Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1979, Síða 46

Ægir - 01.10.1979, Síða 46
þróun í gerð og búnaði fiski- skipa hérlendis undanfarna þrjá áratugi en lítið hugað að því sem framundan er. Nú er mikið rastt um stjómun fiskveiða og má ætla að þá fylgist að einnig betri stjórnun á uppbyggingu fiski- skipaflotans. Einn er sá þáttur sem stór- lega hefur verið vanræktur í ís- lenzkum sjávarútvegi, en það em rannsóknir og athuganir á fiski- skipum og búnaði þeirra. ís- lenzkir sjómenn hafa gjarnan þótt fljótir að tileinka sér nýj- ungar, sem komið hafa, og þeir búa yfir mikilli reynslu, sem miklu betur mætti virkja en gert hefur verið. Oft á tíðum hafa þeir þurft sjálfir að standa í til- raunum og fengið takmarkaða aðstoð. í þeim fáu athugunum sem Tæknideild Fiskifélags ís- lands hefur gert um borð í fiski- skipum, er reynslan sú, að skip- stjórnarmenn eru fúsir til sam- starfs á þessu sviði, og út úr slíkri samvinnu ættu að geta komið nýtilegir hlutir. Það hlýtur að vera umhugs- unarefni hve fáir innlendir verk- fræði- og tæknimenntaðir menn hafa starfað við hönnun skipa fram til þessa. Þannig hefur mikil tæknivinna verið unnin erlendis, og jafnvel þótt byggja þyrfti (eða breyta) hluta fiskiskipa erl- endis á sérhverjum tíma, þá ætti málum að vera þannig fyrir komið að hönnunarvinna væri unnin af íslenzkum aðilum, ÞV1 þeir ættu að vita betur hvað hentar íslenzkri útgerð, sem óneitanlega er nokkuð sérstök. Leiðrétting: í vinnslu síðasta tölublaðs Ægis urðu þau mistök í 2. hluta þessarar greinar, að neðsta hna fremsta dálki á bls. 546 féll niður- Viðkomandi setning á að vera þannig: Segja má að það hafi einkunr verið þau útgerðarfyrirtæki, seni áður höfðu stundað togaraútger > sem réðust í kaup á þessum skip um og þau miðuð við að geta sótt á fjarlægari mið og a.m.k. ha s mánaðar veiðitúra. Afmæliskveðja Ragnar Jakobsson 75 ára Þann 18. marz sl. varð Ragnar Jakobsson, starfsmaður hjá Fiski- félagi íslands, 75 ára en hann er fæddur á ísafirði 18. marz 1904. Hann er sonur hjónanna Jakobs Guðmundssonar trésmiðs frá Æðey og Kristínar Rósinkransdóttur frá Tröð í önundarfirði. Ragnar ólst upp á Flateyri við Önundarfjörð. Hann stundaði nám í Núpsskóla veturinn 1921 til 1922 og í Verzlunarskóla Islands veturinn 1922 til 1923. Hann var starfsmaður við Kaup- félag önfirðinga frá 1919 til 1939 að undanskildum námsárum. Hann hóf útgerð í félagi við aðra frá Flateyri um 1924. Þegar hann hætti störfum hjá kaupfélaginu hóf hann fiskverzlun og var hann fyrstur fiskkaupmanna á Flateyri til þess að greiða fyrir fisk, og starfsfólki sínu kaup, með pen- ingum. Áður voru öllfiskkaupog verkalaun í reikningsviðskiptum. Á árinu 1942 stofnaði hann í fé- lagi við aðra fyrirtækið ísfell hf., sem rak umfangsmikla útgerð og fiskvinnslu og veitti hann því for- stöðu til ársins 1954 er hann flutt ist til Reykjavíkur. Þar keyp11 hann hluta í heildverzlun, se^ hann starfaði við til ársins 19 ’ en þá hóf hann störf hjá Fiski e lagi íslands, þar sem hann star ar enn, einkum að framleiðslu- birgðaskýrslum, svo og samante' bráðabirgðaskýrslna um afla. A eru þetta þýðingarmikil stöt' Ragnar er hinn prýðilegasti ver maður, samvizkusamur og ar vakur í starfi. Á Flateyri gegndi R3®0^ margvíslegum trúnaðarstörfu , fyrir sveit sína og sat nt.a- hreppsnefnd í mörg ár. Han hefur alla tíð verið mikill áhugu. maður um bindindismál og _ Flateyri starfaði hann mik' Góðtemplarareglunni. Ragnar Jakobsson kvse,n 1 árið 1933 Margréti Jónsdótt . frá Eyri í Seyðisfirði og eignu u ^ þau fjóra syni og eru þrír þeirra lífi. Stjórn og starfsfólk Fisk1^ lagsins ámar honum og Öö}^^ea. hans heilla og góðra lífdag 618 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.