Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1979, Page 34

Ægir - 01.10.1979, Page 34
Guðjón Kristjánsson, skipsstjóri: Sókn og veiðar fyrr og nú og stjórnun fiskveiða Á árunum 1960-75 var sóknin á íslandsmið mest, þá sóttu hingað til veiða að minnsta kosti 200 er- lend togveiðiskip og voru það bæði gömul og ný skip. Á þessum árum voru Þjóðverjar hér með mik- inn flota af stórum og kraftmiklum skipum, bæði skuttogara og síðu- skip. Hér voru einnig verksmiðjuskip, sem unnu allan aflann um borð. Þessi floti hafði yfir að ráða þeirri veiðitækni sem við notum í dag. Þar að auki var möskvastærðin svo lítil, að smáfiskur hafði enga möguleika til að sleppa úr vörpunum, enda allur fiskur hirtur. Bæði selst smáfiskur vel á ferskfiskmörkuðum og svo var smá- fiskur líka unninn í mjöl. En á þessum árum vorum við líka á veiðum með íslenska togara, svo að ætla má, að 250 skip að minnsta kosti, hafi stundað togveiðar hér á íslands- miðum. Afkastageta þessa flota var að öllum líkind- um tvöföld á við það sem er í dag, þegar 75 togarar stunda veiðar á þessum miðum. Talað er um, að þetta sé nú svo afkastamikill floti, að veiðigetan sé helmingi meiri. Ég er viss um, að þetta er algjört van- mat á þeim skipum, sem hér voru á þessu tímabili, þ.e. 1960-75, enda vorum við, sem byrjuðum á tog- veiðum eftir að síldveiðin brást, eins og flón við tog- veiðar innan um þennan flota. Ég minnist þess, þegar Þjóðverjar skutu að okkur flugeldum og lýstu upp togbáta okkar með ljósköst- urum og höfðu blikkandi aðvörunarljós á brúarþaki, sem við vissum þá ekki, að var ljósmerki um að flot- varpa væri í sjó. Við héldum að þeir væru með botn- vörpu eins og við og að óhætt væri að sigla fyrir aftan þá, en slíkt getur verið varasamt, því að flot' varpan nær lengra aftur frá skipi en botnvarpan- Þetta var á árunum 1967-70 og þessi skip voru mörg yfir 700 rúmlestir að stærð, enda eigum við sum þessara veiðiskipa í dag, t.d. Karlsefni RE, sem var keyptur frá Þýskalandi og Svalbak og Sléttbak, sem voru færeysk verksmiðjuskip. Þessi skip eru enn 1 dag vel samkeppnisfær og með okkar stærstu tog' veiðiskipum og það er engin ástæða til að ætla, a þau afli meira nú en þá. Fyrir utan það, að þau fisk' uðu smærri fisk með smáriðnari veiðarfærum °S gátu lagt sig eftir smáþorski, því þau gátu selt hann góðu verði. Þannig virðist mjög margt benda til þess, að mun meiri fjöldi fiska hafi verið drepinn á fslandsmiðum á þessum tíma en aflatölur segja til um. Meðalafli af þorski hefur verið í kringum 400 þus- und tonn á síðustu 20 árum. Við erum að veiða 1 dag ca. 300 þús. tonn á ári, en mismunur á fjölda fiska gæfi líklega 40% friðun þegar þyngd gefur um 25% friðun. Ef togveiðifloti okkar ætti að afkasta jafn- miklu og þessi floti gerði, þá þyrfti hver togari í dag að afkasta jafn miklu og 3-4 skip gerðu áður bæði i þyngd og fjölda fiska, þannig að sókn togaraflotans í dag er líklega 30-40% minni, en verið hefur síðustu 15-20 árin og það eitt er ekki svo lítil friðun- 2. Veiðarnar fyrr og nú Árin 1960-70 mátti togaraflotinn stunda veiðar allstaðar upp að 12 sml mörkunum og veiða sum* staðar upp að 6 og 8 sml, og síðan á öllu hafsvæð1 þar út af frjálst og óháð, eins langt út og hver vildi og einnig á miðum annarra landa, þannig að veiðifmls' ið var mjög lítið takmarkað miðað við það sem 1 dag. Þess vegna var óhindraður aðgangur að fisk1 og varpan var með 120 mm riðli og veiðihæfni á smáum fiski mjög mikil, enda þótti ekki tiltökumálað veiða smáan fisk á þeim árum, því hann var í háu verði- í dag eru 12 sml víðast það næsta sem togaraflot' inn fær að koma nálægt landi og búið að loka öllum Norðurlandsmiðum innan við 12sml og viða 50sm og jafnvel 70 sml út í haf. Veiðisvæðum svo hund1"' uðum fermílna skiptir, öll NA landsmiðin, eru l°k' uð fyrir togurum, svo og stór svæði út af norðan- verðum Vestfjörðum. Hið hefðbundna vertíðarsvæði fyrir Suður- Suðvesturlandi er nú lokað fyrir veiðum togara betur mætti til tína í þessu efni, en samanlagt er buic að loka veiðisvæðum fyrir togurum sem nemur 1 /5 af allri veiðislóð við ísland síðan 1970. Svo ta*a menn ennþá um, að ekkert hafi verið friðað. 606 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.