna sam- an. í þeini herbúðum vill hver pota sér í þeirri trú, að hann geti með þeim hætti notið beztra kjara um kaup og sölu. Trúin á mátt kunningsskaparins, pólitísk sjálfs- hyggjusjónarmið og greiðasemi höndlar- ans er talin það evangelíum, sem útvegs- menn treysta öðru fremur á sér til halds. — Þannig hafa dómar margra verið um fé- lagshyggju útvegsmanna, dómurinn um hug þeirra til sameiginlegrar sjálfsbjargar og þannig er dónrur margra enn i dag. Víst er jiað rétt, að til skamms tíma var útvegsmönnum birgð sýn að því marki að leggjast á eina sveif í hagsmunamálum sínum, og þótt talsverð breyting hafi á orð- ið i þeim efnum hin síðari ár, skortir þó enn mikið á, að þeir noti sem skyldi lir- i'æði samvinnu og samtaka sér til fulltingis. Sá tími er ekki langt að baki, þegar út- vegsmenn í verstöðvum landsins áttu það einvörðungu undir mati kaupmanna, hve mikið þeir fengu fyrir afurðir sinar. Þeir Rrðu að lúta þeim kjörum, sein þeim voru boðin hverju sinni, án þess að hafa hug- mynd um, hvort þau væru í samræmi við markaðsverð á hverjum tíma. Og ætli ein- hver kannist ekki við dæmi þess, að út- vegsmenn, sem meiri háttar voru og áttu eilítið undir sér, fengu oft hærra verð fyrir sinar vörur heldur en hinir, sem baslinu 'oru háðir, og slikt átti sér jafnvel stað, þótt framleiðsla hinna síðarnefndu væri fremri að gæðum. Söm var sagan, að því er snerti kaup á vörum til útvegsins. Segja mátti, að það væri því alfarið komið undir réttsýni og sanngirni kaupmanna, hvort þeir, sem sjóinn stunduðu, fengu hlut sinn greiddan í samræmi við markaðsverð. Hvort verðið var í réttu hlutfalli við vinnu- stundafjöldann spurði yfirleitt enginn, né heldur liitt, hvort það nægði til að tryggja mönnum sæmilega afkomu. Ein stund lengur eða skeinur í beitufjöru, undir færi eða ár var algert aukaatriði og ef fiskverð- ið lækkaði eða fiskur gafst verr en miður, var skammturinn, í kropp og á, minnkað- ur. Fæstir voru að ómaka sig á því, að kanna, hvort færin og sallið í sínum kaup- stað var t. d. selt við sama verði og á ísa- firði eða Húsavík. Leit að slíkum saman- burði var út i bláinn, því að ekki fór út- vegsmaður í Keflavík að leita eftir slíkum varningi vestur i fjörðu eða norður á Húsa- vik, jiótt verðið kynni að vera hagkvæm- ara þar. Og ekkert þýddi að nöldra um það við Keflavíkurkaupmann, að saltskeffan á Húsavík væri ódýrari en hjá honum, því að hann svaraði aðeins: „Jæja góði, skrepptu þá norður og fáðu hana þar.“ Þótt jiað, sem hér hefur verið dregið fram, stingi mjög í stúf við jiað, sem nú tíðkast, er j)ó ekki lengra um öxl að lita en svo, að fleslir, sem komnir eru yfir miðjan aldur og slitu barnsskóm sínum i sjávarþorpum landsins, þekkja þessar myndir. Samstarf útvegsmanna hefur aukizt tals-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.