Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Síða 29

Ægir - 01.01.1951, Síða 29
Æ G I R 23 :ið draga skip upp í, var laus. Stærsta skip- 'ð, sem í hann kom, var Arthur Fanney, en það var 46 rúmlestir að stærð.“ „En hvenær hófstu skipasmíði?“ „Um þessar mundir var mjög fágætt, að þiljuð skip væru smíðuð hérlendis, og til þess lá sú ástæða, að íslenzkum skipasmið- um var trauðla treyst til að leysa það verk at hendi svo vel væri. En reynslan hefur nú fyi'ir löngu leyst af hólmi það vantraust. At fyrrgreindum ástæðum voru því flestir þiljubátar, er landsmenn eignuðust á styrj- aldarárunum fyrri og árin næstu þar á eftir, keyptir erlendis frá, nær einfarið frá Danmörk. Þó má geta þess, að Skipasmíða- stöð Reykjavíkur hafði þá tekið til starfa fyrir nokkrum árum og smíðað nokkra þiljubáta. Fleiri fengust og við slikt, bæði í Reykjavík og út um Iand, en aðeins gat það talizt vottur. Það mun hafa verið síðla árs 1919, að tveir útgerðarmenn í Vestmannaeyjum, þeir Kristmann Þorkelsson og Vigfús Jónsson, föluðust eftir, að ég' smíðaði fyrir þá tólf smálesta bát. Varð það úr, og' var bátur þessi fullgerður árið 1920. Hann var því fvrsti báturinn, sem smíðaður var í Skipa- smíðastöð Hafnarfjarðar. Um afdrif þessa báts, en hann hét Sigurður, er það að segja, að hann strandaði undir Ofanleitishamri 13. febrúar 1928, en Jón Vigfússon bjargaði fé- lögum sínum með því að klífa hamarinn upp. Er það afrelc enn í minnum og' mun lengi, en Jón fékk verðlaun úr hetjusjóði Carnegies fyrir vikið. Ekki voru fleiri en þessi eini bátur smíð- aðir í skipasmíðastöðinni næstu árin.“ „Hvað tók þá við?“ „Eg fékkst við ýmiss konar viðgerðir á skipum og náði þá meðal annars upp línu- veiðaranum Málmey, er sokkið hafði á Hafnarfjarðarhöfn. — Árið 1923 fór ég til Stykkishólms fyrir útgerðarmennina Geir Zoega í Hafnarfirði og Sæmund Halldórs- son í Stykkishólini. Átli ég' að líta eftir við- gcrð á kútter, sem hét Fanney. Skip þetla var frá Noregi, keypt hingað til lands 1918, Togarinn Max Pembcrlon d Aknregrarhöfn. og hét þá Ulvö. Um liríð var það gert út til hákarlaveiða. Skip þetta var gert út til hand- færaveiða frá Stykkishólmi, og sumarið 1922 var ástand þess orðið á þá lund, að í góðviðri bar lítið á leka, en þegar veður versnaði, varð lekinn svo mikill, að dæl- urnar nægðu ekki, og varð því jafnframt að ausa það með fötum. Skip þetta var allt tréseymt, en ég lét seyma það upp með járn- saum og rífa allt tróð úr raufuni. En þegar farið var að seyma skipið upp, kom í ljós að allmikið liil var komið milli byrðings og banda, og var þetta bil víða allt að 1 cm. Þegar búið var að seyma skipið upp, varð að saga af öllum trénöglunum og afrétta enda. Að því loknu var skipið hampþéttað upp, en það var mjög niiklum vandkvæð- um bundið, vegna þess hve mikið af tróð- raufunum var fordrifið. Mér þótli sennileg- ast, að hákarlagrútur hefði etið eikina þann- ig' upp á milli laga í skipinu, cn þó voru böndin hörð, þegar inn í þau var komið, en skipið var allt smíðað úr góðri eik. Ég hef aldrei rekizt á slíkt fyrr né síðar, og því get ég þessa hér. Þegar Hellyer hóf útgerð frá Hafnarfirði, tók ég að mér allar tréviðgerðir á skipum félagsins, meðan þau voru við veiðar héð- an, og stóð svo öll árin, sem hið enska fé- lag rak útgerð frá Hafnarfirði. Af því starfi lærði ég margt, sem kom mér að góðu haldi síðar. Veturinn 1929 strandaði enskur togari norður á Leirhöfn á Sléttu. Skip þetta var

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.