Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 26
20
Æ G I R
kveðnar og' hinar eldri stækkaðar og undir-
búnar til síldarvinnslu. I febrúar 1948 fór
bæjarráð Hafnarfjarðar þess á leit við
stjórn Lýsi & Mjöl að athugað vrði, bvort
unnt myndi að stækka hina nýbyggðu verk-
smiðju, svo að hún gæti unnið úr sildar-
afla hafnfirzkra síldveiðiskipa, ef framhald
yrði á Hvalfjarðarveiði framvegis á sama
hátt og verið hefði undanfarna mánuði.
Sú athugun leiddi í Ijós, að auka þyrfti
mjög vélakost og byggingar, en til þeirra
framkvæmda þyrfti stórum aukið fjár-
magn. Um mál þetta ræddu síðan stjórn
Lýsi & Mjöls og bæjarráð, og hét stjórnin
að beita sér fyrir framkvæmdum. Bæjar-
sjóður ákvað að leggja fram i hlutafé kr.
500 000.00, en eigendur síldveiðiskipanna,
sem eindregið voru hlynntir stækkun verk-
smiðjunnar, gátu fa>stir lagt fram fé, en
buðu fram ávísun á væntanlegan afla sem
hlutafjárframlag.
Með því að hagnýta allt framhoðið hluta-
fé og væntanlegl, vantaði enn á 2 millj. kr.
til þess að öruggt mætti teljast að verk-
smiðjan kæmist upp. Stofnlánasjóður sjáv-
arútvegsins var upp urinn ogLandsbanki ís-
lands neitaði félaginu um lán til væntan-
Iegra framkvæmda. Var þá Ieitað til Útvegs-
banka Islands h.f., og veitti hann lánið gegn
ábyrgð bæjarsjóðs, en bæjarstjórn sam-
þykkti hana einróma.
Eftir að tryggð hafði verið fjárhagshlið
málsins, var strax ráðizt í framkvæmdir,
teikningar gerðar og tilboða leitað. í maí
1948 var samningur gerður við firmað Edw.
Renneburg U. S. A. um smíði síldar- og
fiskmjölsvéla, sem gætu unnið úr 3500—
4000 málum síldar á sólarhring, og komu
vélarnar til landsins í september sama ár.
Á sama tíma kom efni í lýsistank og skil-
vindur frá Svíþjóð. í desember sama ár var
verksmiðjan tilbúin til móttöku síldar og'
kostaði fullbyggð 3% millj. króna eða um
1000 kr. á hvert. síldarmál. Síldarplanið er
2800 m2 og tekur 50—60 þús. mál síldar.
Mjölhúsið, steinsteypt og rammbyggilegt, er
um 10 þús. m3 að stærð og tekur um 3500
smálestir. Lýsistankurinn tekur 2500 smá-
lestir. .
Vélum og vinnubrögðum er vel og hagan-
lega fyrir komið. Við fulla vinnslu þarf að-
eins 8 menn á vakt.
Verksmiðjan var fullbyg'gð í desember
1948, en engin sild kom í Hvalfjörð um
þau áramót eða síðar.
.4 árinu 1949 lekk verksmiðjan aðeins til
vinnslu lil'ur frá mótorbátunum og fiskúr-
gang frá frystihúsunum, og nam vinnslu-
verðmætið kr. 1 555 000.00. Stækkun verk-
smiðjunnar hafði því ekki komið að notum
þetta ár. En þess má geta, að á þessu ári
byrjaði verksmiðjan að hirða slóg' frá að-
gerðarhúsunum og vinna það með fiskbein-
unum. Mun það eldci hafa verið áður gert.
Um áramótin 1949—1950 brást Hval-
fjarðarsildin enn þá, en á árinu 1950 fékk
verksmiðjan ýmis ný verkefni að leysa og
kom að góðu haldi stækkun sii, er fram-
kvæmd hafði verið 1948
Á vetrarvertíð 1950 voru hræddar 450
smálestir af lifur, unnið mjöl úr 2900 smál.
af fiskbeinum og 800 smál. af slógi. Á sömu
vertíð byrjaði verksiniðjan fyrst allra verk-
smiðja að safna allri afbeitu og vinna úr
henni bæði lýsi og mjöl. Sú nýbreytni gal’
góða raun, og bárust verksmiðjunni 140
smál. af afbeitu.
Þegar vetrarvertíð lauk, keypti verk-
smiðjan ltarfa af nokkrum togurum, og
hafði alls borizt um 4000 smál., þegar tog-
araverkfallið hófst, en eftir það lá starf-
semi verksmiðjunnnar að mestu niðri í
nærri þrjá mánuði. Hefðu karfaveiðarnar
haldið sleitulausl áfram, er ekki ósenni-
legt, að verksmiðjan liefði getað unnið
nærri þrefalt það magn af karfa, er unnið
var samtals á árinu, en það var um 8400
smálestir.
Eftir að síldarsöltun hófst 1 haust við
Faxaflóa, bárust verksmiðjunnni til vinnslu
til áramóta 900 smálestir af síldarhausum
og slógi, 340 smál. af stórsild, 300 smál. al'
smásíld og í desember 200 smál af smáupsa,
sem veiddist við bryggjuna i Hafnarfirði.