Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1951, Page 25

Ægir - 01.01.1951, Page 25
Æ G I H 19 Fiskimjölsverksmiðja l.ýsi ifc Mjöl h.f. Ha/narfirði Ljósmynd: Guðni Pórðarson. A þessum fundi var hlutafélagið Lýsi & Mjðl stofnað, til þess að koma upp og starf- rækja lýsis- og fiskmjölsverksmiðju í Hafn- arfirði. Á þessum tíma árs var skammt til næstu vetrarvertíðar, en stjórn félagsins ákvað að liefja framkvæmdir hið fyrsta, þótt að van- búnaði yrði i upphafi. Fest voru kaup á fiskmjölsvélum þeim, er áður voru í Garð- ari og gátu unnið 5 smálestir af mjöli á sólarhring. Litið og óhentugt húsnæði var tekið á leigu hjá hafnarsjóði í „Svendborg" og strax eftir nýár unnið að niðursetningu vélanna. I marz 1946 voru vélarnar komnar í gang og unnu um 140 smálestir af fiskmjöli til vertíðarloka, og nam verðmæti þess um kr. 90 þús. eða svipaða upphæð og vélarnar kostuðu niðursettar. Strax eftir stofnun félagsins voru samn- ingar gerðir um kaup á lifrarhræðslutækj- um frá Danmörku og nýrri fiskmjölssam- stæðu frá Englandi til að vinna 25 smál. af fiskmjöli á sólarhring, og leitað var eftir lóð undir verksmiðjubyggingu. Lifrarbæðslu- tækin komu til landsins í desember 1946 og' voru sett niður í hið ófullnægjandi leigu- húsnæði, þar eð félagið hafði ekki fengið þá lóð til byggingar um sumarið, er það hafði sótt um. Fiskmjölsvélarnar komu hins vegar ekki til landsins fyrr en á miðju ári 1947. Á vetrarvertíð 1947 var því unnið í gömlu fiskmjölsvélunum og skiluðu þær mjölverð- mæti að upphæð kr. 200 þús., en lýsisverð- mæti nam kr. 975 jnis. eða heiklarfram- leiðsla kr. 1 175 000.00. í ágústmánuði sarna ár var félaginu út- hlutað lóð til verksmiðjubyggingar sunnan Óseyrar og framkvæmdir hafnar þegar í stað. Var þeim að mestu lokið um næstu áramót. En þá fékk félagið nýtt og stærra verk- efni að vinna. I desember streymdi síldin stríðum straumum inn Faxaflóa og fyllti Hvalfjör.ð hinum fagurglitrandi silfurfiski. Margir hugðu, að nú væri nýr atvinnuvegur að vaxa upp við Faxaflóa, og gullæði greip fjöldann. Það var talað um, að ekki þyrfti annað en að byggja nógu margar og stórar síldarverksmiðjur sunnanlands til þess að leysa öll gjaldeyrisvandræði þjóðarinnar á komandi árum. Af stað var farið, nýjar verksmiðjur á-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.