Ægir - 01.10.1979, Síða 17
Verður staðið og ekki sízt hvernig af stað verður
iarið.
Ég ætla ekki að teygja lopanna um þetta frekar,
Pott margt mætti enn segja um kost og löst á veiði-
eyfum, en ætla að lokum að varpa fram til um-
ræðu hugmynd um stjórnkerfi fyrir fiskveiðarnar,
Par sem beitt væri fjárhags- og verðlagsaðferðum
j!1 að letja eða hvetja til sóknar eftir ástandi
i^kstofna.
^•nræðuhugmynd um stjórnkerfi.
Við úthlutun veiðileyfa þarf mismunandi að-
erðir eftir fiskstofnum og ekki eingöngu eftir því
v°rt stofninn er ofnýttur eða vannýttur, sem um er
JaUað. Byggðasjónarmið skipta hér miklu máli,
eir>kum í upphafi.
Ef til vill mætti skipta fiskstofnum í tvennt eða
Þrennt eftir útgerðarháttum (ekki eftir líffræði).
skipt á landshluta eftir mikilvægi fiskveiða, veiða
og vinnslu, á undanförnum árum frá atvinnu- og
framleiðslusjónarmiði. Síðan væru þau afhent
einstökum veiðiskipum/fyrirtækjum, á líkan hátt
og lýst var hér áðan fyrir landsstofnana. Heimild
til framsals slíkra leyfa væri þó bundin við
landshluta. f fyrstu ef til vill við þrengra svæði,
ef með landshluta væri til dæmis átt við kjör-
dæmi. Síðar mætti losa um þessa „átthaga-
fjötra“, því væntanlega leiðir reynslan í ljós að
í því felst engin hætta. Skipum myndi smám
saman fækka í heild og útgerðarhættir breytast.
Allt tæki þetta tíma en stefndi að því að taka
hæfilegan afla með minni tilkostnaði. Með
héraðsstofnana yrði farið líkt og nú, en leyfin
þó gerð framseljanleg innan héraðs með sömu
kvöðum og lýst var um lands- og landshluta-
stofnana.
a) Landsstofnar, þar sem ekki eru sterk bönd
milli útvegs og vinnslu. Stærstu skipin landa
víðsvegar en ekki fyrst og fremst í heimahöfn.
Hér er auðvitað fyrst og fremst um veiðar
uppsjávarfiska að ræða, síldar og loðnu.
b) Landshlutastofnar, þar sem tengsl útgerðar
við vinnslustaði eru rík. Skipin landa yfirleitt
í heimahöfn eða nágrannahöfnum, þegar jafna
þarf afla milli staða. Þetta eru veiðar botn-
fiska fyrst og fremst og þorskurinn auðvitað
mikilvægastur.
c) Héraðstofnar, þar sem þessi bönd eru enn
sterkari og stofnarnir beinlínis staðbundnir,
eins og skelfiskveiðar og rækjuveiðar.
Taka verður tillit til þessara mismunandi út-
®erðarhátta, þegar leyfakerfi er ákveðið.
Lyrir landsstofnana mætti í fyrstu úthluta leyfum
an endurgjalds til veiðiskipa, sem veiðarnar hafa
stundað, eftir líkum reglum og gilt hafa um leyfi
lll síldveiða með hringnót en gera þau framseljan-
leg innan leyfishafahópsins að fengnu samþykki
skipverja og að því tilskildu, að aflahlutur sé
Sreiddur af andvirði seldra leyfa. Ef til vill mætti
nugsa sér, að upphafleg úthlutun leyfanna réðist
a5 aAasæld skipstjóra á síðustu vertíð eða ver-
J'ðum að nokkru eða öllu leyti. Leyfi væru veitt
aEveðnum fjölda skipa til nokkurra ára í senn.
pflahámark á hvert skip yrði ákveðið sérstak-
lega fyrir hverja vertíð.
eyfum til veiða á landshlutastofnum yrði fyrst
En hvar á að byrja? Heppilegast virðist að byrja á
síldveiðileyfum strax í haust, þar sem sóknin hefur
verið allt of dýrkeypt. Bæta mætti við leyfrn, sem
veitt hafa verið, að þau megi framselja á þennan
hátt. Að undanförnu hafa verið veitt síldveiði-
leyfi til hringnótabáta til veiða á ákveðnu magni
á hverri vertíð og hefur jafnmikið komið í hlut
hvers báts. Leyfin hafa að flestra dómi verið miklu
fleiri en þyrfti til að ná leyfilegum hámarksafla
á réttri stund og stað til þess að hann nýttist sem
bezt í vinnslu. í fyrra voru veitt 94 leyfi, þar sem
hverju skipi var í upphafi leyft að veiða 210 tonn
af síld haustið 1978. 84 skip stunduðu veiðarnar og
leyfður hámarksafli varð á endanum 240 tonn á
skip. Sum þeirra náðu sínum skammti fljótt, önnur
voru lengi að ná aflanum og eyddu til þess miklum
tíma og olíu. Einhver brögð munu hafa verið að því,
að áhafnir og nætur gengu milli skipa, sem í raun og
veru felur í sér eins konar framsal á veiðileyfi.
Væri slíkt framsal heimilt gegn gjaldi mundu eflaust
einhverjir útgerðarmenn sjá sér hag í að selja
leyfið og snúa sér að öðru. Væntanlega yrði þetta
fyrst hagræðing innan fyrirtækja, sem eiga fleiri en
einn síldveiðibát og sæju sér hag í að sleppa því að
búa alla til síldveiða, án þess að missa af afla, sem
ef til vill er saltaður hjá söltunarstöð í heimahöfn.
Viðbót við síldveiðileyfisbréfm, þar sem ráð væri
fyrir því gert að þau mætti framselja öðrum leyfis-
hafa að fengnu samþykki skipverja og að greiddum
aflahlut af andvirði leyfis, virðist á engan hátt
geta skaðað leyfishafa, en kynni að vera vísir að
valfijálsari leið til þess að draga úr sóknar-
ÆGIR — 589