Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1979, Qupperneq 26

Ægir - 01.10.1979, Qupperneq 26
Níels Ingvasson: Gluggað í sögu hvalveiðanna Vitað er að hvalveiðar hafa verið stundaðar allt frá 16. og 17. öld og munu Hollendingar og Englendingar vera taldir fyrstir hvalveiðimanna í stórum stíl, en hinsvegar munu biskayskir fiski- menn hafa fengist við hvalveiðar að einhverju leyti á veiðiferðum sínum langt útá Atlantshaf um aldaraðir. Biskayskir fiskimenn höfðu einnig öðru hverju nokkrar hvalveiðistöðvar meðfram Spánarströnd og sáu Evrópu fyrir hvallýsi og hval- skíðum. Jafnvel er talið að hvalveiðar þeirra hafi náð til íslands og Noregs. Þessar veiðar voru stundaðar á róðrarbátum sem sendir voru frá hvalveiðiskipum. Voru bátarnir mannaðir 6-7 mönnum. Aðalveiðarfærin voru skutull og lensa. Skutullinn var úr járni ca þriggja feta langur með tréskafti og við skutulinn var fest lína sem hvalurinn var dreginn með að veiði- skipi þegar tókst að drepa hann, sem ekki var nú alltaf. Þetta var frumstæð veiðiaðferð og varð mjög oft ekki annar árangur en sá að særa dýrið og missa af veiðinni. Hvalrekar sem getið er um á þessum tíma gætu verið árangur þessara misheppnuðu veiða, eftir að dýrin hefðu hlotið banvæn sár og síðar drepist af völdum þeirra. Á átjándu öld, eða nánar tiltekið 1731 var svo skutulfallbyssan (Harpunkanonen) fundin upp. í fyrstu mun hún hafa verið ófullkomin og mun þá skyttan hafa verið í eins mikilli lífshættu og hvalurinn og það er ekki fyrr en 1771-1772 að hún var endurbætt, svo að góður árangur þótti af notkun hennar. Stöðugt var auðvitað unnið að endurbótum. En við þessar aðstæður var hval- veiðin 'stunduð í hart nær hundrað ár. Talið var að það tæki 1 til 2 klukkustundir að drepa hvalinn en oft mun það hafa tekið mun lengri tíma. Þá eru hvalveiðar ennþá mjög áhættusamar og ágóðinn einnig misjafn og oft lítill. En við þessar aðstæður breiddist þó hvalveiði mikið út og er stunduð a fleiri og fleiri þjóðum, þarámeðal af Norðmönnutn- sem síðar urðu meðal fremstu þjóða um hvalveiðar- Árið 1867 fann Svend Föyn upp sprengjuskutul- inn sem skotið var af fallbyssu og ætlað var a drepa dýrið með einu skoti og festa um leið vi það taug svo draga mætti dýrið að veiðiskipinu- Hér verða þáttaskil í sögu hvalveiðanna. Svend Föyn var fæddur í Tönsberg 1809. Hann gerðist ungur sjómaður og varð snemma skip stjóri. Árið 1844 fór hann í Norður-íshafið, 11 að setja sig inní selveiðar sem Englendingar ráku þá þar. Um 1860 kynnist hann manni að nafn' Jerntoft frá Vadsö, sem hafði gert tilraunir með a drepa hvali, og keypti af honum tvær fallbyssuf; sem raunar höfðu ekki gefið góða raun. „En áhug1 minni beindist að hinum miklu hvalatorfum seh> voru við strendur Noregs", segir Svend Föyn í ævl' minningum sínum. Hann býr nú um sig við Vat angursfjörð í Noregi 1864 og rekur þaðan veio' tilraunir, sem virðast hafa misheppnast. Það er un’ þetta leyti eða litlu síðar að hann gerir sér fer til íslands til að hafa tal af amerískum hvalveið^ mönnum, sem að skoða áhöl fyrir. Þeir buðu honum áhöld sín til kaups, e*; þeir stunduðu veiðarnar á árabátum. „Ég svara þeim því að ef ég gæti ekki veitt hvali á auðveldarl hátt en þetta mundi ég hætta við þá starfsemi- Þess skal getið að þessir amerísku hvalveiðimenn ráku hvalveiðar í átta ár og töpuðu yfir einn' þá höfðu aðsetur á Seyðisfirði, 1 l þeirra, sem þeir höfðu einkaley 1 milljón króna á þeim veiðum. Svend Föyn vinnur nú að því að fullgera hva byssu sína og annan útbúnað til veiðanna. Ar 1867 veiddi hann í Varangursfirði einn hval- árið 1868 virðist viðfangsefnið hafa tekist, þvl 3 598 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.