Ægir - 01.03.1979, Side 35
mal komin upp. Hér skal ekkert um beint samband
m'lli íslenska fóðursins og endurheimtu 1 árs seiða
fullyrt, en óneitanlega er margt, sem bendir til
Verulegs samhengis áður en hin umræddu vandamál
^°mu upp. Ennfremur liggur það ljóst fyrir, að
tilraunaseiði frá 1972-1973 á íslensku fóðri skiluðu
Ser frá 6,6% og upp í 14,8%, en þau seiði öll
Y0ru að langmestu leyti alin á því fóðri (sbr. Árni
saksson, Returns of Salmon to the Kollafjördur
lsh Farm in 1974). Þetta eru væntanlega hæstu
endurheimtur, sem fengist hafa á eins árs seiðum í
ollafirði. Tilraunir til rannsókna á endurheimtum
ax úr sjó (hafbeit) á Ewos fóðri hafa aðeins
'akmarkaða þýðingu, því Kollafjarðarstöðin veit
e ki um samsetningu fóðursins, en hún breytist
ra ari til árs eftir markaðsaðstæðum í fram-
e'ðslulandinu og heilsufarsástandi seiða er ekki
, t- Það er því miður lítið að byggja á rann-
krium á Ewos-fóðri frá einhverju ári meðan
menn vita ekkert um samsetningu eða eiginleika
Pess. t>að er margt gott um það fóður að segja,
en að ganga út frá því sem „standard" vöru er
fraleitt.
ísaksson:
Hafbeit
(Salmon Ranching)
Inngangur
Hafbeit er það kallað,
þegar laxaseiðum er sleppt
í sjó á ákveðnu þroska-
stigi og þau látin vera
sjálfala fram að kyn-
þroska, en laxinn síðan
veiddur á göngu sinni í þá
á, sem honum var sleppt í.
Atlantshafslax hentar vel
til hafbeitar, þar sem
hann hefur frábæra ratvísi
;, , ,' ar ser við eðlilegar aðstæður nálega eingöngu
a á, sem honum var sleppt í.
í k i hófst starfsemi Laxeldisstöðvarinnar
st -° afirði, sem meðal annars hafði það á sinni
„ö nuskrá að gera tilraunir með hafbeit. Fyrstu
m 'l®nsej^unum var sleppt 1963. Þrátt fyrir það, að
a frárennsli stöðvarinnar er inna við 0,5m3/sek,
hafði fengist yfir 8% endurheimta tveggja ára
gönguseiða árið 1966 og var þá ljóst að möguleikar
til hafbeitar við ísland voru miklir.
Grundvöllur hafbeitar við ísland
Tvennskonar útfærsla á hafbeit hefur verið
framkvæmd hérlendis. Annarsvegar slepping göngu-
seiða í laxveiðiár til að auka veiði, hins-
vegar slepping í kaldar framleiðslusnauðar ár, þar
sem laxinn er tekinn í kistur og slátrað og seldur
á markað. í sumum tilfellum er eldisstöð tengd
slíku kerfi svo sem í Kollafirði, þar sem mikil-
vægustu upplýsingar um endurheimtu laxaseiða
hafa fengist.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós, að
endurheimta íslenska laxins er mun hærri en í
öðrum löndum við Norður-Atlantshaf. Sönnur
hafa aðeins verið færðar á þetta á suðvestur-
horni landsins, en laxamergðin í öðrum lands-
hlutum bendir til þess, að þar gildi það sama.
Fengist hefur yfir 20% endurheimta villtra göngu-
seiða, en besta endurheimta eldisseiða í Kollafirði
er milli 10 og 15%.
Það eru fyrst og fremst þrjú atriði, sem þakka
má þessa háu endurheimtu. í fyrsta lagi bann við
laxveiði í sjó, í öðru lagi hátt hlutfall af eins árs
laxi í sjó og að síðustu mikið magn af æti í sjónum
umhverfis landið.
A. Bann við laxveiðum.
Árið 1932 samþykkti Alþingi lög sem bönnuðu
laxveiði í sjó með öllum veiðitækjum. Undanþegin
voru nokkur býli sem höfðu laxveiði sem hlunnindi
í fasteignamati. Veiði þessara netalagna er í dag
um 1% af heildarveiði lanasmanna.
B. Magn eins árs lax.
Rúmlega 50% allra laxa sem veiðast á íslandi
eru eitt ár í sjó og eru um 2,5 kg að þyngd. Þeir
halda sig nær landinu heldur en laxar sem eru lengur
í sjó og fást því aldrei í úthafsveiðum annarra
þjóða. Verulegur munur virðist vera á hlutfalli
eins árs lax eftir landshlutum. Á Norðausturlandi,
þar sem um 25% allra laxa veiðast er hlutfall eldri
laxa mjög hátt eða um 60%. Á Suður og Vestur-
landi þar sem megnið af laxinum veiðist er hlut-
fall eins árs laxa yfir 60%.
C. Ætismagn.
Gera má ráð fyrir að verulegur munur sé á æti
laxa eftir því hvar þeir halda sig í hafinu. Eins
ÆGIR — 151