Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1979, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.1979, Blaðsíða 30
reiknað með 5 kg meðalþunga og 2000 króna út- flutningsverðmæti á kg, myndi 1 milljóngönguseiða skila 1,2 milljarða kr. brúttóverðmæti. Ekki eru fyrir hendi gögn til að áætla kostnað við fram- leiðslu 1 milljóngönguseiða,néannankostnað-svo sem sleppingarkostnað, kostnað við veiðar, með- ferð og flutning á markað o.fl. - enda myndu þessir liðir háðir ýmsum staðbundnum atriðum. Miðað við kostnað við sjóeldi, má þó fullyrða að 12% endurheimtur gönguseiða myndu gefa tals- vert meiri arð en sjóeldi. Þegar fundnir hafa verið álitlegustu staðirnir hér á landi fyrir laxeldis- stöðvar, þarf einfaldlega að hanna stöðvar fyrir slíka staði og gera fyrir þær stofn- og rekstrar- áætlanir. Sömu vinnu þarf að gera varðandi sleppi- og veiðiaðstöðu. Fyrst þegar slíkar upplýsingar liggja fyrir, myndi unnt að áætla með viðhlítandi öryggi arðsemi laxeldis á viðkomandi stöðum. En hvað um hugsanlegt framleiðslumagn? Þetta er spurning um það, hve mörg laxgönguseiði mætti framleiða hér í eldisstöðvum, en það yrði aftur háð magni af fáanlegu, nothæfu eldisvatni. Hvorki skortir fiskafóður né fæðu á afréttum hafsins. Til að byrja með er þó naumast brýnt að svara spurningunni um hámarksframleiðslu, heldurþyrfti að reisa á álitlegustu stöðunum eina eða tvær afkastamiklar eldisstöðvar. Ef vel til tækist með slík fyrirtæki, myndu önnur fylgja í kjölfarið. í þessu sambandi virðist mér einsætt að hafa í huga milljónir gönguseiða, t.d. lágmarksframleiðslu 1 milljón gönguseiða í eldisstöð. Hér mætti nefna nokkrar viðmiðunartölur. Heildarlaxveiði í ís- lenskum ám er nálægt 250 smálestum á ári. Norð- menn framleiða nú í eldisbúrum í sjó rúmlega 5000 smálestir og stefna að því að auka þessa framleiðslu í 2Ó.000 smálestir á næstu árum. Með 12% endurheimtum og 5 kg meðalþunga fullorð- inna laxa, myndu 1 milljón gönguseiða skila 600 smálestum af laxi, eða 2,4 sinnum meira en heildar laxveiðin í landinu er í dag. En viljum við gefa hugmyndarfluginu lausan tauminn og láta gamm- inn geysa inn í framtíðina, mætti vitna í viðtal, sem birtist við dr. Donaldson í Morgunblaðinu þann 18. mars 1978. Þar segir hann: „Þið getið sleppt 100 milljónum laxaseiða í hafið á ári. Þið eruð komnir með 200 mílna fiskveiðilögsögu, þar sem enginn utanaðkomandi aðili getur komist að lax- inum í beitarlandinu. Þið hafið, orkuna, vatnið, fæðuna og beitarlandið. Ef við lítum á hlutföllin milli þess sem gera þarf í landi og þess, sem sjórinn sér um, kemur í ljós að landvinnan, klakið og eldið er aðeins 1%, sjórinn sér um 99%.“ Það væri ekki ónýtt ef með laxeldisiðnaði mætti skapa 100 milljarða króna brúttóverðmæti á ári. Og með þessum orðum brautryðjandans Lauren Donaldson lýk ég þessu rabbi. Jónas Bjarnason: Um íslenska fískfóðurframleiðslu Upphaf fiskfóðurtilrauna hérlendis og forsaga þeirra. Tilraunir með gerð al' hliða (complete) þurrfóð- urs fyrir laxfiska hófust a vegum Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins í sam- vinnu við Laxeldisstöð 1 Kollafirði árið 1969. Ein- um fimm til sjö árum áður má segja, að tekist hafi erlendis að framleiða alhliða þurrfóður fyrir laX, en fram til þess tíma hafðj að fóðra lax inn á mill’ þurrfóðurgjafa með nýrri nautalifur og miltum, svo ekki kæmu ýmis sjúkdómseinkenni fram- Bandarískir vísindamenn stóðu fyrst og fremst að baki fyrrgreindrar uppgötvunar. Það þurrfóður er fyrst og fremst miðað við bandarískar aðstæður og framboð á einstökum fóðurþáttum þar vestra- Einnig mun fóðrið hafa innihaldið verulega ofgnótt (surplus) af vítamínum. Slíkt fóður yrði því allt of dýrt hérlendis í framleiðslu og ekki samkeppniS' fært. Innlendu tilraunirnar beindust því fyrst og fremst að notkun innlendra afurða til fiskfóðurgerðar- innar. í fyrstu voru notaðir mjög vandaðir liðIf af innlendum uppruna, þ.e. sogþurrkaður (vacuum dried) fiskúrgangur frá frystihúsum landsins, en slíkt „fiskmjöl" mun vera um 60% af þunga fisk' fóðursins og er langverðmætasti liður fóðursins- Ennfremur innihélt fóðrið innlent fóðurlýsi og mjólkurduft. Erlendir og innfluttir liðir voru fyf^ og fremst vítamín (öll nema A og D), sojaoha ætíð verið nauðsynlegt 146 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.