Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 6
92 Æ G I R Lifrarbrœðslan í Yestmannaeyjum. ]>á þá móti 1159 smál. A þessari fyrstu ver- tíð notaðist samlagið við gömul tæki, en fyrir næstu vertíð liafði vélsmiðjan Héð- inn sett alfarið upp nýjar vélar i bræðsl- una. Á síðastliðinni vertíð var sett olíu- kynding í bræðsluna. En árið 1940 kom samlagið sér upp eigin kaldbreinsunarstöð og er þar kaldhreinsað allt lýsi eyjamanna, einnig af tögurunum. Mest hefur samlagið tekið á móti til nýtingar á einni vertíð 1711 smál., en það var árið 1938. Á síðast!. vertíð var brætt þar um 1300 smál. af lifur. Mest hefur ver- ið brætt í bræðslunni 60 smál. á einum degi, en bræða mætti þar meira magn ef þess þyrfti með. Yfir vertíðarmánuðina vinna venjulegast 14 menn í bræðslunni auk verkstjóra, en fleiri, þegar kaldhreins- að er samtimis. Siðan 1940 hefur Peter Andersen verið verkstjóri hjá samlaginu. Fyrsta árið, sem samlagið starfaði, var greitt 17 aura fyrir kg af lifur, en 35 aura 1935. Hæst liefur verið greitt kr. 1.90 fyrir lifrarkilóið, en það var árið 1942. Síðastl. ár var borgað kr. 1.60. Mestur ársútflutningur samlagsins hefur numið 3 208 135 kr. fob., en það var árið 1944. Alls hefur samlagið selt lýsi fyrir 26 680 þús. kr. frá byrjun og til ársloka 1948, eða fyrir 1 667 þús. kr. að meðaltali á ári. Fyrsta starfsár samlagsins var reksturs- kostnaður þess 30.61% af andvirði lýsis- ins, en lægstur hefir hann orðið 20.69%. Úr lifrinni hefir jafnaðarlegast fengizt 56% af lýsi, en mest 62%, og var það árið 1937. Fyrstu stjórn samlagsins skipuðu: Jó- hann Þ. Jósefsson, Ólafur Auðunsson og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.