Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 15
Æ G I R 101 kasti. Na>sta ár ganga úr 3, þeir sem eftir silja. Enn fremur skulu kosnir 2 vara- stjórnendur til 1 árs í senn. Stjórnin kýs sér formann. Formaður kveður til stjórn- arfunda og stjórnar þeim. Stjórnarfundur er lögmætur, ef 3 stjórnarnefndarmenn eru mættir. Afl atkvæða ræður á stjórnar- fundum. Stjórnin skal lialda gerðabók og skulu fundargerðir undirskrifaðar af stjórnendum. Stjórnin boðar til félags- funda og undirbýr j)á, og annast öll störf milli funda. Hún leggur fyrir aðalfund til úrskurðar endurskoðaða reikninga fyrir næsta ár á undan. Hún hefur eftirlit með húsum, áhöldum og eignum félagsins og gætir hagsmuna þess í öllum greinum. Hún er sóknar- og varnar aðili í öllum mál- um félagsins. Undirskrift þriggja stjórn- enda skuldbindur félagið. Stjórninni er heimilt að gera leigusamn- ing eða kaupsamninga um húsnæði fyrir vinnslustöð félagsins og kaupa vélar og' önnur tæki. Sömuleiðis að veðsetja hús- eignir og lausafé félagsins. Laun stjórnarinnar skulu ákveðin á að- alfundi. 6. gr. — Stjórn félagsins ræður fram- kvæmdarstjóra og felur honum það af störfum sínum, sem henni sýnist. Hún gerir starfssamning við hann og semur um laun hans, sem og annarra starfs- manna. 7. gr. — Fundir skulu haldnir, þegar stjórninni þykir ástæða til. Skulu þeir boð- aðir með dags fyrirvara. Lögmætir félags- fundir hafa æðzta vald í ölluin málum fé- Jagsins, innan þeirra takmarka, er reglur þessar setja. Fundir eru lögmætir, ef á þeim mæta fulltrúar helmings atkvæðamagns félags- ins. Reynist fundurinn ekki lögmætur af þessum sökum, má boða til hans á ný og er hann þá lögmætur, án tillits til at- kvæðamagns fundarmanna. Fundum stýrir þar til kosinn fundarstjóri og lýsi hann yfir, hvort fundur sé lögmætur. Gerðabók skal haldin. 8. gr. — Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið. Reikningar félagsins skulu endurskoðaður af löggiltum endurskoð- anda, auk eins endurskoðanda kosnum á aðalfundi, og einum til vara. 9. gr. — Um atkvæðisrétt í félaginu fari þannig, að fyrir hverjar fullar 500 krónur af stofntillagi liafi félagsmaður eilt at- kvæði. Enginn félagsmaður má fara með meira en 15% af samanlögðu atkvæða- magni félagsins. Frá stofnfundi til næsta aðalfundar fari um atkvæðagreiðslu á fé- lagsfundum, svo sem segir í hráðabirgða- ákvæðum, sem samþykkt verða. Afl at- kvæða ræður úrslitum á félagsfundum, þó þarf % hluta mættra atkvæða til laga- breytinga, en þær má aðeins framkvæma á aðalfundum félagsins. 10. gr. —- Aðalfundur skal haldinn fyrir maílok ár hvert. Þar skal tekið fyrir: 1) Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi liðins árs. og leggur fram endurskoðaða reikn- inga fyrir það ár, sem bornir skulu undir atkvæði. 2) Kosin stjórn og varastjórn, og endurskoðendur. 3) Ákveðnar starfsþókn- anir til sljórnenda. 4) Umræður um til- liögun starfseminnar fyrir yfirstandandi starfsár. 5) Önnur mál, sem upp verða borin. 11 gr. — a) Stofnendur félagsins skuld- binda sig til þess, að leggja fram sem stofntillag krónur 150.00 fyrir hverja hrúttó smálest af bátaeign sinni, við stofn- un félagsins. Heimilt er þeim, sem óska, að greiða stofnfé með ávísun á 2% af fiskframleiðslu þeirra, sem lögð er inn til félagsins, þar til tillagið er að fullu greitt. b) Ábyrgðir félagsmanna takmarkast við inneignir þeirra í sjóðum félagsins. 12. gr. — a) Allur hagnaður af starf- rækslu félagsins, þegar félagsmönnum hefur verið reiknað fiskinnlegg með gang- verði og allur reksturskostnaður greiddur, skal skiptast þannig, að 50% skulu leggj- ast í sameignarsjóð og 50% í séreignar- sjóð félagsmanna eftir innleggsverðmæti. b) Af stofnframlögum félagsmanna skulu reiknast vextir 5% p. a., og færast árlega á sérstakan reikning hvers félags-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.