Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1981, Page 34

Ægir - 01.11.1981, Page 34
út á nafn Arnbjarnar eins, þótt vitað sé, að það voru mennirnir, sem hittust á Commercialhótelinu sem keyptu skipið í félagi og lögðu fram fé til kaupanna. Með hvaða samningi tryggðu þeir sig gagnvart Arnbirni, sem þannig verður einn lögleg- ur eigandi skipsins? Arnbjörn afsalar síðan um sumarið skipinu til Fiskveiðahlutafélagsins og það er ekki að efa löglegan rétt hans til þess, þó að sá dráttur, sem á þvi verður bendi til að Fiskveiða- hlutafélagsmenn hafi viljað sjá, hvernig gengi áður en þeir bundust löglega i útgerðina. Kannski hafa þeir Einar og Indriði viljað líka sjá hvernig tiltæk- ist, og þess vegna sé Arnbjörn einn löglegur eig- andi, og taki þá á sig skellinn fyrir þá alla, ef fyrir- tækið fari á hausinn. Þetta er gamalt og nýtt fyrir- komulag, þegar um tvísýn fyrirtæki er að ræða. Þegar svo fyrirtækið reynist arðbært, þá vilja allir eiga skipið. Þessar bollaleggingar mínar eru auðvitað hald- litlar, en samt er það klárt, að það er einhver baráttusaga á bak við þessa endurvakningu Fisk- veiðahlutafélagsins um sumarið. Það er ekkert sem breytist nema Fiskveiðahlutafélagið verður lögleg- ur eigandi. Skipið er áfram skráð i Hafnar- firði og Einar áfram framkvæmdastjórinn og stór hluthafi og hefur allan veg og vanda af útgerð skipsins. í Morgunblaðsgrein sinni segir Heimir, að Hafn- firðingar og Reykvíkingar eigi að skipta með sér heiðrinum af ,,fyrstu stórútgerð íslendinga“ (Undirstrikun er mín). Þetta er sögulega villandi umsögn og undarleg frá sagnfræðingi, sem er að glugga í sjávarútvegssögunni. Ásgeirsverzlun á ísa- firði og Pétur Thorsteinsson á Bíldudal og Geir Zoéga í Reykjavík gátu miklu fremur kallazt stór- útgerðarfyrirtæki en Cootútgerðin. Þá er það einnig sögulega villandi, að tala um Hafnfirðinga og Reykvíkinga í þessu sambandi. Arnbjörn var Rangæingur sem átti heima í Kefla- vík, Guðmundur var úr Kjósinni og bjó í Garðin- um, Indriði ofan af Kjalarnesi, Einar af Álftanes- inu, Björn var Árnesingur og Þóður Guðmunds- son af Skildinganesinu og í skipshafnarskránni er ekki einn einasti maður sagður úr Hafnarfirði eða Reykjavik. Hafnarfjörður og Reykjavík voru sem óðast að Jón forseti. 610 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.