Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1951, Qupperneq 26

Ægir - 01.01.1951, Qupperneq 26
20 Æ G I R kveðnar og' hinar eldri stækkaðar og undir- búnar til síldarvinnslu. I febrúar 1948 fór bæjarráð Hafnarfjarðar þess á leit við stjórn Lýsi & Mjöl að athugað vrði, bvort unnt myndi að stækka hina nýbyggðu verk- smiðju, svo að hún gæti unnið úr sildar- afla hafnfirzkra síldveiðiskipa, ef framhald yrði á Hvalfjarðarveiði framvegis á sama hátt og verið hefði undanfarna mánuði. Sú athugun leiddi í Ijós, að auka þyrfti mjög vélakost og byggingar, en til þeirra framkvæmda þyrfti stórum aukið fjár- magn. Um mál þetta ræddu síðan stjórn Lýsi & Mjöls og bæjarráð, og hét stjórnin að beita sér fyrir framkvæmdum. Bæjar- sjóður ákvað að leggja fram i hlutafé kr. 500 000.00, en eigendur síldveiðiskipanna, sem eindregið voru hlynntir stækkun verk- smiðjunnar, gátu fa>stir lagt fram fé, en buðu fram ávísun á væntanlegan afla sem hlutafjárframlag. Með því að hagnýta allt framhoðið hluta- fé og væntanlegl, vantaði enn á 2 millj. kr. til þess að öruggt mætti teljast að verk- smiðjan kæmist upp. Stofnlánasjóður sjáv- arútvegsins var upp urinn ogLandsbanki ís- lands neitaði félaginu um lán til væntan- Iegra framkvæmda. Var þá Ieitað til Útvegs- banka Islands h.f., og veitti hann lánið gegn ábyrgð bæjarsjóðs, en bæjarstjórn sam- þykkti hana einróma. Eftir að tryggð hafði verið fjárhagshlið málsins, var strax ráðizt í framkvæmdir, teikningar gerðar og tilboða leitað. í maí 1948 var samningur gerður við firmað Edw. Renneburg U. S. A. um smíði síldar- og fiskmjölsvéla, sem gætu unnið úr 3500— 4000 málum síldar á sólarhring, og komu vélarnar til landsins í september sama ár. Á sama tíma kom efni í lýsistank og skil- vindur frá Svíþjóð. í desember sama ár var verksmiðjan tilbúin til móttöku síldar og' kostaði fullbyggð 3% millj. króna eða um 1000 kr. á hvert. síldarmál. Síldarplanið er 2800 m2 og tekur 50—60 þús. mál síldar. Mjölhúsið, steinsteypt og rammbyggilegt, er um 10 þús. m3 að stærð og tekur um 3500 smálestir. Lýsistankurinn tekur 2500 smá- lestir. . Vélum og vinnubrögðum er vel og hagan- lega fyrir komið. Við fulla vinnslu þarf að- eins 8 menn á vakt. Verksmiðjan var fullbyg'gð í desember 1948, en engin sild kom í Hvalfjörð um þau áramót eða síðar. .4 árinu 1949 lekk verksmiðjan aðeins til vinnslu lil'ur frá mótorbátunum og fiskúr- gang frá frystihúsunum, og nam vinnslu- verðmætið kr. 1 555 000.00. Stækkun verk- smiðjunnar hafði því ekki komið að notum þetta ár. En þess má geta, að á þessu ári byrjaði verksmiðjan að hirða slóg' frá að- gerðarhúsunum og vinna það með fiskbein- unum. Mun það eldci hafa verið áður gert. Um áramótin 1949—1950 brást Hval- fjarðarsildin enn þá, en á árinu 1950 fékk verksmiðjan ýmis ný verkefni að leysa og kom að góðu haldi stækkun sii, er fram- kvæmd hafði verið 1948 Á vetrarvertíð 1950 voru hræddar 450 smálestir af lifur, unnið mjöl úr 2900 smál. af fiskbeinum og 800 smál. af slógi. Á sömu vertíð byrjaði verksiniðjan fyrst allra verk- smiðja að safna allri afbeitu og vinna úr henni bæði lýsi og mjöl. Sú nýbreytni gal’ góða raun, og bárust verksmiðjunni 140 smál. af afbeitu. Þegar vetrarvertíð lauk, keypti verk- smiðjan ltarfa af nokkrum togurum, og hafði alls borizt um 4000 smál., þegar tog- araverkfallið hófst, en eftir það lá starf- semi verksmiðjunnnar að mestu niðri í nærri þrjá mánuði. Hefðu karfaveiðarnar haldið sleitulausl áfram, er ekki ósenni- legt, að verksmiðjan liefði getað unnið nærri þrefalt það magn af karfa, er unnið var samtals á árinu, en það var um 8400 smálestir. Eftir að síldarsöltun hófst 1 haust við Faxaflóa, bárust verksmiðjunnni til vinnslu til áramóta 900 smálestir af síldarhausum og slógi, 340 smál. af stórsild, 300 smál. al' smásíld og í desember 200 smál af smáupsa, sem veiddist við bryggjuna i Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.