Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1979, Side 43

Ægir - 01.03.1979, Side 43
Rannsóknarsvæðið, sjórannsókna- og togstöðv- dr °g leiðarlínur eru sýndar á 1. mynd. Náðu athuganir til þeirra svæða sem áætlað hafði verið, aema hvað takmarka varð nokkuð yfirferð við land og í SA-Grænlandshafi vegna langvarandi ohagstæðs veðurs. A hinum íslenska hluta svæðisins voru gerðar e ðbundnar sjórannsóknir á fyrirfram ákveðnum stöðum. Þar var einnig mæld framleiðni plöntu- gróðurs, þó þær athuganir séu ekki ræddar hér. Á öðrum hlutum yfirferðasvæðisins takmörkuðust sjórannsóknir að mestu við hitamælingar. Danska stjórnin veitti góðfúslega leyfi til rann- sókna á grænlenska hluta svæðisins. Leiðangursstjórar voru Eyjólfur Friðgeirsson og Hjálmar Vilhjálmsson á Árna Friðrikssyni, en Vilhelmína Vilhelmsdóttir á Bjarna Sæmundssyni. Dr. Svend-Aage Malmberg sá um úrvinnslu á gögnum sjórannsókna og túlkun þeirra. Ástand sjávar Um miðjan ágúst 1978 var ísröndin aðeins 15-25 sjómílur úti af Vestfjörðum, en í lok mánaðar- ins var ísinn alveg horfinn aftur af þessum slóðum. Fyrir allri austurströnd Grænlands sunnan Græn- landssunds var nær íslaust og svipað og 1977, sem er hagstæðara en í meðalári á þessum almennt ís- minnsta tíma ársins. Hitastig sjávar í Grænlandssundi og umhverfis ísland í ágúst 1978 er sýnt á myndum 2.-4. á 20, s- ' '—■" ÆGIR — 159

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.