Ægir - 01.03.1979, Síða 48
og betra en oft áður. Árangur hrygningarinnar frá
í vor kann því að verða eitthvað betri miðað við
hin góðu klakár frá 1972-1975 en fjöldi þeirra
einn gefur til kynna.
Veturinn 1978 hrygndi lítið af loðnu vestan
Dyrhólaeyjar og ekkert í Faxaflóa. Þetta og stærð
seiðanna á Vestfjarða- Norðurlandssvæðinu bendir
til þess að þau hafi borist þangað frá einni
aðalhrygningu við SA-land sem staðið hefur stutt
og ekki dreifst meira en raun ber vitni, þótt ótrú-
legt sé.
Fjöldi seiða var hins vegar mun minni en oftast
áður. Við talningu karfaseiða í þessum leiðöngrum
er miðað við fjölda á fermílu. Reyndist hann 6,5
millj. á fermílu að jafnaði fyrir allt svæðið.
Þessar rannsóknir hófust 1970 og hefur seiða-
fjöldinn aðeins einu sinni verið minni, en það var
árið 1976. Þá var seiðafjöldinn aðeins 5,8 millj. pr-
fermílu. Meginástæðan fyrir þessari tiltölulega lágu
meðaltölu voru lág gildi víðast hvar í Grænlands-
hafinu sjálfu, þótt fjöldinn á grænlenska landgrunn-
inu væri sambærilegur við fyrri ár.
Meðalfjöldi seiða bæði í dag- og næturveiði
Karfi
var einnig mun lægri en árin næstu tvö á undan
Að vanda var mest um karfaseiði í Grænlands-
hafi og við Austur-Grænland. Við ísland var minna
og fundust engin karfaseiði austan Melrakkasléttu.
Dreifing karfaseiðanna var nokkuð svipuð því
sem hún hefur verið undanfarin ár. Jafnan er mest
um þau í miðju eða norðanverðu Grænlandshafi og
á austur-grænlenska landgrunninu og svo var
einnig í ár, eins og sjá má á mynd 10.
(sjá töflu 4).
Tafla 4. Meðalfjöldi karfaseiða á logmílu að degi og
nóttu til.
Ár Dagur Nótt Samt
fjöldi % fjöldi % fjöldi
1976 2097 22,45 7242 77,55 4153
1977 2386 26,29 6690 73,71 4238
1978 810 24,88 2446 75,12 1651
6. Útbreiðsla ogfjöldi þorskseiða (fjöldij 1 togmílu)
164 — ÆGIR