Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 33

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 33
Æ G I R 27 Skipasmíðastöáin Dröfn h.f., Hafnarfirái. Viátal viá Sigurjón Einarsson, skipasmiá. Eitt af þeim fyrirtækjum í Hafnarfirði, sem mjög er tengt útgerðinni þar og reynd- ar víðar, er Skipasmíðastöðin Dröfn. Til þess að fræðast um starfsemi hennar leit- aði ég til Sigurjóns Einarssonar skipasmiðs, en hann hefur starfað við hana frá upphafi, var einn af stofnéndum hennar og hefur jafnan verið í stjórn-fyrirtækisins. „Hvenær var skipasmíðastöðin Dröfn stofnuð?" „Stofndag félagsins telium við fyrsta vetr- ardag 1941.“ „Hverjir voru stofnendur?“ „Ástæðulaust er að tína upp nöfn þeirra, en þeir voru tólf talsins, allt einstaklingar búsettir í Hafnarfirði. Fyrstu stjórnina skipuðu: Haukur Jónsson húsasmiður, for- maður, Gísli Guðjónsson húsasmiður og Sigurjón Einarsson skipasmiður. Enn eru tveir sömu mennirnir í stjórn og voru í upphafi, en í stað Gísla Guðjónssonar er nú kominn Kristmundur Georgsson." „Hvenær hófuð þið starfsemi ykkar?“ „Lóð undir slipp fengum við sunnan við fjörðinn í svokallaðri Flensborgarfjöru, og athafnasvæði fyrir smíðar þar upp af. Kjöl- urinn að fyrsta bátnum, sem við tókum að okkur að smíða, var lag'ður 10. apríl 1942. í heimsókn til Reykjavíkur. Þá voru uppi raddir um það meðal nokkurra ungra í- þróttamanna, að vel viðeigandi hefði verið, að menn klæddir fornbúningi hefðu róið bátnum út á ytri höfnina í Reykjavík með forsætisráðherra, sem þá var Jón Magnús- son, til þess að taka á móti konunginum. En ekki var þó horfið að þessu ráði. Tími var svo stuttur til stefnu og lítill tími til að samæfa róður, og svo fannst sumum báturinn tæplega nógu stór til þess að fara á honum út á ytri höfnina, hefði nokkuð verið að veðri En víkingabáturinn var meðan á kon- ungsheimsókninni stóð hafður á tjörninni í Reykjavik. Við konungsheimsóknina 1927 komu skipin, sem fluttu konung og fylgd- arlið hans, fyrst inn á höfn í Hafnarfirði, því að skipin voru nokkuð á undan áætlun. Þá fór nokkuð af fólki á víldngabátnum út að skipunum, og tók þá einn þeirra, sem var með konungsskipinu, mynda af víkinga- skipinu. Hana fékk ég senda nokkru síð- ar, en sú mynd er nú glötuð. Árið 1930 var svo víkingabáturinn keyptur af ríkinu og hafður á Þingvallalæknum á meðan há- tíðahöldin fóru þar fram, en sætti lakri meðferð þar, og er mér ekki lcunnugt um afdrif hans síðan. — Víkingabáturinn var byggður eftir teikningu, sem ég fékk léða á þjóðminjasafninu, af Gauksstaðaskipinu norslca og talið er vera frá því á víkingaöld, og var bátslagið nákvæm eftirlíking af því, aðeins mörgum sinnum minnkað, og því sennilega eina skipið, sem byggt hefur verið hér á landi af þeirri gerð um langt tíma- bil.“ Loks vék ég að því við Júlíus Nýborg, hvað margt manna hefði unnið í skipa- smíðastöð hans, og hvort hann hefði ekki kennt einhverjum skipasmíði. „Flestir munu starfsmenn í Skipasmíða- stöð Hafnarfjarðar hafa verið um fjörutíu, en fimm menn hafa orðið þar fullnuma í skipasmíði.“ Sleit þar með talinu við þann mann, er varð fyrstur til þess að smíða þiljaðan bát í Hafnarfirði, liðlega öld síðar en faðir Hafnarfjarðar, Bjarni Sivertsen, lét niður falla slíka iðn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.