Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1951, Side 17

Ægir - 01.01.1951, Side 17
Æ G I R íl ^élbáturinn Illugi, er var ufluhœstur Ilafnarfjarðar- báta síðaslliðna verlíð. firðingar nokkra vélbáta til fiskveiða. Má l3ar til nefna Leif, sem Sigfús Bergmann atti, Freyju, er var eign Elíasar Halldórs- sonar og Ásgeirs Stefánssonar, Isafold Ól- afs Böðvarssonar og Sigurð I., er var stærst- ur þessara báta, um 30 rúml., og var eign Böðvarsbræðra. Líklegt er, að Hafnfirðingar liafi eignazt cinhverja fleiri vélbáta til fiskveiða á öðrum °g þriðja tug' aldarinnar, þótt ég hendi ekki i'eiður á þeim. En það mátti heita sameig- inlegt mcð þessum hátum og þeim fyrstu, sem Agúst Flygenring fesli kaup á, að þeir stunduðu ekki dagróðra með linu, sem kall- að er. Þeir reru lir útveri yfir vetrarvertíð- ina, en fóru síðan í útilegu, þá er voraði. Einhverjir af fyrrgreindum bátum munu eitthvað liafa stundað landróðra frá Hafn- arfirði, en ekki ber mönnum saman um, hve mikil brögð voru að því.“ „Hvernig stóð á því, að Hafnfirðingar i'eru ekki vélbátum sínum heiman frá sér?“ „Á þessum árum voru vélbátarnir miklu niinni en nú tíðkast og vélakosturinn í sam- i'æmi við það. Af þeim sökum meðal ann- arrs var leitazt við að gera bátana út frá þeim stöðum, þar sem stytzt var til veiði- sælla miða. í þeim efnum þóttu Sandgerði og Keflavík t. d. sjálfkjörnir staðir. Svo mátti heita, að ekki þætti tiltækilegt að gera út þiljaða vélbáta á vetrarvertíð frá öðrum stöðum við Faxaflóa. Haraldur Böð- varsson varð fyrstur til að kveða í kútinn þessa skoðun, hvað Akranes áhrærði. En lengi eftir það var því almennt trúað í Hafn- arfirði, að landróðrarbátar yrðu ekki gerðir út þaðan sökum þess, hve langt væri að fara á veiðisadar fiskislóðir." „En hvenær breyttist sú trú?“ „Ekki get ég fullyrt neitt um það, hvenær skoðun manna breyttist ahnennt í þessum efnum, en lelja verður, að bátaútgerðar- tímabilið í Hafnarfirði byrji árið 1934, því og' síðan hafa landróðrar verið stundaðir þaðan á hverri vertíð. Magnús Guðjónsson bílstjóri í Hafnarfirði festi um þessar mund- ir kaup á vélbátnum Njáli, og myndaði um hann samvinnufélagið Björg. Njáll var þá 37 rúml. með nýrri 80 ha. June-Munktell vél. En hann hafði síðast verið í eigu Bíld- dælinga. Sigurður íslcifsson réðst skipstjóri á bátinn, en honum var fyrst haldið út frá Hafnarfirði vertíðina 1934. Njáll stundaði einn landróðra úr Firðinum til ársins 1940, að hann var seldur úr bænum. Lengst af reri hann ekki nema með 16—20 bjóð í róðri. Fyrsta veturinn var mikið saltað af aflanum, en hin árin var megnið af honum

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.