Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1979, Side 10

Ægir - 01.10.1979, Side 10
Stjórn fiskveiða Vegna hinnar miklu umræöu og deilna um stjórn fiskveiða, sem fram hafa farið undanfarið, á ráð- stefnum og í fjölmiðlum, ákvað ritstjórn Ægis fyrr á þessu ári að birta í auknum mæligreinaroggreinar- flokka um þessi og skyld efni. Óþarft ætti að vera að rekja hér til hlítar ástæðuna fyrir þessari umræðu, þ.e. ástand fiskstofna og afkasta- getu fiskiskipastólsins. Tilgangurinn með slíkri stjórn er og auðsær, þ.e. að ná fram sem beztri sam- ræmingu afrakstursgetu fiskstofna og sóknargetu flotans með sem hagkvæmustum aðferðum. Skoðanir þær, sem fram hafa komið um stjórnar- leiðir eru margvíslegar eða allt frá allumsvifamikilli miðstýringu til óbeinna tiltölulega einfaldra leiða. í öllum tilfellum reka menn sig samt á ýmsar torfærur á leiðinni að settu marki, einkum efnahagslegs og félagslegs eðlis. Reiknilíkön þau og aðrir útreikningar, semgerðir hafa verið í þeim tilgangi að sýna afkastagetu fisk' skipaflotans, geta verið gagnlegir og fróðlegir. Sah11 verður á þessu stigi að taka þeim með ýmsum fyr'r vörum, sem sumir líkanasmiðir hafa og bent á, raunar um frumsmíð að ræða. Forsendur þær, sem einkum eru gefnar, eru n13' fiskifræðinga á stærð og veiðiþoli fiskstofna ásanú með mati á afkastagetu fiskiskipa. Þótt skoðanh séu vissulega skiptar um hið fyrrnefnda atriði, er samt hið síðarnefnda mun erfiðara viðfangs af aug ljósum ástæðum. Þótt unnt sé að gefa skipum skipaflokkum í ákveðnum landshluta einhverskonar meðaltals aflaeinkunn, er ekki skynsamlegt að álykta_ að samskonar skip í öðrum landshlutum getl 3 jafnaði náð hinni sömu einkunn. Stærð stofna e veiðiþol er heldur ekki brúkleg forsenda ein set- Einnig verður að taka tillit til fiskgangna, sem reynslan sýnir að eru mjög breytilegar eftir hita-og ætissk1 yrðum m.a. Þá má nefna víðtækar svæðalokanir áhrif skiptingar veiðisvæða milli veiðarfæraflokka' sem koma allmisjafnlega fram á útgerð eftir lands hlutum. Gerir þetta alla útreikninga að sjálfsög^11 flóknari. Gerist áskrifendur að tímaritinu ÆGI ,,ÆGIR“ mun nú vera eitt elsta tímarit sem gefið er út hér á landi, en fyrsta tölublaöið kom út í júlí 1905. Kom ,,ÆGIR“ reglulega út í hverjum mánuði til ársins 1909, en þá varð smáhlé á útgáfunni, þartil í ársbyrjun 1912, en frá þeim tíma hefur ,,ÆGIR“ komið út óslitið og verið gefinn út af Fiskifélagi (slands. Margir af elstu árgöngum ,,ÆGIS" eru upþseldir fyrir löngu, en fáanleg eru örfá eintök af árgöngunum frá 1919 til 1923 (milli 10og 20), svo og árinu 1931 (10). Frá árinu 1932 til 1947 eru fyrirliggjandi um 50eintök af hverjum árgangi, en af yngri árgöngunum eru til um og innan við 100 eintök. Þeir, sem áhuga hafa á að eignast framanskráða árganga ættu að hafa samband við Fiskifélag (slands sem fyrst og munu gamlir áskrifendur tímaritsins ganga fyrir, svo þeim gefist kostur á að fá þá árganga sem þá kann að vanta inni safn sitt. Hver árgangur verður seldur á 2000 kr. FISKIFÉLAG ÍSLANDS 582 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.