Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1979, Side 46

Ægir - 01.03.1979, Side 46
1978, sérstaklega í Grænlandshafi, enda tiltölu- lega lítið um karfaseiði að þessu sinni. Þá var minna um loðnuseiði á íslenska hafsvæðinu en oft áður, en loðna er sú tegund sem lang mest er jafnan af á þeim slóðum. Þorskur Útbreiðsla og fjöldi þorskseiða er sýndur á 6. mynd. Svipar dreifingu seiðanna til þess sem venju- legast hefur verið gegnum árin. Þannig var lang mest af þorskseiðum úti af Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi, en lítið annars staðar. Fjöldi þorskseiða er sýndur í 1. töflu. /. tafla. Fjöldi þorskseiða (x 10 6 j A-Grænl./ fsland Dohrnbanki SA SV V N A Samt. 1.6 0 0,3 169,0 333,7 47,0 551,6 Enda þótt heildarfjöldi þorskseiða (551,6 x 106) sé nokkru lægri en meðaltal áranna 1970-1977 (723 x 106) munar þar ekki ýkja miklu. Meðal annars vegna þess hve hinn mikli seiðafjöldi ársins 1976 (2.743 x 106 ) hækkar ofangreint meðaltal gífurlega og er 1978 árgangurinn talinn góður og mun betri en töluleg einkunn hans sýnir. Dreifing þorskseiðanna (6. mynd) gefur einnig til kynna tvö aðalhrygningarsvæði, þ.e. suðvestan- og sunnanlands annars vegar og vestan- eða jafnvel að hluta norðanlands hins vegar. Lengdardreifmg þorskseiðanna (7. mynd) styður þessa tilgátu. Ef dæma má af reki þorskseiða vestur yfir Dohrn- bankasvæðið í átt til Austur-Grænlands og stærð fjölda seiða á Vestfjarðasvæðinu tóks hrygning a hinum hefðbundnu slóðum við S- og SV-ströndina þolanlega s.l. vor. Hún mistókst nánast alveg vorið 1977 á þeim slóðum og var lítil vestanlands. Ýsa Mikið fannst af ýsuseiðum og hefur fjöldi þeirra 162 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.