Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1979, Síða 62

Ægir - 01.10.1979, Síða 62
breytingum á gengi hvers þess gjaldeyris, sem Fisk- veiðasjóður skuldar í (sbr. heimild í 16. gr. 1. nr. 44/1976). Séu lánin ekki beinlínis í erlendri mynt, skal tilgreint í veðskuldabréfi hve hár hundraðs- hluti eftirstöðva lánsins á hverjum tíma sé háður breytingum á gengi. Framkvæmd þessara ákvæða skal vera á þann veg, að breytist gengi íslenskrar krónu, eða breytist gengi einhvers þess gjaldeyris, sem Fiskveiðasjóður skuldar í, skal Fiskveiða- sjóður deila þeirri fjárhæð, sem erlendar skuldir sjóðsins, aðrar en þær sem hafa verið endurlán- aðar beint með sömu kjörum, hækka eða lækka um í krónutölu vegna gengisbreytingarinnar, niður á þau lán úr sjóðnum, er háð eru breytingum á gengi í réttu hlutfalli við þann hluta ógreiddra eftirstöðva viðkomandi lána, sem háður er slíkum breytingum, þannig, að eftirstöðvar þessara lána hækki eða lækki þá þegar samtals í krónutölu um sömu fjárhæð og erlendar skuldir Fiskveiða- sjóðs, aðrar en þær, sem endurlánaðar hafa verið beint með sömu kjörum, hækka eða lækka um. Við niðurdeilingu af þessu tagi skal eingöngu miðað við útborgaðan hluta lána. Hækki eða lækki erlendar skuldir Fiskveiðasjóðs af þessum sökum svo veru- lega í krónutölu, að ekki rúmist innan þeirra marka, er viðkomandi veðskuldabréf sjálf setja, ber sjóðurinn sjálfur það tap eða fær þann hagnað, sem á milli ber. Við alla túlkun á orðalagi þessarar málsgreinar skal það vera höfuðviðmiðun, að Fisk- veiðasjóður verði skaðlaus af öllum gengisbreyt- ingum. öll lán úr Fiskveiðasjóði veitt og afgreidd eftir 1. júlí 1979, önnur en bein endurlán, gengisjöfn- unarlán og vísitölutryggð lán, skulu vera í reiknings- einingum Fiskveiðasjóðs íslands. Reikningseining- arnar skulu, fyrst um sinn, og þar til annað verður ákveðið, vera skilgreindar þannig að 1 - ein - reikn- ingseining Fiskveiðasjóðs er jafnvirði 1 - eins - S.D.R. S.D.R. er skammstöfun á Special Drawing Rights, sem er reikningseining Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, og reiknast samkvæmt reglum hans. Meðan þessi skilgreining gildir um reiknings- einingar Fiskveiðasjóðs íslands telst gengi reikn- ingseininganna vera hið sama og sölugengi S.D.R. (Special Drawing Rights). öll meðferð lána í slíkum einingum verður með sama hætti og meðferð lána í erlendri mynt, þó skal ei.durgreiðsla aldrei fara fram á lægra gengi en útborgunargengi hvers láns. Sú hækkun sem verða kann á krónutölu af- borgana og vaxta lána í reikningseiningum Fis veiðasjóðs (S.D.R.) miðað við upphaflegt krónu tölugildi færist Fiskveiðasjóði til tekna, en fellur ekki undir þá útjöfnunaraðferð, sem áður gilti,s fyrri málsgrein þessarar greinar. 7' gr’ Opnaður hefur verið nýr lánaflokkur til endu lána á vísitölutryggðum lánum. öllum lántakendum, sem loforð fá eða ha a fengið um lán að fjárhæð kr. 500.000 eða meira' sem falla undir lánaflokka, sem taldir eru í 2. gr’ aðra en þá, sem taldir eru í 9., 10. og 11- töluh A-liðar, skal skylt að taka 10 hundraðshluta lofaðrar fjárhæðar að láni úr þessum flokki. Lán úr þessum flokki eru alltaf veitt samhliða öðrum lánum og verða til jafnlangs tíma og þaU: þó aldrei til lengri tíma en 15 ára. Eigi lánta u rétt á láni til lengri tíma en 15 ára skal lánið > þessum flokki vera til 15 ára, en afborganir a samhliða láninu vera lægri fyrstu 15 árin, þanmg að heildarlánsfjárhæðin endurgreiðist með jöfnun1 afborgunum á heildarlánstímanum miðað við upP haflegar fjárhæðir lánanna. Lán úr þessum flokki skal endurgreiða me jöfnum árlegum afborgunum og er gjalddagi þeirra 20. júlí ár hvert. Af lánunum skal greiða í vexti 5'A% a ar' 0g greiðast vextirnir eftir á, á sömu gjalddögum afborganir, í fyrsta sinn næsta 20. júlí eftir 3 lán er afgreitt. , Til viðbótar hverri einstakri greiðslu vaxta og a borgunar af lánum úr þessum flokki skal lan takandi greiða á hverjum gjalddaga, eða greiðsld degi, sé hann síðar, verðuppbót af vaxta- og a borgunargreiðslu lánsins, er miðast við haekkut1 byggingarvísitölu frá lántökudegi til greiðsludag5' Lækki byggingarvísitalan niður fyrir þann stiga fjölda er gilti við afgreiðslu lánsins, skulu greiðsl vaxta og afborgana fara fram á nafnverði. Mlða er við byggingarvísitölu þá, er kveðið er á um lögum nr. 93/1975 og síðari breytingar, er á hef>n kunna að verða gerðar. ^ Heimilt er að greiða aukaafborgun af lánum þessum flokki á gjalddögum lánanna, enda sé ^ kynnt um slíka ákvörðun eigi síðar en 5. júfll hvert. Af slíkum aukaafborgunum greiðist sa vísitöluálag og greiða ber af hinum samnioS5 bundnu endurgreiðslum lánanna. j Af lánunum skal greiða við afgreiðslu 2/c lántökugjald. 634 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.