Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Síða 15

Ægir - 01.01.1951, Síða 15
Æ G' I R ekki of djúpt í ár tekið, þótt sagt sé, að óhægt hafi verið um vik með þessi skipa- kaup. Peninga til slíkra hluta var hvergi aJS fá. Lagt var mjög hart að fátækum mönnum í Hafnarfirði að kaupa 6% skulda- bréf af bæjarútgerðinni. Tókst þannig að fú 20 þús. kr„ en það nægði ekki. Árangur- mn af för Asgeirs og Gísla var því bundinn við það, að togaranum Maí Iánaðist að selja vel isfisk i Englandi, en hann fór í sama mund með ísfiskfarm þangáð. Sú gifta fylgdi bæjarútgerðinni, að Maí fékk gott verð fyrir fiskinn, og' var hægt að nota nokkuð af andvirði hans til togarakaup- nnna. Kaupverð hins franska togara var 150 þús. kr., og var fimmtungur kaupverðs- ins greiddur við afhendingu skipsins, en það sem eftir stóð á næstu fimm árum. Skip þetta var nefnt Júní, og var það í eign bæj- arútgerðarinnar þangað til það strandaði við Sauðanes vestur 1. des. 1948. Frá því að bæjarútgerðin var stofnuð og fram að styrjaldarárunum gerði hún skip sin ýmist út á þorskveiðar í ís og salt eða lil síldveiða. Eins og kunnugt er voru þessi ár útgerðinni yfirleitt þung í skauti. Á þess- um árum var tajiið á togurum bæjarút- gerðarinnar 600—700 þús. kr„ en það svar aði liðlega til vaxtaumsetningar fyrirtæk- isins á sama tíma. Þess ber jafnframt að geta, að á sama tima greiddi bæjarútgerðin 2.8 millj. kr. í vinnulaun.“ Árið 1947 var keyptur einn af hinum fyrri nýsköpunartogurum, og var hann nefndur Júlí. Og nú nýlega, eða 5. janúar síðastl., var undirritaður samningur um kaup á einum af hinum tíu togurum, sem ríkisstjórnin hefur samið um smíði á í Englandi. Skip þetta er væntanlegt til lands- ins í febrúarlok, og hefur það verið nefnt Júní. Áður en horfið er frá að segja frá því, er beinlínis snertir útgerðarþátt þessa fyr- irtækis, er rétt að drepa á það, að haustið 1932 var stofnað í Hafnarfirði samvinnu- félagið Haulcanes, en það keypti togarann Njörð og nefndi hann eftir fyrrgreindu fé- 9 lagi. Margir Hafnfirðingar, einkum sjó- menn, stóðu að þessum félagsskap, en for- stjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar átti mikinn þátt í, að til þess var stofnað og veitti því forustu alla tíð, eða í sex ár. Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar annaðist afgreiðslu skipsins og' sá um að verka fisk þess.“ „Hvað er að öðru levti að segja um bæj- arútgerðina síðasta áratuginn?" „Svo sem öllunr er í fersku minni, vænk- aðist hagur togaraútgerðarinnar skjótt eftir að lieimsstyrjöldin síðari kom til sög- unnar, og gilti í þeim efnum sama um Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar. Um áramótin 1944 og 1945 var skuldlaus eign bæjarútgerðar- innar orðin 8 millj. kr. í tilefni af tíu ára afmæli fyrirtækisins var 19. des. 1940 samþykkt að það gæfi 50 þús. kr. til barnaleikvalla og íþróttavallar í bænum,,50 þús. kr. til jarðhitarannsókna í Krísuvík, 50 þúsund kr. til malbikunar á Strandgötunni og 10 þús. kr. til kaupa á ljósatækjum til almennra ljósbaða í barna- skólanum. Á styrjaldarárunum keypti bæjarútgerð- in y3 af Hellycrseigninni og auk þess hús og lóð af Skipabryggjunni h.f. Stærsta á- takið, sem bæjarútgerðin hefur gert í þágu atvinnulífsins í Hafnarfirði, auk síns eigin rekstrar, felst í einnar milljón króna fram- lagi til smiða eða lcaupa á vélbátum. Sú samþykkt var gerð 10. marz 1945. Þetta tilboð var því skilyrði bundið, að jafnhátt framlag kæmi annars staðar frá. Bátarnir skyldu vera smíðaðir í Hafnarfirði að svo miklu leyti sem þess væri kostur, og ekki mátti bátur og vél, ef keypt var, vera eldra en tveggja ára. Bátarnir skyldu gerðir út frá Hafnarfirði og búsettir Hafnfirðingar hafa atvinnu við þá að öðru jöfnu. Hlutafé bæjarútgerðarinnar í hverjum bát skyldi ekki fara fram úr 48% af framlögðu hluta- fé. Ekki mátti framlag til báts verða meira en 150 þús. kr„ eða 24% af kostnaðarverði. Enn voru ýmis skilyrði, sem ástæðulaust er að telja hér upp. En uppskeran af þessu tilboði bæjarút-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.