Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1979, Page 14

Ægir - 01.03.1979, Page 14
Fóðrið, sem notað var við eldið, var tvenns konar. Annars vegar var notað þurrfóður, en aðaluppi- staðan í því er fiskmjöl. í því er einnig sojabauna- olía, hveitiklíð, bindiefni og ýmis vítamín. Fóðrið er slegið í harðar pillur og það geymist þannig vel marga mánuði. Þurrfóðrið var framleitt hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, en dr. Jónas Bjarnason, sem starfar þar, hefur um nokkurt árabil gert tilraunir með framleiðslu þurrfóðurs fyrir laxfiska. Hefur sú framleiðsla reynst fylli- lega sambærileg við erlenda framleiðslu. Hins vegar var notað blautfóður, eða loðna. Blautfóðrið er notað, þegar fiskurinn hefur náð nokkurri stærð. Nokkrar athuganir og mælingar voru gerðar, jafnframt því sem fiskurinn var fóðraður. Fóður- notkun var skráð og laxinn veginn til að sjá þyngdaraukningu miðað við fóðurnotkun á mis- munandi tíma. Sjávarhiti var mældur daglega, eða þegar fiskurinn var fóðraður. Var sjávar- hiti mældur á 2 metra dýpi við eldisbúrið. Þá voru gerðar seltumælingar. Fylgst var með afföll- um og laxinn í búrinu talinn nokkrum sinnum á tímabilinu. HELSTU NIÐURSTÖÐUR: Flutningur seiða úr fersku vatni í sjó Eins og áður hefur komið fram voru fengin 3000 laxaseiði hjá Skúla Pálssyni á Laxalóni og 2000 seiði hjá öðrum stöðvum. Seiðin voru öll sjógönguseiði 13-15 cm, og var móðurfiskur þessara seiða „stórlax". Mikilvægt er að seiði, sem nota á í sjóeldi, séu af „stórlaxakyni“, því að smálax dvelur aðeins eitt ár í sjó og verður þá kynþroska og snýr til uppeldisstöðvanna til hrygningar. Stórlax er hins vegar þeim erfðaeigin- leikum búinn að dveljast tvö ár í sjó, og er því mun stærri en lax sem dvelst eitt ár í sjó. Ef lax verður kynþroska í eldi tekur hann ekki til sín fóður, hættir að vaxa, og er ekki eins góð söluvara og ókynþroska fiskur. Auk þess fæst meira fyrir kg. af stórlaxi en smálaxi. Það virðist augljóst að sjógönguseiði frá Laxa- lóni þoldu best af þeim seiðum, sem reynd voru, að fara úr fersku vatni í saltan sjó. Seltan var mæld þegar seiðunumvar sleppt ogvar þá32,3°/oo. Nokkrar seltumælingar voru gerðar yfir tímabilið og var seltan allstöðug, á bilinu frá 32°/oo-33°/oo. Könnun var gerð á seiðadauða, þegar seiðin voru flutt úr fersku vatni í salt. Athugun þessi var gerð 1.-10. júlí 1972. Reynd voru 100 seiði frá þremur eldisstöðvum. Var eldisbúrinu skipt í þrja hluta til að halda seiðunum aðgreindum. Seiða- dauði var kannaðu fyrstu dagana eftir að seiðununi var sleppt í sjó. Fyrstu 5 dagana var seiðadauði mestur, en minnkaði síðan ört, og virtist eðlilegt ástand komið á er seiðin höfðu verið 10 daga í sjo. Tafla I. Samanlögð Seiða- Seiða- afföll dauði dauði 1.-10. l.-S.júli 5.-10. júlí júlí Laxalón 6 2 8 Stöð A 36 6 42 Stöð B 14 4 18 Af framangreindum niðurstöðum má sjá að seið' frá Laxalóni voru best undir þvi búin að fara í sj°' því að afföll voru minnst af þeim seiðum. Mest voru afföll frá stöð A eða 42%. Ekki voru seiði frá Laxalóni stærri en seiði fra öðrum fiskeldisstöðvum. Hins vegar var aðstaða við eldið nokkur önnur á Laxalóni en í öðrum eldisstöðvum. Seiðin í Laxalóni voru fóðruð í utl' tjörnum, undir berum himni. Hitastig í tjörnunum var nokkuð breytilegt og háð lofthitanum, þanmg að hitinn fór niður undir 2°C í frostum á vetrurm en á sumrin fór hitastig upp undir 14°C. Þanmg var hitastig í útitjörnunum ekki ósvipað því sem gerist við náttúrulegar aðstæður í ám og vötnum- Þá má einnig benda á að birtan í eldistjörnunum a Laxalóni fór eftir dagsbirtunni. I öðrum eldisstöðvum var aðstaða nokkur önnur- Þar voru seiðin fóðruð við nokkuð stöðugt húa stig 10-I2°C. Auk þess voru eldisstöðvarnar o | lýstar upp með rafljósum þannig að bjart var inm eldisstöðvunum, þótt dimmt væri úti. Nú ha rannsóknir á síðustu árum sýnt fram á, að bm birta og hitastig hafa mikil áhrif á silfrun fisksm^ en sjógönguseiði eru raunverulega ekki tilbúin a ganga til sjávar, fyrr en þau eru rétt silfruð, jaln vel þótt þau hafi náð fullri stærð. Með réttum aðferðum má minnka afföll á el árs gömlum laxaseiðum við flutning úr fersku va ^ í sjó. Hægt er að venja seiðin við seltuna m því að hafa þau í kerjum með sjóblöndu og aU saltmagn í kerjunum stig af stigi og venja sei þannig við seltuna. Þannig hefur tekist að minn . afföll í innan við 1% við flutning úr fersku vatu í sjó. 130 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.