Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1979, Side 35

Ægir - 01.10.1979, Side 35
Nýting veiðisvæða í dag Veiðisvæði er það svæði, sem fiskur gengur á og er veiðanlegur vegna dýpis, botnlags eða þéttleika fisksins. öll íslandsmið eru ekki samfellt veiðisvæði eins °8 skilgreiningin hér að framan bendir á. Fiskur S^ngur ákveðnar gönguleiðir, sem virðast að mestu raðast af hitastigi sjávar, straumum og ætismagni á svæðinu hverju sinni. Einnig fylgir fiskur oft dýpi, ef hitabreytingar á svæðinu eru ekki miklar. Ef hita- ^reytingar sjávar eru miklar og samfara miklum straum, getur fiskur gengið mjög hratt um miðin og Venð í veiðanlegu ástandi mjög skamman tíma í Senn, og svo verður ekki vart við fisk örfáum mín- ^um seinna. Maður gæti nánast haldið, að þarna aefði aldrei komið fiskur. . ^að eru þessar náttúrulegu aðstæður, sem fiskifræð- ln8ar okkar eiga að rannsaka og reyna að gera sér §rem fyrir, en leggja til hliðar þá hugmyndafræði að Vera að reyna að telja fjölda fiska í sjónum, því veiði- slóð getur verið gjörsamlega líflaus, þó 1 klst. seinna me8i veiða þar 10 tonn á einum klukkutíma. Að öðru leyti ætti alltaf að nýta veiðislóð eftir staerð fisksins á veiðisvæðinu, en fiskstærðin er jafn- reytileg og fiskmagnið. Þess vegna eru engin algild Sruáfisksvæði til fyrir heilt ár í senn, heldur einungis reytilegar veiðislóðir. Sumar veiðislóðir hafa hins Ve8ar smáfisk í meira mæli en aðrar vissa hluta árs- lrts. sem þó getur breyst eins og allt annað, sem lýtur nattúrulögmálum. ^css vegna þarf að opna og loka svæðum eftir að- st*ðum hverju sinni og gefa þannig kost á að nýta Ve'ðislóðina eftir tegundum og stærð fisksins og e,nnig eftir því, hvort fiskur er kominn að hrygningu Veiðislóðinni, því þá ætti vissulega einnig að stöðva Ve*ðar á viðkomandi svæði. Árslokanir veiðisvæða eiga engan rétt á sér á haf- svæði sem er í sífelldri endurnýjun, bæði vegna mjög sKjótra hitabreytinga, strauma og átuskilyrða í hafinu. Röksemdir eftirlitsmanna og fiskfræðinga fyrir olcun veiðisvæða geta vissulega verið hárréttar, á pflrn tíma sem svæðum er skyndilokað, en náttúran Ser til þess, að þessar ástæður breytast fljótt. Þess- Ve8na á að opna þau svæði, sem virðast hafa frosið !nni í kerfinu og eru nú eins og helgra manna reitur, Par sem ekki má einu sinni tala um að drepa fisk. 'skifræðingar sögðu, að þegar tekinn yrði upp 155 n'ni möskvi við togveiðar yrðu þessi svæði opnuð, en það er eins og annað frá þeim bæ að segja eitt í dag og annað á morgun og alltaf er allt rétt og satt og vísindin ganga fyrir öllu. Stærðfræðilegar formúlur fiskifræðinga virðast alltaf vera réttar, þó hafsvæðin breytist frá degi til dags og ekkert sé eins tvö ár í senn. Vísindin halda stöðugt áfram að stækka smáþorskinn og er hann nú kominn upp í 60 cm. þannig er hægt að breyta staðreyndum og gera öll íslandsmið að einu smá- fisksvæði, svo að reiknilistin haldi áfram að vera rétt og formúlurnar standist. Þetta eru falsanir á stað- reyndum og verndar ekkert nema hugmyndafræði Hafrannsóknastofnunarinnar, sem stundum hefur reynst þorskstofninum stórhættuleg. Besta dæmið um slíkt var þegar nótaveiðar voru stundaðar á þorski yfir hrygningartímann við Suðvesturland á árun- um 1964-66 með hvatningu frá Hafrannsóknastofn- un. 6-8 árum síðar vantaði hrygningarstofn sem hefði átt að vera afkomendur viðhaldsþorsksins frá árunum 1965-66, og þá fæddust svartar og gráar skýrslur innan Hafrannsóknastofnunarinnar um að þorskstofninum sé hætta búin. í dag er stofninn á uppleið og Hafrannsókna- stofnunin á engar sérstakar þakkir skyldar fyrir það. Þar bjargaði okkur hin mikla frjósemi þorskstofns- ins, samfara heppilegu árferði og minnkandi sókn vegna útfærslu landhelginnar. 4. Þorskveiðarnar 1979 stjórnun þeirra Á árinu 1979 hefur verið beitt miklum takmörk- unum við þorskveiðar á allar gerðir fiskiskipa og togarar láta líklega af þorskveiðum í 80-90 daga eða 1 / 4 af árinu. Þrátt fyrir það munu þorskveiðar fara vel yfir 300 þúsund tonn og ekkert við því að segja. Það sýnir aðeins ótvírætt að meiri þorskur er í sjón- um en menn höfðu búist við og þarf enginn að gráta yfir slíku. Við ættum frekar að gleðjast yfir, að ekki skuli unnt að ná þorskafla niður, þrátt fyrir lang- tímalokanir, skyndilokanir, netaveiðibönn, tog- veiðibönn og alls konar bönn, því það er allt að verða bannað, líka að dorga með handfæri á trillu. Hinsvegar eru oft erfíðleikar á að vinna það hrá- efni sem berst á land, sérstaklega yfir sumartímann, enda 50% þjóðarinnar í sumarfríi í júlí og ágúst, en þorskurinn tekur ekki mið af því, hvort þjóðin vilji þetta eða hitt. Við verðum hinsvegar sjálfir, fískimennirnir, að taka mið af því, hversu miklu er hægt að afkasta í því frystihúsi, sem við fiskum fyrir og koma okkur saman um hversu mikið við ætlum að veiða ákveðna tíma ársins. Betri samvinna milli þeirra sem vinna Framhald á bls. 595 ÆGIR — 607

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.