Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1979, Qupperneq 20

Ægir - 01.10.1979, Qupperneq 20
var þá kominn niður í 8 hvali, miðað við 19 hvali árið áður og 43 hvali árið 1902. Um aldamótin fékkst 41 lýsistunna úr hverjum hval að meðaltali, en seinasta árið sem veiðarnar voru stundaðar fengust aðeins 32 tunnur úr hval að jafnaði, sem bendir til lægri meðallengdar tegundanna í aflanum. Nú var komið að endalokum þessara veiða og Alþingi setti lög er bannaði allar hvalveiðar á íslandi eftir árið 1916, en veiðarnar hefðu hætt af sjálfu sér því þær voru orðnar óarðbærar. Árið 1935 hófust hvalveiðar aftur hér við land af íslenskum aðilum og var hvalstöðin staðsett í Tálknafirði. Veiðarnar stunduðu 2-3 bátar og var þeim haldið áfram til ársins 1939, en lögðust niður á stríðsárunum. Að undanteknu fyrsta árinu, þar sem ef til vill var um einhverja byrjunarörðug- leika að ræða, var ársveiðin á bát á milli 40-50 hvalir og var greinilegt að stofninn hafði rétt all- mikið við á þeim 20 árum sem hann var friðaður af íslendinga hálfu. Hinsvegar er ekki hægt að tala um algera friðun stofnsins á þessu tímabili, því Norð- menn hófu hvalveiðar frá móðurskipum í Norður- Atlantshafi árið 1929 og veiddu m.a. talsvert af hval á hinum gömlu veiðisvæðum við fsland. Á árunum 1929-1934 nam heildarveiði þeirra 243 steypireyðum og 2348 langreyðum. Það er því ekki hægt að segja að hvalstofnarnir við ísland hafi verið alfriðaðir í meira en 14 ár. Hinsvegar lögðust þessar móðurskipaveiðar Norðmanna niður eftir 1934 og hafa ekki verið stundaðar síðan. Heildarveiði íslendinga á árunum 1935-39 nam alls 469 hvölum, af því voru 30 steypireyðar og 375 langreyðar. Hlutfallið milli þessara tveggja tegunda var því mjög líkt í veiði íslendinga og móðurskipa- veiði Norðmanna. Hvalveiðar hér við land lögðust niður í seinni heimsstyrjöldinni eins og fyrr segir, en hófust að nýju árið 1948 er hvalveiðistöðin í Hvalfirði hóf starfsemi sína. Á árunum 1948-1978 voru alls skotin 7.471 langreyð, 2.559 búrhvalir, 1.986 sandreyðar, 163 steypireyðar og 6 hnúfubakar. Steypireyðurin var friðuð hér við land árið 1960 og hnúfubakur árið 1955. Langreyðurin er því langþýðingarmesta teg- undin í afla okkar íslendinga og skal nú lítillega sagt frá því helsta, sem vitað er um þessa tegund hér við land. Á undanförnum árum hefur verið náin samvinna á milli bresku hvalarannsóknastofnunarinnar í Cambridge á Englandi og íslenskra aðila. Bretar hafa safnað sýnum af langreyð, sandreyð og búrhva í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og Hval n ■ Á síðustu árum hefur svo til hver einasti hvalur sem á land hefur komið, verið rannsakaður og gagnasöfnun hefur aldrei verið betri en á þessu an- Ekki er unnt að gera hér grein fyrir öllum þáttuni þessara rannsókna, en ég vil aðeins nefna tvö atn er mikla þýðingu hafa fyrir mat okkar á ástan 1 stofnsins og áhrifum veiðanna á hann, en það eru merkingar og aldursákvarðanir. Fyrstu merkingar á langreyð í Norðuratlantsha voru framkvæmdar hér við land árið 1965 og hal ég sjálfur þá ánægju að standa fyrir þeim. Tveinr árum seinna merktu Kanadamenn langreyð vi Austurgrænland og árið þar á eftir merktu Nor menn langreyð á sama stað og íslendingar aftuf 1970 og 1973. f ár hafa svo hingað til veri merktar um 20 langreyðar af okkar hálfu. L»tur því nærri að um 70 langreyðar hafi verið merktar a undanförnum árum af þeim stofni sem hér heldur sig- Miðað við þær endurheimtur sem nú eru komn úr merkingunum fram til ársins 1973 er stofninn v* ísland - Austurgrænland áætlaður um 8.100 dyr- Þessi tala kemur nokkuð vel heim við stotn stærðina eins og hún er reiknuð út frá aldurs dreifingu 469 langreyða sem rannsakaðar hafa ven undanfarin ár, en samkvæmt því er hún áastlu 10.500 dýr. Aldur skíðishvala er lesinn af s.k. eyrnatöpPulT1 en það er vaxkennt þykkildi í eyrnagöngum dýrsms og má sjá í því aldurshringi líkt og í trjám. Aldursdreifing langreyðar á árunum 1967- sýnir að mestur hluti dýranna í aflanum var aldrinum 3-15 ára, en þó hafa fengist dýr allt a því áttatíu ára gömul. Meðalhámarkslengd karldýra var 62 fet og kveu dýra 66 fet og tilsvarar það 25 ára aldri. Bæði kynin eru að fullu komin í veiðarnar uu1 5 ára gömul. , ■ Talið er að langreyður við A-Grænland og Is|un séu af sameiginlegum stofni, en ekki er að ö leyti vitað um samhengi þessa stofns við 3 langreyðarstofna í Norðuratlantshafi. Endurheim1 ur frá merkingum við ísland hafa ekki feug^ utan íslandsmiða. Sumir hafa þó áhyggjur af þvl sjóræningjahvalveiðamar í sunnanverðu N-Atlaut^ hafi séu farnar að hafa áhrif á langreyðarsto inn við ísland. , Langreyðarafli á sóknareiningu virðist u fallið örlítið á undanförnum árum og hafa su 592 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.