Ægir - 01.01.1951, Side 14
8
Æ G I R
og hefði þvi mátt ætla, að haldið hefði verið
áfram á sömu braut, eða meiri hluti bæj-
arstjórnar stigið sporið til fulls og keypt
þetta skip eða annað og bæjarsjóður byrj-
að útgerð á eigin spýtur. En af því varð
ekki að sinni, enda ekki kominn sá skriður
á málið, að það væri hægt.“
„En hvenær var bæjarútgerðarmálið tek-
ið upp að nýju?“
„Áður en ég vík að því, er rétt að drepa
á það, að í Hafnarfirði var ríkari ástæða til
þess að fara inn á þessa nýju braut en víða
annars staðar. Orsökin til þess var sú, er
nú skal greind.
Arið 1924 hóf enskt l'élag, Hellyers Bros,
logaraútgerð frá Hafnarfirði og raka hana
samfleytt í sex ár. Á vegum þess voru jafn-
an gerðir út finnn og sex togarar frá Hafn-
arfirði. Við þetta jókst vinnumarkaðurinn
í Hafnarfirði mjög mikið, en það hafði í för
með sér allmikla fólksflutninga til bæjarins.
En þegar starfræksla Hellyer Bros í Hafn-
arfirði hætli slcyndilega 1929, gcrðist þröngt
fyrir dyrum hjá verkafólki, enda rnátti við
minnu en missi sex skipa, en þar á ofan
bættist svo það, að tvö útgerðarfyrirtæki i
bænum urðu um svipað leyti að hætta starl'-
semi sinni sökum fjárhagsörðugleika. Allt
leiddi þetta til þess, að meiri hluti bæjar-
„Mai“, fyrsti togarinn, sem
Bœjarútgerð Ilafnarfjarðar
eignaðist.
stjórnar taldi óhjákvæmilegt að taka bæj-
arútgerðarmálið upp að nýju. Var um það
íjallað í ársbyrjun 1931 og hinn 12. febrúar
var samþykkt, að bæjarsjóður lceypti tog-
arann Maí af Útvegsbankanum. Kaupverð
hans var 235 þúsund krónur, og var það
greitt með víxli. Um svijiað leyti var svo
fiskverkunarstöðin Edinborg keypt af
ekkju Ágústs Flygenrings fyrir 140 þús. kr.
Við, sem stóðum að þessum ráðstöfun-
um, mættum mikilli andstöðu, enda urðu
um þær miklar deilur, en ekki verða þær
raktar hér.
Fyrsta árið, sem Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar starfaði, varð verulegt tap á henni,
en það stafaði einfarið af lækkandi salt-
fisksverði. Árin 1932 og 1933 varð hins
vegar nokkur hagnaður af útgerðinni, og
með þeim árangri vörðum við okkur gagn-
vart andstæðingum bæjarútgerðarinnar,
þegar að því var horfið að kaupa annan
togara, en það var árið 1934.
Þegár sú ákvörðun var tekin, var ekkert
skip fáanlegt hérlendis, en hins vegar voru
togarar lausir fyrir í Englandi og Frakk-
landi. Varð því úr, að Ásgeir Stefánsson
forstjóri bæjarútgerðarinnar og Gísli Jóns-
son, síðar alþm., fóru til Frakklands þeirra
erinda að ná þar kaupum á togara. Það er