Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 12
6
Æ G I R
Togarinn Ilöðull,
cign Venus h. f.
í Hafnarfirði.
togurum, og ber hann nafnið Surprise. Með-
an á styrjöldinni stóð lét þetta félag smíða
vélskipið Eddu, og er að því vikið á öðrum
stað. Fyrir styrjöldina hafði Einar Þorgils-
son látið smíða stórt fiskþurrkhús, er var
þá fullkomnasta hús sinnar tegundar hér
á landi. Loks má geta þess, að Einar Þor-
gilsson stóð ásamt Alliance h.f. að smíði
síldarverksmiðjunnar á Djúpavík á sínum
tíma, og er félagið enn meðeigandi að
henni.
Einn af þeim mönnum, er mjög mikið
hefur komið við sögu togaraútgerðar í
Hafnarfirði síðustu tvo áratugina, er
Loftur Bjarnason. Hann er framkvæmda-
stjóri fyrir hlutafélaginu Venus, en það fé-
iag eignaðist samnefnt skip árið 1936. Auk
þess sem það félag á enn þann togara, lceypti
það einn af nýsköpunartogurunum og
nefndi hann Röðul. Síðan hann kom til
landsins hefur hann verið aflahæstur af
Hafnarfjarðartogurunum, og árið 1949
námu sölur hans erlcndis hærri fjárhæð en
nokkurs annars togara. Skipstjóri á Röðli
er Vilhjálmur Árnason, en hann hafði áður
verið skipstjóri á Venusi frá því að hann
kom til landsins. H.f. Venus á fiskþurrk-
hús, er það hafði látið reisa fyrir síðari
heimsstyrjöld.
Þá er að nefna tvö félög, er bæði eiga
gamla togara. Annað er h.f. Vifill, er á
Haukanes (áður Njörð), en hitt er h.f.
Hrafna-Flóki, sem á Óla Garða (áður Ot-
ur). Hlutafélagið Akurgerði á liins vegar
einn af nýsköpunartogurunum, en það er
Bjarni riddari. Framkvæmdastjórar fyrir
þessum félögum eru Ásgeir Stefánsson og
Þórarinn Egilson, En Þórarinn hefur lengst
allra núlifandi manna í Hafnarfirði verið
riðinn við útgerð.
í byrjun styrjaldarinnar keypti Kristján
Bergsson o. fl. Reykvíkingar togarann
Sviða, en hann fórst hér við land nokkru
síðar. Hið svo nefnda Sviðafélag og' h.f.
Hrimfaxi í Reykjavik keyptu síðan nýjan
togara 1947 og ncfndu Garðar Þorsteinsson.
Hcfur hann síðan verið gerður út frá Hafn-
arfirði. Eigendur Garðars Þorsteinssonar
komu sér upp fiskþurrkhúsi síðastliðið
sumar.
Er þá einn togari ónefndur, en það er
Faxi (áður Arinbjörn hersir). Eigandi hans
er Fiskaklcttur h.f.
Þá er bæjarútgerðartogararnir eru með
taldir, verða senn ellefu togarar í Hafnar-
firði, og er það miklu meira miðað við
mannfjölda en á nokkrum öðrum stað hér
á landi.