Ægir - 01.01.1951, Side 37
Æ G I R
31
Reknetjaveiái
sunnama
nds 1950.
Reknetjaveiðar hófust að þessu sinni
sunnanlands í ágústmánuði, og stunduðu
fáir bátar veiðina framan af og lögðu afl-
ann á land til frystingar og söltunar.
Um mánaðamótin ágúst/september var
sýnilegt, að síldveiðin við Norðurland
mundi bregðast algerlega, og sneru margir
bátar sér þá að reknetjaveiðum syðra. Fjölg-
aði bátunum ört, og stunduðu 165 bátar rek-
netjaveiði, þegar þátttakan var mest. Veiði
mátti heita góð, þó að dagamunur væri um
aflabrögðin. Fer þessi reknetjavertíð langt
fram úr aflamagni fyrri ára. Gæftir voru
yfirleitt góðar. í nóvember hættu flestir að-
komubátar vciðum, en allmargir bátar
stunduðu veiðar fram að jólum.
Síldarsöltun bófst í ágústmánuði, og var
benni haldið óslitið áfram fram að miðj-
um desember.
Saltað var í 131 708 tunnur, scm skiptast
á þessa staði:
Stöðvar Tunnur
Vestmannaeyjar.......... 3 8 669
Þorlálcshöfn ............... 1 296
Grindavík .................. 6 15 690
Hafnir ..................... 1 1 152
Sandgerði .................. 3 20 245
Garður.................. 1 1 611
Keflavík og Njarðvíkur ... 9 35 475
Vogar....................... 2 669
Hafnarfjörður og Kópavogur 7 18 042
Reykjavík .................. 6 7570
Akranes .................... 3 22 289
Alls 42 131 708
fara? Annar lil Revkjavikur, hinn til Dal-
víkur.
En svo voru það hinir bátarnir, þeir voru
31, og hvers konar bátar A’oru það? Það
voru allt litlir bátar, flestir trillubátar, 1%
—4 rúmlestir, er hafa verið seldir víðs veg-
ar um land.
Eg spurði, hvort þeir Iiefðu alltaf haft
nægilegt að gera, síðan þeir byrjuðu. Jú,
svo hafði það verið. Þeir vinna sex að stað-
aldri, en á vorin, þegar mest er að gera, eru
þeir níu. Reynslan væri sú, að útgerðar-
menn réðu svo seint við sig, hvort þeir ætl-
uðu að fá nýja hringnótaháta, og af þeim
ástæðum gæti Bátasmíðastöð Breiðfirðinga
aldrei sinnt öllum pöntunum í tæka tíð
fyrir sildarvertið.
Ég spurði, hvort ekki væri fleira, sem
vert væri að minnast á. Jú, Hvaleyrartjörn-
ina, og um leið litu þeir út um gluggann í
átt til hennar. Hvað er með hana? Ja, við
álítum, að þar sé heppilegur staður fyrir
þurrkví. -— Já, einmitt það, varð mér að
orði og leit út um gluggann.
Eg þakkaði Breiðfirðingunum síðan fyrir
greið svör og kvaddi með handabandi.
Á leiðinni inn eftir varð mér litið til
tjarnarinnar. Var það svo ólíklegt, að þar
kæmi þurrkví, hafði ekki margt skeð frá-
leitara? Er ekki með degi hverjum verið
að fitja upp á nýja prjóna? Og um leið og
þetta fór um hugann þaut vörubíll fram
hjá með mjólkurbrúsa á pallinum. Hann
staldraði við frystihúsið hans Flygenrings
og var þar enn, er för minni var þangað
komið. Bílstjórinn, gamall kunningi minn,
opnaði hurðina á bílnuin og bauð mér að
setjast inn. Hann sagðist hafa verið að
flytja mjólkina í frvsti. Ég spurði, livort
borið væri hjá Lýsi og Mjöl h.f., því að
þaðan hafði bíllinn komið. Jú, þar var borið
og gripirnir komnir í góða nyt, fullur hrúsi
af fiskgalli á dag. Það er sagt prýðismeðal
við gikt eða efni í slíkt meðal. — Segi menn
svo, að ekki sé fitjað upp á nýja prjóna.