Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1979, Page 30

Ægir - 01.03.1979, Page 30
reiknað með 5 kg meðalþunga og 2000 króna út- flutningsverðmæti á kg, myndi 1 milljóngönguseiða skila 1,2 milljarða kr. brúttóverðmæti. Ekki eru fyrir hendi gögn til að áætla kostnað við fram- leiðslu 1 milljóngönguseiða,néannankostnað-svo sem sleppingarkostnað, kostnað við veiðar, með- ferð og flutning á markað o.fl. - enda myndu þessir liðir háðir ýmsum staðbundnum atriðum. Miðað við kostnað við sjóeldi, má þó fullyrða að 12% endurheimtur gönguseiða myndu gefa tals- vert meiri arð en sjóeldi. Þegar fundnir hafa verið álitlegustu staðirnir hér á landi fyrir laxeldis- stöðvar, þarf einfaldlega að hanna stöðvar fyrir slíka staði og gera fyrir þær stofn- og rekstrar- áætlanir. Sömu vinnu þarf að gera varðandi sleppi- og veiðiaðstöðu. Fyrst þegar slíkar upplýsingar liggja fyrir, myndi unnt að áætla með viðhlítandi öryggi arðsemi laxeldis á viðkomandi stöðum. En hvað um hugsanlegt framleiðslumagn? Þetta er spurning um það, hve mörg laxgönguseiði mætti framleiða hér í eldisstöðvum, en það yrði aftur háð magni af fáanlegu, nothæfu eldisvatni. Hvorki skortir fiskafóður né fæðu á afréttum hafsins. Til að byrja með er þó naumast brýnt að svara spurningunni um hámarksframleiðslu, heldurþyrfti að reisa á álitlegustu stöðunum eina eða tvær afkastamiklar eldisstöðvar. Ef vel til tækist með slík fyrirtæki, myndu önnur fylgja í kjölfarið. í þessu sambandi virðist mér einsætt að hafa í huga milljónir gönguseiða, t.d. lágmarksframleiðslu 1 milljón gönguseiða í eldisstöð. Hér mætti nefna nokkrar viðmiðunartölur. Heildarlaxveiði í ís- lenskum ám er nálægt 250 smálestum á ári. Norð- menn framleiða nú í eldisbúrum í sjó rúmlega 5000 smálestir og stefna að því að auka þessa framleiðslu í 2Ó.000 smálestir á næstu árum. Með 12% endurheimtum og 5 kg meðalþunga fullorð- inna laxa, myndu 1 milljón gönguseiða skila 600 smálestum af laxi, eða 2,4 sinnum meira en heildar laxveiðin í landinu er í dag. En viljum við gefa hugmyndarfluginu lausan tauminn og láta gamm- inn geysa inn í framtíðina, mætti vitna í viðtal, sem birtist við dr. Donaldson í Morgunblaðinu þann 18. mars 1978. Þar segir hann: „Þið getið sleppt 100 milljónum laxaseiða í hafið á ári. Þið eruð komnir með 200 mílna fiskveiðilögsögu, þar sem enginn utanaðkomandi aðili getur komist að lax- inum í beitarlandinu. Þið hafið, orkuna, vatnið, fæðuna og beitarlandið. Ef við lítum á hlutföllin milli þess sem gera þarf í landi og þess, sem sjórinn sér um, kemur í ljós að landvinnan, klakið og eldið er aðeins 1%, sjórinn sér um 99%.“ Það væri ekki ónýtt ef með laxeldisiðnaði mætti skapa 100 milljarða króna brúttóverðmæti á ári. Og með þessum orðum brautryðjandans Lauren Donaldson lýk ég þessu rabbi. Jónas Bjarnason: Um íslenska fískfóðurframleiðslu Upphaf fiskfóðurtilrauna hérlendis og forsaga þeirra. Tilraunir með gerð al' hliða (complete) þurrfóð- urs fyrir laxfiska hófust a vegum Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins í sam- vinnu við Laxeldisstöð 1 Kollafirði árið 1969. Ein- um fimm til sjö árum áður má segja, að tekist hafi erlendis að framleiða alhliða þurrfóður fyrir laX, en fram til þess tíma hafðj að fóðra lax inn á mill’ þurrfóðurgjafa með nýrri nautalifur og miltum, svo ekki kæmu ýmis sjúkdómseinkenni fram- Bandarískir vísindamenn stóðu fyrst og fremst að baki fyrrgreindrar uppgötvunar. Það þurrfóður er fyrst og fremst miðað við bandarískar aðstæður og framboð á einstökum fóðurþáttum þar vestra- Einnig mun fóðrið hafa innihaldið verulega ofgnótt (surplus) af vítamínum. Slíkt fóður yrði því allt of dýrt hérlendis í framleiðslu og ekki samkeppniS' fært. Innlendu tilraunirnar beindust því fyrst og fremst að notkun innlendra afurða til fiskfóðurgerðar- innar. í fyrstu voru notaðir mjög vandaðir liðIf af innlendum uppruna, þ.e. sogþurrkaður (vacuum dried) fiskúrgangur frá frystihúsum landsins, en slíkt „fiskmjöl" mun vera um 60% af þunga fisk' fóðursins og er langverðmætasti liður fóðursins- Ennfremur innihélt fóðrið innlent fóðurlýsi og mjólkurduft. Erlendir og innfluttir liðir voru fyf^ og fremst vítamín (öll nema A og D), sojaoha ætíð verið nauðsynlegt 146 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.