Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 32

Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 32
118 Æ G I R Þórður Guðjónsson, Akranesi. leiddi hún 750 sniál. af nijöli. A vertíðinni 1048 var greitt kr. 1.45 fyrir lifrarlítrann. Heimildarmenn: Utgerðarmcnn í Hafnarfirði. Reykjavík. Að þessu sinni stunduðu 26 bátar þorsltveiðar úr Reykjavik, að nokkru ráði. Nokkrir bátar fóru róður og róður, og er þeirra ekki getið í skýrslunni. Langflestir bátanna veiddu með botnvörpu eða 18 talsins, en 8 stunduðu línuveiðar. Af þeim bátum, sem veiðar stunduðu l'rá Reykja- vík, voru þrír aðkomubátar. Vertíð hófst um miðjan janúar, og stunduðu sex bátar línuveiði í þeim mán- uði. Sá báturinn, sem flesta fór róðrana, reri 62 sinnum, og skiptast róðrarnir þannig eftir mánuðum. Janúar 8 (6), iebrúar 18 (14), marz 22 (14), apríl 12 (16) og 7 í mai (2). — Vélbáturinn Ás- geir, 63 rúml. að stærð, eign Ingvars Vil- hjálmssonar o. fl. varð aflahæstur af línu- bátunum, en bann fékk 451 smál. af fiski og 31 þús. 1. af lifur í 62 róðrum. Meðal- afli hans í róðri varð því 7278 kg, en hjá aflahæsta línubátnum á vertíðinni 1948 varð meðalaflinn 7982 kg. — Formaður á Ásgeiri er Óli Guðmundsson, Reykjavík. F.ins og fyrr er getið urðu togbátarnir 18 á vertíðinni, en þeir byrjuðu ekki almennt veiðar i'yrr en í marzmánuði. Aflabæstur af þeim bátum var Helga R. E. 49. Hann fór 21 veiðiferð og aflaði 373 smál., eða um 18. smál. að meðallali í hverri ferð. — Heildaraflinn af þeim bátum, sem um getur í skýrslu Reykjavikurbátanna, varð 5538 smál. og fór langmestur hluti þess í frystingu. En lifrarfengur þessara báta yarð sem næst 337 þús. lítrar. Hcimildarmenn: Ýmsir útgerðarmenn i Reykjavik. Akranes. Vertíðin á Akranesi byrjaði 28. janúar, en lauk um miðjan maí. Átján bátar stund- uðu veiðar og áttu þeir allir heiina á Akra- nesi. Má það beita sama bátatala og árið áður. Allir veiddu bátarnir með línu. Tíðarfar var fremur erfitt til sjósóknar, einkum þó i febrúar. Sá báturinn, sem ofl- ast reri, fór 66 sjóferðir (65), og skiptust þær þannig eftir mánuðum: Janúar 3 (9), febrúar 13 (18), marz 22 (11), april 16 (18) og 12 í maí (9). Aflabrögð voru svipuð og á vertíðinni 1948, eða um 6% smál. að meðaltali í róðri. Mestan afla í róðri fékk v./b Sig- urfari 2. marz 18 330 kg. Þessi sami bátur varð aflahæstur yfir vertíðina, fékk alls 537 smál. í 66 róðrum og um 36 þús. lítra lifur. Meðalafli lians í róðri varð því 8142 kg. Sigurfari er 61 rúml. að stærð og er eign Bergþórs Guðjónssonar o. fl. Skip- stjóri á bonum er Þórður Guðjónsson, en hann var einnig aflakóngur á Akranesi á vertíðinni 1947. Hæstir aflahlutir eru áætl- aðir 14500 kr., meðalblutir um 10 þús. kr. og lægstu hlutir um 6 þús. kr. Heildaraflinn í verstöðinni varð 6681 smál., og er 1018 smál. meiri en á vertíð- inni næsta ár á undan. Vertíðaraflinn var liagnýttur á þessa lund. Til hraðfrystingar fóru 5057 smál., til útflutnings í is 1217 smál., í salt 402 smál. og' i niðursuðu 25 smál. Beita var næg alla vertíðina. Var það síld veidd í flóanum, nokkuð keypt að norðan og enn fremur frá Noregi. — Veiðarfæra- tap varð með minna móti. Tafir frá veið- um urðu engar vegna veikinda. Undanfarnar fimin vertíðir hefur báta-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.